Elja virkniráðgjöf er verkefni sem hefur starfað síðan í ágúst 2024 og er byggð á hugmyndafræði “Outreach Youth Work” frá Finnlandi og virkniráðgjöf sem velferðarþjónusta Sveitarfélagsins Árborg hefur sinnt hingað til.
Tilgangur þessa verkefnis er að auka stuðning við ungmenni sem detta út úr virkni og hjálpa þeim aftur af stað út í lífið og yfir þá þröskulda sem geta orðið á vegi þeirra. Er þetta því góð viðbót við þau úrræði sem eru nú þegar til staðar í samfélaginu og nær vonandi að byggja brýr og auka samvinnu þar á milli.
Helstu styrkleikar verkefnisins er gott aðgengi ungs fólks að ráðgjöfum, auk þess er það sveigjanlegt og einstaklingsmiðað en býður upp á margvíslegar nálganir. Þar sem bæði er unnið með einstaklingum ásamt því að hægt er að setja upp hópastarf með litlum fyrirvara sem er stýrt eftir þörfum hverju sinni.
Tilgangur og markmið
Virkniráðgjöf er gerð til að passa uppá að öll ungmenni fái þann stuðning sem þau þurfa til að geta vaxið, orðið sjálfstæð og náð að aðlagast félagslega. Ráðgjöfin snýr einnig að því að styðja við almenna vellíðan ungmenna í samfélaginu.
Megin tilgangur þessa verkefnis er að virkja ungmenni aftur til þátttöku eftir tímabil vanvirkni. Lögð verður áhersla á að þeim sé mætt á þeirra forsendum og þau studd í gegnum þjónustukerfin í nærsamfélaginu ef þörf er á. Markmiðið er einstaklingsmiðað og því er virkni hjá einum ekki sú sama og hjá öðrum. Sumir þurfa stuðning til að finna nám við hæfi eða að komast inná vinnumarkaðinn. Aðrir þurfa meiri stuðning við grunnatriði daglegs lífs sem byggist upp af góðum svefnvenjum, mataræði og heilsusamlegu líferni.
Verkefnið snýr að því að mæta ungmennum á aldrinum 16 - 29 ára sem þurfa á stuðningi að halda í daglegu lífi og styðja þau við að móta framtíðarsýn og setja sér markmið. Tilgangurinn er að ná til ungs fólks sem þarf á stuðningnum að halda og veita þeim aðgengi að viðeigandi þjónustu og öðrum stuðningi sem stuðlar að vexti þeirra, sjálfstæði, félagslegri þátttöku og lífsfærni ásamt því að bæta aðgengi þeirra að námi og vinnu. Þetta úrræði er sérstaklega árangursríkt fyrir þau ungmenni sem hafa takmarkað bakland til að hjálpa þeim að ná þeirra markmiðum.
Virkniráðgjöf í framkvæmd
Virkniráðgjöfin hefst með því að byggja upp traust og virðingarríkt samband við ungmennið. Þar sem ungmennið er sérfræðingurinn í sýnu lífi og það stýrir ferðinni. Virkniráðgjafinn styður við ungmennið í að skuldbinda sig við áformin sem hafa verið gerð í samvinnu og hefur það að markmiði að hjálpa þeim að byggja upp framtíð fyrir sjálft sig. Virkniráðgjafinn er fullorðinn einstaklingur sem horfir á heildar velferð ungmennisins og styður þau á öllum sviðum lífsins. Virkniráðgjafinn samþykkir ungmennið eins og það er og sýnir því virðingu. Ungmennunum er alltaf mætt á einstaklingsgrundvelli en á sama tíma sem hluti af samfélaginu. Markmiðið er að styrkja þátttöku ungmennisins í þeirra persónulega lífi og í þeirra samfélagi.