Eftir nokkur hundruð tíma vinnu bjó ég til skjal sem ég tel að skólar geti nýtt sér með þessari lausn/hugmynd til þess að einfalda námsmat.
Google Sheets - Námsmatsskjal
Eitt skjal fyrir hvern bekk/árgang.
Sama skjal frá 1.-10.bekk.
Hægt að velja A-D í fellilista.
3 aukaflipar neðst:
Umsagnir: Þarna geta kennarar safnað saman umsögnum og sótt svo í fellilista.
Valgreinar: Í þennan flipa skrifa skólar þær valgreinar sem árgangurinn hefur tök á að velja.
Einkunnarkvarði: Í þessum flipa er hægt að velja hvort einkunnarkvarðinn er ‘Framúrskarandi - Hæfni ekki náð’ eða ‘A-D’. Því er breytt með því einfaldlega að skrifa einkunnarkvarðann í dálka A1-A8.
Hægt er að skrifa Lokið / Ólokið í dálk ef kennarar vilja meta hæfniflokka/fög á þann hátt.
Ef nemandi er með stjörnumerkt/aðlagað námsefni má einfaldlega skrifa: A* eða B* í þann dálk sem það á við.
Það sem stendur í dálknum er það sem birtist á einkunnarskjalinu.
Exclude Rows: Aftasti dálkurinn í skjalinu heitir ‘Exclude Rows’. Ef það stendur eitthvað í þeim dálki, keyrir MailMerge það ekki út. Það er því hentugt að setja í neðstu raðirnar svo ekki sé verið að keyra út óþarfa skjöl.
Eins ef aðeins á að senda út nokkra nemendur, á að skrifa ‘Ekki senda póst’ i dálkinn hjá þeim nemendum sem ekki á að keyra út einkunnir hjá.
Invalid / ógilt: Ef rauður þríhyrningur birtist í horninu á einkunn eða umsögn þýðir það einfaldlega að það sem stendur þarna er EKKI aðgengilegt í fellilista. Það mun þó birtast á vitnisburðarblaði. Þetta er gert til að benda þér á að skoða vel þessa einkunn.
Við breytingar á heildareinkunn og umsögnum lætur skjalið vita að verið sé að breyta einhverju sem ekki á að gera óvart.
Hægt er að slökkva á þessu í 5 mínútur í einu með því að smella í dálkinn ‘Don’t show this again for 5 minutes’.