Námsmat gert bæði einfalt og fljótlegt
Það er svo gaman þegar hlutir ganga upp og hægt er að leysa flókin mál á einfaldan hátt.
Ég held að mér hafi tekist einmitt það, þó ég segi sjálfur frá, í apríl og maí þegar ég vann í páskafríinu og um kvöld og helgar að þróa hugmynd að lausn sem einfaldaði allt námsmat í skólanum.
Of oft heyri ég kennara ræða um það hve seinlegt og flókið námsmat sé. Að það þurfi 2317 smelli til þess að gefa einkunnir í einu fagi og mikill tími færi í bið eftir því að vista, hlaða, fara á milli nemenda, finna réttan stað til að meta og svo framvegis. Það er líkafátt sem fer meira í taugarnar á mér heldur en seinleg kerfi og flóknar leiðir við að leysa einföld mál.
Ég hugsaði því;
- Hvernig get ég leyst þetta mál og gert líf kennara auðveldara?
- Hvað er það sem við viljum að nemandi og foreldrar sjái í námsmati?
- Hver er einfaldasta leið sem ég get fundið?
Eftir að hafa spurt og rannsakað var svarið að útkoman átti að vera: einfalt vitnisburðarskjal sem gefur góða yfirsýn og er lifandi. Eitthvað sem er fljótlegt og einfalt. Eitthvað sem tekur ekki 2317 smelli. Eitthvað sem hægt er að prenta út, eða senda í pósti og gera nemendum og foreldrum sýnilegt eins oft og við teljum þurfa.
Ég fór því að stað og þróaði lausn í Google Sheets, í samvinnu við Hans Rúnar Snorrason, kennara í Hrafnagilsskóla. Lausnin er eitt námsmatsskjal fyrir hvern bekk/árgang fyrir einkunnir í hverju fagi og undirflokki. Skjal með umsagnarbanka sem kennarar geta sótt í, uppfært fyrra mat (og byrja því ekki hvert skólaár frá grunni) og svo „keyrir” ritarinn (eða sá sem sér um slíkt) út námsmatsskjal á nokkrum sekúndum með einfaldri Google-viðbót.
Hljómar einfalt? Það er af því að það er það.
Ég gerði prufu vorið 2019 í Árskóla þar sem allt námsmat var keyrt í gegnum þessi nýju skjöl. Niðurstaðan var sú að kennarar voru miklu fjótari að fylla út námsmat og fengu miklu betri yfirsýn yfir einstaklinga og bekkinn/árganginn í heild. Næsta haust byrja þeir líka með útfyllt mat sem þarf bara að uppfæra og viðhalda. Oooohhh, þvílíkur léttir
Við notuðum þetta nýja námsmat samhliða vinnu okkar í vetur með Seesaw (rafrænar ferilmöppur) sem gerði það að verkum að bæði námsmat úr einstaka hæfniviðmiðum og öll verkefni hvers nemanda voru á einum stað eftir veturinn. Einfalt var fyrir kennara að líta yfir verkefni vetrarins í Seesaw appinu og gefa heildareinkunn fyrir hvern flokk/fag.
ATH. Ekki er þó nauðsynlegt að nota Seesaw með þessu kerfi, þetta virkar samt vel saman. Hægt er að nota þessa námsmatslausn mína eina og sér, eða með öðru kerfi þar sem safnað er saman verkefnum og prófum.
Þetta tókst svo vel í vor að ég hef strax verið að fá fyrirspurnir frá kennurum og skólum um þessa nýju, einföldu lausn á því sem búið er að gera að flóknu og tímafreknu máli í flestum tilvikum. Ég held að þetta gæti gagnast miklu fleiri skólum, einfaldað námsmat og gert það betra, losað um höfuðverk hjá þúsundum kennara, minnkað pirring vegna námsmats og gert skólalok og foreldra-/og nemendaviðtöl einfaldari og áreynslulausari.
Ef þú vilt fá nánari kynningu á þessari einföldu lausn er best að hafa samband: ingviomarsson(hja)gmail.com
Þetta skjal, námsmatsskjal og vitnisburðarskjal er eign Ingva Hrannars Ómarssonar. / Penguin slf.
Það má hvorki deila, afrita eða nota að hluta eða í heild án skriflegs leyfis höfundar.
Ef þú hefur áhuga á að fá skjalið til afnota í skólann þinn og einfalda þannig allt námsmat skólans, fá betri yfirsýn og hafa lifandi námsmat skaltu hafa samband við Ingva Hrannar ingviomarsson@gmail.com
Ingvi Hrannar Ómarsson
Penguin slf.
kt.701018-1840
ingviomarsson@gmail.com