Gott púttgrip er undirstaða þess að pútta vel.
Góð upphafsstaða í púttunum hjálpar okkur að fá meiri stöðugleika í púttin. Mikilvægt er að hver og einn finni sína upphafsstöðu og æfi hana.
Þessa æfingu er gott að gera til að átta sig á líkamsstöðunni í púttunum og æfa grunn púttstrokunnar. Takið púttstöðuna með höfuðið á veggnum. Leggið síðan púttershausinn við vegginn og takið stutta stroku fram og aftur og haldið höfðinu alveg kyrru. Reynið einnig að halda púttershausnum við vegginn í strokunni.
Þessi æfing er góð til að æfa feril púttersins í stuttum púttum. Stefnustöngunum er stillt upp alveg við púttershausinn og síðan er strokan tekin án þess að rekast í stangirnar.