Þessi æfing er góð til að æfa snúning axla í vippum. Ef snúningurinn er framkvæmdur rétt helst vinstri öxlin við vegginn allan tíman og vinstra handarbak snertir vegginn á undan kylfunni.
Með þessari æfingu er unnið í ferli kylfunnar í vippum. Hér á kylfan ekki að rekast í stefnustangirnar í impact stöðunni.
Þessi æfing er frábær til að æfa hvernig kylfan er að koma niður. Ef krónan skýst áfram þá hefur kylfan hitt jörðina of snemma. Ef krónan skýst afturábak þá hefur kylfan hitt framhluta hennar áður en hún hittir gólfið. Þá vitum við að kylfan myndi hitta boltann fyrst áður en hún hittir jörðina.