Velkomin á heimasíðu Elju virkniráðgjafar, hér er hægt að finna allar helstu upplýsinar um ráðgjöfina.
Virkniráðgjöfin okkar er hönnuð til að veita ungmennum á aldrinum 16 - 29 ára þann stuðning sem þau þurfa til að geta vaxið, orðið sjálfstæð og tekið virkan þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Virkniráðgjöfin er einstaklingsbundin og miðar að því að uppfylla persónulegar þarfir og markmið hvers og eins.
Hjá Elju er hverjum og einum mætt með virðingu og skilning og er okkar markmið að tryggja að öll ungmenni fái þann stuðning og hvatningu sem þau þurfa til að ná eigin markmiðum.