Hér er að finna gjöf til kennara (með Google aðgang í skólanum) sem gætu viljað einfalt skjal (í raun rafrænan kladda) til þess að halda utan um einkunnir í einstökum verkefnum í þeim fögum sem þeir kenna.
Í Árskóla notum við Seesaw til þess að gera þetta (og reyndar miklu meira) en fæstir skólar eru komnir þangað og því datt mér í hug þetta tól fyrir þá.
Ég veit að sumir skólar nota Google Classroom til þess að taka á móti verkefnum og gefa fyrir... aðrir nota Mentor til að gefa fyrir, en það getur verið bæði tímafrekt og veitt litla yfirsýn. Mér datt í hug að þetta skjal gæti nýst kennurum sem vilja á fljótlegan hátt geta haldið utan um einkunnir hjá nemendum í einstaka verkefnum eða einstaka þáttum innan verkefna. Kannski áður en þeir flytja einkunnir inn í Mentor og gera sýnileg. Kannski er eitt verkefni með 3 einkunnir.... (undirbúning/framkvæmd og flutning)
Ykkur er frjálst að nota, breyta og bæta skjalið á þann hátt sem hentar ykkur. Í raun eitt skjal fyrir hvert fag þannig að kennarar geta gert mörg afrit af þessu skjali ef það hentar þeim.
Ég gerði stutt myndband sem útskýrir hvernig ég hugsa verkfærið. Kannski nýtist það einhverjum.
http://ingvihrannar.com/namsmatsyfirlit-i-einstaka-verkefnum-gjof-til-kennara/