Með þessari æfingu eru lykilstöður sveiflunnar skoðaðar.
Þessi æfing er frábær til að fá tilfinningu fyrir því hvernig þunginn helst í hægri hæl og vinstri tá í toppi aftursveiflunnar og helst lengur í hægri hælnum í niðursveiflunni. Best er að notast við tvær stefnustangir sem staðið er á fyrir miðjum fótum. Æfinguna skal fyrst gera hægt áður en sveiflan er tekin á meiri hraða.
Þessi æfing er mjög góð til að bæta mjaðmasnúning í sveiflunni. Hægri rasskinnin helst við stólinn þar til kylfan kemur niður í impact stöðu, þá færist vinstri rasskinnin á stólinn og helst á honum alveg að lokastöðunni. Gott er að vera með stefnustöng í fremri beltishönkum til að fylgjast betur með hreyfingu mjaðmanna.
Þessi æfing hjálpar kylfingum að byrja niðursveifluna meira inn á boltann. Hún er sérstaklega hugsuð fyrir þá sem sveifla í út-inn feril og vilja breyta því.
Æfing sem hægt er að gera inni til að þjálfa upp hvernig tilfinningin á að vera í sveiflunni.
Þessi æfing hjálpar kylfingum að finna hvernig kylfan á að vinna þegar hún kemur í kúluna.
Luke Donald fer yfir mikilvægi þess að hafa góða stöðu í upphafi sveiflunnar.