Gísli Frank, Thelma Sif, Ellý og Arnar Helgi.
Hjá Elju virkniráðgjöf starfa þrír ráðgjafar, Gísli Frank, Thelma Sif og Arnar Helgi, ásamt Ellý sem er verkefnastjóri verkefnisins. Starfsfólkið hefur mikla reynslu frá ýmsum sviðum, sem gerir þá vel í stakk búna til að veita sérsniðna ráðgjöf og þjónustu.
Gísli Frank hefur starfað með börnum og unglingum á leik- og grunnskólastigi frá árinu 2018. Hann hefur starfað í Félagsmiðstöðinni Zelsíuz frá árinu 2022 og verið umsjónarmaður Sérstuðnings í Zelsíuz frá árinu 2023. Samhliða starfi sínu hjá Zelsíuz starfar Gísli einnig sem virkniráðgjafi hjá Elju virkniráðgjöf.
Thelma Sif hefur starfað sem iðjuþjálfi og málastjóri á Laugarásnum meðferðargeðdeild með ungu fólki með byrjandi geðrofssjúkdóm á árunum 2016- 2024. Vann einnig sem ráðgjafi hjá Píeta samtökunum um tíma og unnið sem liðveitandi fyrir unga konu á einhverfurófinu frá árinu 2012 til dagsins í dag.
Arnar Helgi hefur starfað með ungmennum og fjölskyldum þeirra frá árinu 2016. Hann starfaði í félagsmiðstöðinni Zelsíuz og ungmennahúsinu Pakkhúsinu árin 2016-2022. Síðan þá hefur hann verið í velferðarþjónustu Árborgar sem ráðgjafi í barnateymi þar sem hann hefur unnið náið með fjölskyldum, veitt þeim stuðning og ráðgjöf. Samhliða starfi sínu í barnateymi er Arnar einnig virkniráðgjafi hjá Elju virkniráðgjöf
Ellý starfar sem verkefnastjóri frístundaþjónustu og forvarnarfulltrúi í Árborg. Hún hefur starfað innan frístundaþjónustu Árborgar frá árinu 2021 og heldur utan um þróunarverkefnið.
Starfsmenn í Elju virkniráðgjöf standa vörð um að veita þátttakendum faglega og persónulega þjónustu.