USCh ISCh ISW-24 Northbay Xsell That's All For Now
ISCh Del Cau Fosca Show Me The World
Hér að neðan má sjá stigahæstu hunda tegundar árið 2024 sem voru heiðraðir á ársfundi Fjár- og hjarðhundadeildar þriðjudaginn 11. febrúar. Megum við Australian Shepherd eigendur vera stolt af því að stigahæsti hundur, stigahæsti öldungur og stigahæsti unglið deildarinnar er úr okkar röðum. Ásamt þeim hundum sem fengu hæstu einkunnir á bronsprófi, hlýðni I og hlýðni II á árinu.
Stigahæsta tík tegundar USCh ISCh ISW-24 Northbay Xsell That's All For Now með 83 stig og er hún jafnframt stigahæsti hundur Fjár- og hjarðhundadeildar 2024.
Stigahæsti rakki tegundar er ISCh Del Cau Fosca Show Me The World með 59 stig.
Stigahæsti öldungur tegundar er ISCh USCh GBCh NLCh NordicCh ISVetCh ISW22 23 ISVW23 RW19 22 24 Kraftbrewd's Blossi At Heimsenda með 22 stig og er hann jafnframt stigahæsti öldungur Fjár- og hjarðhundadeildar 2024.
Stigahæsti ungliði tegundar er ISJCH NordicJCH ISJW-24 IsHruna Tequila Sunrise með 26 stig og er hún jafnframt stigahæsti ungliði Fjár- og hjarðhundadeildar 2024.
Stigahæsti vinnuhundur tegundar er OB-I RL-I Víkur Black Pearl 7 stig.
Stigahæstu ræktendur tegundar er Heimsendaræktun, Björn Ólafsson og Lára Birgisdóttir, með 29 stig.
Innilega til hamingju með þessa glæsilegu fulltrúa tegundar kæru eigendur og ræktendur.
RL-I Víkur Chocolate Creme Brûlée
OB-I RL-I Víkur Black Pearl
ISJCH NordicJCH ISJW-24 IsHruna Tequila Sunrise
ISCh USCh GBCh NLCh NordicCh ISVetCh ISW22 23 ISVW23 RW19 22 24 Kraftbrewd's Blossi At Heimsenda
Ræktun fylgir mikil ábyrgð og hvet ég eigendur innan tegundar sem hafa hug á að stunda ræktun að kynna sér vel lög og reglur HRFÍ varðandi skráningu í ættbók og jafnframt grundvallarreglur fyrir félagsmenn HRFÍ. Það segir m.a. Í grundvallarreglunum að nota skuli hunda af sömu tegund til ræktunar og einungis hunda sem eru ættbókarfærðir hjá HRFÍ eða öðru félagi sem HRFÍ viðurkennir ættbækur frá. Ræktun, kaup og sala á óættbókarfærðum hundum er bönnuð.
Eins hvet ég ykkur til að kynna ykkur vel heilsufarskröfur innan tegundar og hvaða veikleika og styrkleika verið er að magna upp með ákveðnum pörunum. Það er m.a. óheimilt að para saman tvo hunda með merle feldlit. Afkvæmi úr slíkri pörun fást ekki ættbókarfærð hjá félaginu. Það eru ákveðnir heilsufars brestir sem geta fylgt því að para saman einstaklinga sem eru báðir af merle feldgerð, eins og heyrnarleysi og blinda. 25% af gotinu getur orðið blint og/eða heyrnarlaust við slíka pörun.
Jafnframt getur verið gott að DNA testa undaneldisdýr við hinum ýmsu sjúkdómum þó það sé ekki skylda.
Hér að neðan má sjá helstu reglur um ræktun á Australian Shepherd og skráningu í ættbók:
Skottlengd skal skráð
Undaneldisdýr skulu hafa gilt augnvottorð við pörun. Greinist hundur með arfgenga starblindu (hereditary cataract) skal hann skráður í ræktunarbann.
Undaneldisdýr skulu hafa verið mjaðmamynduð við pörun. Greinist hundur með mjaðmagráðun D eða E verða afkvæmi hans ekki skráð í ættbók. Einstaklinga með C mjaðmir má eingöngu para við einstaklinga með A eða B mjaðmir.
Óheimilt er að para saman tvo hunda með merle feldlit.
Hér má sjá nánari upplýsingar og tengla á reglur er snúa að ættbókarskráningu og ræktun hjá HRFÍ.
USCh ISCh Timberwood's Finest Whiskey
OB-I Undralands Sancerre
Hér að neðan má sjá stigahæstu hunda tegundar árið 2023. Fjár- og hjarðhundadeild mun heiðra stigahæstu hunda deildarinnar á ársfundi sínum 8. febrúar og megum við Australian Shepherd eigendur vera stolt af því að bæði stigahæsti hundur og stigahæsti vinnuhundur deildarinnar er úr okkar röðum.
Stigahæsti rakki tegundar USCh ISCh Timberwood's Finest Whiskey með 86 stig og er hann jafnframt stigahæsti hundur Fjár- og hjarðhundadeildar 2023.
Stigahæsta tík tegundar er NordicCh USCh ISCh RW-22 ISW-22 23 Alcazar Dream Blue Venus At Heimsenda með 75 stig.
Stigahæsti öldungur tegundar er ISCH Heimsenda Trú Minning með 20 stig.
Stigahæsti ungliði tegundar er ISJCH Midnight Island Diamonds & Platinum með 17 stig.
Stigahæsti vinnuhundur tegundar er OB-I Undralands Sancerre með 15 stig og er hún jafnframt stigahæsti vinnuhundur Fjár- og hjarðhundadeildar.
Stigahæstu ræktendur tegundar er Heimsendaræktun, Björn Ólafsson og Lára Birgisdóttir, með 31 stig.
Innilega til hamingju með þessa glæsilegu fulltrúa tegundar kæru eigendur og ræktendur.
USCH ISCH RW-22 ISW-22 Alcazar Dream Blue Venus At Heimsenda
C.I.B. ISCH ISVetCh NLM RW-18-21 ISVW-22 Víkur American Beauty
Hér að neðan má sjá stigahæstu hunda tegundar árið 2022. Fjár- og hjarðhundadeild mun heiðra stigahæstu hunda deildarinnar á ársfundi sínum í mars og megum við Australian Shepherd eigendur vera stolt af því að stigahæsti hundur og stigahæsti öldungur deildarinnar er úr okkar röðum.
Stigahæsta tík tegundar er USCH ISCH RW-22 ISW-22 Alcazar Dream Blue Venus At Heimsenda með 74 stig og er hún jafnframt stigahæsti hundur Fjár- og hjarðhundadeildar 2022.
Stigahæsti rakki tegundar er ISCH USCH GBCH NLCH NORDCH RW-19-22 ISW-22 Kraftbrewd's Blossi At Heimsenda með 66 stig.
Stigahæsti öldungur tegundar er C.I.B. ISCH ISVetCh NLM RW-18-21 ISVW-22 Víkur American Beauty með 38 stig og er hún jafnframt stigahæsti öldungur Fjár- og hjarðhundadeildar 2022.
Stigahæsti ungliði tegundar er IsHruna Bonnie Parker með 8 stig.
Stigahæsti vinnuhundur tegundar er OB-1 Undralands Sancerre með 11 stig.
Stigahæstu ræktendur tegundar er Víkurræktun, Maríanna Gunnarsdóttir og Ólafur Örn Ólafsson, með 23 stig.
Innilega til hamingju með þessa glæsilegu fulltrúa tegundar kæru eigendur og ræktendur.
Á ársfundi Fjár- og hjarðhundadeildar í mars 2022 voru stigahæstuhundar deildar heiðraðir.
Stigahæsti rakki tegundar var CH Kraftbrewd's Blossi At Heimsenda með 40 stig.
Stigahæsta tík tegundar var Víkur Dreams Do Come True með 29 stig.
Stigahæsti ungliði tegundar var ISJCh Heimsenda Blá Þyrnir með 18 stig og var hann jafnframt stigahæsti ungliði Fjár- og hjarðhundadeildar.
Stigahæsti öldungur tegundar var CH Víkur American Beauty með 23 stig.
Stigahæsti hlýðnihundur tegundar var OB-1 Undralands Sancerre með 18 stig.
Stigahæstu ræktendur tegundar er Víkurræktun, Maríanna Gunnarsdóttir og Ólafur Örn Ólafsson, með 12 stig.
Innilega til hamingju með þessa glæsilegu fulltrúa tegundar kæru eigendur og ræktendur.
Þann 3. júní 2021 fæddust 3 hvolpar, 1 rakki og 2 tíkur. Gotið kallaðist Súkkulaðigotið.
Foreldrar hvolpanna eru CH Bayouland's Hot N Mangry "Fayro" og Víkur Dreaming Is Believing "Kvika"
Víkur Dark Chocolate "Perla"
Víkur Chocolate Creme Brûlée "Yrja"
Víkur Chocolate Velvet "Varmi"
Innilega til hamingju með þessa flottu hvolpa.
Þann 30. apríl fæddust 5 hvolpar, 3 rakkar og 2 tíkur.
Foreldrar hvolpanna eru Stjörnutopps Happy Go Lucky "Hrappur" og Mánaskálar Vetrar Harka .
Vorperlu Miðnætur Rökkur
Vorperlu Blíður Blær
Vorperlu Dynjandi Þrymur
Vorperlu Nætur Vaka
Vorperlu Val Kyrja "Móa"
Við óskum þeim til hamingju með þetta flotta got og flotta viðbót við stofninn.
Svava Björk Ásgeirsdóttir og Kristmundur Anton Jónasson hjá Víðigerðisræktun fluttu inn þennan fallega rakka. Cau Fosca Show Me The World "Pedro" Ættbókarnúmer: IS30767/21 kom hingað til lands í lok nóvember 2020 og hafði þá ferðast frá Spáni til Danmerkur þar sem hann dvaldi þar til hann hafði aldur til að koma heim.
Pedro fæddist 16.07.2020 á Spáni og kemur frá Cau Fosca ræktuninni. Ræktandi hans er Cristina Freixes og hefur hún ræktað ástralska fjárhunda í fjöldamörg ár og var fyrsti ræktandi tegundarinnar á Spáni.
Móðir: BISS RBIS AKC CH. MULTI CH. CauFosca Your Coupit Name "Eva"
Faðir: Multi BBIS AKC CH. SP JCH. CauFosca Man In Black "Will"
Pedro er frábær viðbót við okkar flotta stofn. Og við óskum víðigerðisræktun innilega til hamigju með hann.
Þann 27. mars 2021 fæddust 7 hvolpar. 3 rakkar og 4 tíkur
Foreldrar hvolpanna eru Empyrean N Copperridge's The Redder The Better "Roði" og Heimsenda Silfur Skotta "Skotta"
Heimsenda Silki Björn
Heimsenda Kopar Þráður
Heimsenda Kross Saumur
Heimsenda Lukku Lykkja
Heimsenda Silfur Hespa
Heimsenda Nálar Auga
Heimsenda Fingur Björg
Við óskum Heimsendaræktun innilega til hamingju með þessa frábæru viðbót í okkar frábæra aussie stofn.
IsHruna Svala "Svala" MJAÐMIR B & OLNBOGAR A
Víkur I Have A Dream "Mía" MJAÐMIR A2 & OLNBOGAR A
Víkur Dreams Do Come True "Hekla" MJAÐMIR A2 & OLNBOGAR A
Þann 26. febrúar fæddust 6 hvolpar hjá Víkurræktun, 4 tíkur og 2 rakkar.
Foreldrar hvolpanna eru þau Bayouland's Hot N Mangry "Fayro" og Northern Black Pearl De La Vallee D'Eska "Sofie"
Víkur Red Ruby "Karma"
Víkur Blue Saphire "Katla"
Víkur Black Pearl "Sunna"
Víkur Rafe Agate "Manni"
Víkur Red Opal "Viggó"
Víkur Black Diamond "Lúna"
Við óskum Víkurræktun innilega til hamingju með þessa viðbót við aussie stofninn á Íslandi.
Í upphafi árs fjölgaði í Aussie stofninum á Íslandi þegar það fæddust 8 hvolpar hjá IsHruna ræktun, 6 rakkar og 2 tíkur þann 25. febrúar.
Foreldrar hvolpanna eru þau Heimsenda Felli Bylur "Húni" og Heimsenda Perlu Festi "Heba"
Við óskum IsHruna innilega til hamingju með þessa viðbót við aussie stofninn á Íslandi.
Búið er að skila inn til HRFÍ niðurstöðum úr aflestri mjaðma/olnboga og DNA niðurstöðum fyrir Undralands Sancerre
Einnig fannst á skrifstofu HRFÍ niðurstöður síðan 2016 fyrir hana Silfurbergs Gríma
Ef þið smellið á nöfn hundanna þá sjáið þið niðurstöðurnar.
Mjaðma og Olnboganiðurstöður
Það er búið að uppfæra niðurstöður úr mjaðma og olnbogalestri hjá nokkrum hvuttum
Mjaðma og olnboganiðurstöður komu frá:
Axfjarðar Skjálfti
Víðigerðis Diljá
Víðigerðis Kristalnótt
Östra Greda Jingle Bell
Mjaðmaniðurstöður komu frá:
Happy Trails Rosett Shimrin at Heimsenda
Heimsenda Demants Spöng
Víðigerðis Sindrandi Silla Skvís
DNA
Búið er að skila niðurstöðum úr DNA prófum fyrir hinum ýmsu sjúkdómum og öðrum einkennum fyrir hana Víðigerðis Kristalnótt
Frábært að ræktendur og eigendur eru að nýta sér vísindin sér til góða, vitneskjan að hundur sé Clear/Carrier/Affected af sjúkdómum eða öðrum einkennum er góð til ákvörðunartaka í ræktun.
Í lok árs fjölgaði í Aussie stofninum á Íslandi þegar það fæddust 5 hvolpar hjá Heimsendaræktun, 4 rakkar og 1 tík þann 18. október.
Foreldrar hvolpanna eru þau Kraftbrewd's Blossi At Heimsenda "Blossi" og Happy Trails Rosette Shimrin At Heimsenda.
Heimsenda Haust Rós "Assa"
Heimsenda Rósin Krans
Heimsenda Blá Þyrnir
Heimsenda Rósar Roði
Heimsenda Bjarnar Runni
Við óskum Heimsendaræktun innilega til hamingju með þessa viðbót við aussie stofninn á Íslandi.
Þann 2. október fæddust 5 hvolpar hjá Víðigerðisræktun, 4 tíkur og 1 rakki.
Foreldrar hvolpanna eru þau Östra Greda Dragon Piper "Bruno" og Víðigerðis Salka Valka
Víðigerðis Magnaða Morgunsól
Víðigerðis Valkyrja Von
Víðigerðis Hoppandi Holly
Víðigerðis Dreymandi Dögun
Víðigerðis Bjartasti Bjarmi
Við óskum Víðigerðisræktun innilega til hamingju með þessa viðbót við aussie stofninn á Íslandi.
Búið er að skila inn nokkrum niðurstöðum úr DNA prófum fyrir hinum ýmsu sjúkdómum og öðrum einkennum fyrir eftirfarandi hunda:
Melody Time De La Vallee D'Eska
Northern Black Pearl De La Vallee D'Eska
Víkur Bob Marley
Víkur Dream Catcher
Víkur Dreaming Is Believing
Víkur Dreams Do Come True
Víkur Follow Your Dreams
Víkur I Have A Dream
Víkur It All Starts With A Dream
Víkur Never Stop Dreamin'
Það eru heilsufarsvandamál í öllum hundategundum og er ástralski fjárhundurinn ekki undanskilinn þar. USASA klúbburinn í Bandaríkjunum, sem er viðurkenndur af AKC sem aðalklúbbur ástralska fjárhundarins í upprunalandi hans, styður og hvetur ræktendur til að heilbrigðisskoða, fá vottun og vera með opna umræðu um heilsufar tegundarinnar. Vísindin hafa þróast og með aukinni tækni og vitund hefur fjöldi mögulegra genaprófa til að skoða heilbrigði aukist og ræktendur eru að nota niðurstöður þessara prófa þegar þeir vinna ræktunarplön sín. Með þessu hafa ræktendur tæki til að prófa, deila og rekja heilbrigði í sínum ræktunarhundum.
https://www.australianshepherds.org/health-genetics/usasa-health-genetics-programKröfur:
Niðurstöður frá mjaðmamyndum
Augnskoðun
Kröfur:
Niðurstöður frá mjaðmamyndum
Niðurstöður frá olnbogamyndum
Augnskoðun
Mæla með:
DNA Hereditary Cataracts (HSF4)
DNA Multi Drug Sensitivity (MDR1)
DNA Collie Eye Anomoly (CEA)
Til að komast á lista sem Ábyrgir ræktendur (Assured Breeders) þarf að skila inn:
Niðurstöður frá mjaðmamyndum
DNA niðurstöðu fyrir Hereditary Cataract (HC)
Augnskoðun
Mæla með:
Niðurstöður frá olnbogamyndum
DNA Collie Eye Anomoly (CEA)
DNA Multi Drug Sensitivity (MDR1)
DNA Progressive Retinal Atrophy (PRA-PRCD)
DNA Cobalamin Malabsorption/IGS
Maríanna og Ólafur hjá Víkurræktun fengu lánsrakka frá Marko Ljutic í Króatíu, Fayro er ræktaður af Bayouland's ræktun sem er í eigu Yvette LeBlanc og Hayden Hadley frá Ameríku.
Fayro hélt upp á 6 ára afmælið sitt hér landi í haustbyrjun.
Faðir Fayro er Copperridge's Fire N Bayouland
Móðir Fayro er Bayouland's Fleur De Glory
Báðir foreldrarnir eru með titlana USCh og hann sjálfur orðinn Alþjóðlegur Meistari
Það verður gaman að sjá hvernig hann mun marka spor sín hér á landi.
Til hamingju Maríanna og Ólafur ;)
Í sumar kom Morri til Íslands frá Svíþjóð, hann er ungur rakki sem er í eigu Ragnars.
Hann kemur frá Gísla Ómarssyni sem er með ræktunina Östra Greda, hann fæddist á þeim skemmtilega degi.. Aðfangadegi Jóla árið 2019 þannig að það styttist óðfluga í eins árs afmælið.
Faðir Morra er Stormridges's Cash Only @ Dragonora
Móðir Morra er Del Cau Fosca Independence Day með titlana SEV-16 NORDV-16 DKUCh
Það verður spennandi að fylgjast með þeim Morra og Ragnari í framtíðinni.
Til hamingju með hann Morra Ragnar ;)
Mjaðma og olnboganiðurstöður komu frá:
Northern Black Pearl De La Vallee D'Eska "Sofie"
Stjörnutopps Happy Go Lucky "Hrappur"
Víkur Dreaming Is Believing "Kvika"
Mjaðmaniðurstöður komu frá:
Úr “REGLUR UM SKRÁNINGU Í ÆTTBÓK” stendur fyrir Ástralska fjárhundinn
“AUSTRALIAN SHEPHERD
Augnvottorð: Vottorð má ekki vera eldra en 18 mánaða við pörun. Ræktunarbann er á hunda sem greinast með arfgengt cataract. Mjaðmamyndir: Undaneldisdýr skulu mynduð og niðurstaða kunn fyrir pörun. Greinist hundur með mjaðmalos D eða E verða afkvæmi hans ekki skráð í ættbók.”
http://www.hrfi.is/loumlg-og-reglur.html
Aðeins um mjaðmamyndatöku:
Af mörgu er að taka og hægt er að lesa sér til um rannsóknir og tilgátur um mjaðmir hunda, burt séð frá niðurstöðu mynda þá er alltaf gott fyrir ræktendur að vita stöðu um sína hunda og fyrir tegundina hvort sem sú vitneskja yrði notuð af viðkomandi eða öðrum ræktendum.
Hjá Hundaræktarfélagi Íslands eru 2 leiðir færar til að fá vottaðar niðurstöður
Fyrst af öllu þarf að panta tíma í Ræktunarmyndatöku hjá dýralækni, hundurinn er í flestum tilfellum deyfður til að hann slaki sem best á, flestir dýralæknar vita hvað þarf að gera fyrir okkar tegund. Þeir sem vilja fá olnbogalestur líka þurfa að taka það fram til að það gleymist ekki, kostnaðurinn við að bæta við þeim lestri og myndum er töluvert lægri en að gera þetta í sitthvoru lagi. Þið veljið sjálf svo hvort dýralæknirinn sendi myndirnar til aflestrar hjá SKK eða OFA.
Hjá SKK þarf hundurinn að vera orðinn 12 mánaða fyrir myndatöku, þegar niðurstöður eru kunnar þá þarf að greiða fyrir innskráningu í ættbók og aflestur mynda á skrifstofu HRFÍ , niðurstöður berast fyrst til HRFÍ svo eiganda eftir greiðslu. Eigandi greiðir dýralækni fyrir þjónustuna og HRFÍ er milligönguaðili fyrir aflesturinn.
Hjá OFA þarf hundurinn að vera orðinn 24 mánaða fyrir myndatöku, hægt er að senda myndir fyrr en OFA vill ekki votta ástand mjaðma fyrr en hundur hefur náð 24 mánaða aldri og myndir teknar fyrir þann tíma því ekki gildar sem mjaðmaniðurstöður. Eigandi greiðir dýralækni fyrir þjónustu og inn í henni er aflestur OFA, þegar niðurstaða berst eiganda þarf hann að skila inn niðurstöðum til HRFÍ og greiða lítið gjald til að setja niðurstöðu í ættbók hundsins.
OFA mælir með að tímasetning sé rétt hjá tíkum við myndatöku “Some female dogs exhibit additional subluxation when radiographed during these times. The OFA recommends radiographing three to four weeks before or after the heat cycle, avoiding pregnancy, and three to four weeks after weaning a litter of puppies.” https://www.ofa.org/about/faq#1506117082859-d355cdce-85fc
Í upphafi árs fjölgaði í Aussie stofninum á Íslandi þegar það fæddust 4 hvolpar, 3 tíkur og 1 rakki, hjá Víðigerðisræktun þann 6. janúar.
Foreldrar hvolpanna eru þau Östra Greda Dragon Piper "Bruno" og Östra Greda Bloody Mary "Kilja"
Víðigerðis Blússandi Bjútí Bomba "Kola"
Víðigerðis Dúndrandi Daisy Dís
Víðigerðis Sindrandi Silla Skvís "Dimma"
Víðigerðis Tindrandi Toni Töff "Teddy"
Við óskum Víðigerðisræktun innilega til hamingju með þessa viðbót við aussie stofninn á Íslandi.
Þann 10. febrúar fæddust 6 hvolpar hjá Heimsendaræktun, 4 tíkur og 2 rakkar.
Foreldrar hvolpanna eru þau Kraftbrewd's Blossi At Heimsenda "Blossi" og Heimsenda Trú Minning.
Heimsenda Há Nóta "Apríl"
Heimsenda Leikandi Fiðla
Heimsenda Tóna Flóð
Heimsenda Himna Sending
Heimsenda Mikli Hljómur "Harry"
Heimsenda Spilandi Björn
Við óskum Heimsendaræktun innilega til hamingju með þessa viðbót við aussie stofninn á Íslandi.
29. febrúar-1. mars 2020
Norðurljósa sýning fór fram 29. febrúar - 1. mars 2020 í TM-höllinni í Víðidal. Á Norðurljósasýninguna voru alls 889 hundar skráðir á sýninguna og var þetta stærsta sýning frá upphafi félagsins. Nú voru 24 australian shepherd hundar skráðir á sýninguna og 22 mættu í dóm á sunnudeginum. ISCh ISJCh Allmark La La Land stóð uppi sem besti aussie. Frábær árangur og óskum við eigendum og ræktendum hennar til hamingju. Óskum einnig eigendum og ræktendum annarra aussie hunda til hamingju með þeirra árangur á sýningunni.
Úrslit:
BOB, besta tík tegundar ISCh ISJCh Allmark La La Land
"Lovely bitch. With good head. Little round eyes. Really nice neck. Good topline. Corr. prop. Good long step. And has very good movements. Angul. is very good both in front and back. Stand good on her feet. VG coat."
BOS, besti rakki tegundar: ISCh USCh GBCh NLCh RW-19 Kraftbrewd's Blossi At Heimsenda
"Lovely male. Very good head, good expr. Good long neck. Corr. prop. Moves wonderful with long steps. Stands good on the feet. Corr. breedtype. Good coat and colour. Corr. angul. in front and back."
Besti ungliði tegundar: Víkur Dreams Do Come True
"Very happy bitch. With nice feminine head. Corr. expr. Good neck. Very good prop. Exc. topline and underline. Good bone. Moves very well. Corr. croup. Stands very well on her feet. Nice breedtype."
BOB puppy 6-9 mánaða: IsHruna Mávur
"Musculin male with good head. Good temp. Very nice neck. Exc. topline. Good bone. Good long chest. Moves well. Exc. coat."
BOS puppy 6-9 mánaða: IsHruna Rjúpa
"Feminine bitch. With good head. Corr. neck. Good angul. in front and back. Little high tail. Moves well. Corr. coat. Good long body. Good bone."
Besti ræktunarhópur dagsins var Víkur ræktun með hundana Víkur Dreams Do Come True, Víkur Dreaming Is Believing og Víkur It All Starts With A Dream
"Nice group. All have lovely temp. They have good angul. and move very well. Some of them could be a little shorter in the loin but very good breedtype. Good work."
Nánari úrslit og umsagnir má finna hér: https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/200261/search?raid=3420
Aðventuhátið Fjár- og hjarðhundadeildar 2019 var haldin fimmtudaginn 5. desember á skrifstofu félagsins. Hið veglega valhappdrætti deildarinnar var á sínum stað og jafnframt bauð deildin upp á kakó og kruðerí.
Undanfarin ár hefur orðið siður hjá mörgum deildum að veita stigahæstu hundum og ræktendum viðurkenningar fyrir gengi ársins.
ISCh USCh GBCh NLCh Kraftbrewd's Blossi At Heimsenda gekk frábærlega á sýningum ársins og fékk viðurkenningu fyrir að vera stigahæsti hundur deildar og stigahæsti ástralski fjárhundurinn árið 2019 það vantaði ekki mikið upp á að hann yrði stigahæsti hundur HRFÍ en hann hafnaði þar í 2. sæti með 37 stig.
ISCh ISVetCh Heimsenda Heiti Björn HIT varð stigahæsti öldungur deildar ásamt Border Collie og White Swiss Shepherd og stigahæsti öldungur af ástralskum fjárhundum árið 2019
Deildin okkar verðlaunaði jafnframt stigahæsta vinnuhundinn og árið 2019 féll það í skaut White Swiss Shepherd, mjög spennandi nýjung sem að allir hundar í deildinni geta unnið sér til.
Stigahæsti ræktandi innan ástralska fjárhundsins árið 2019 er Heimsenda ræktun en ræktendur þar eru þau Lára Birgisdóttir og Björn Ólafsson.
Hamingjuóskir til allra með þennan árangur.
reglur um útreikning á stigum gefin af HRFÍ grein. 77-80 í sýningarreglumAugnskoðun á vegum HRFÍ verður 21. og 22. nóvember
Allir hundar með ættbók frá HRFÍ eru velkomnir í augnskoðun.
Þeir sem huga á ræktun þurfa að vera með gild augnvottorð áður en pörun er framkvæmd.
Síðasti skráningardagur er 13. nóvember nema tímar klárast fyrr.
NKU sýning og Alþjóðleg sýning fóru fram helgina 24.-25. ágúst 2019 í hjarta Hafnarfjarðar á Víðistaðatúni. Á NKU sýninguna voru alls 685 hundar og 696 hundar á alþjóðlegu sýninguna á sunnudeginum. Nú mættu 28 australian shepherd hundar í dóm á laugardeginum og 26 á sunnudeginum. GBCh NLCh USCh RW-19 Kraftbrewd's Blossi At Heimsenda stóð uppi sem besti aussie báða dagana og var fjórði besti hundur í tegundahóp 1 á laugardag og á sunnudag var hann besti hundur í tegundahópi 1 og fjórði besti hundur sýningar! Frábær árangur og óskum við eigendum og ræktendum hans til hamingju. Óskum einnig eigendum og ræktendum annarra aussie hunda til hamingju með þeirra árangur á sýningunni.
Úrslit laugardags:
BOB, 4. sæti í tegundahópi 1: GBCH NLCH USCH RW-19 Kraftbrewd's Blossi At Heimsenda
BOS, besta tík tegundar: Heimsenda Ljóns Löpp
Besti ungliði tegundar: Heimsenda Ljóns Löpp
Besti öldungur tegundar: ISVECH ISCH Heimsenda Heiti Björn HIT
BOB baby 4-6 mánaða: Víkur Dream Catcher
BOS baby 4-6 mánaða: Víkur Dreams Do Come True
BOB puppy 6-9 mánaða: Heimsenda Von Biðill
BOS puppy 6-9 mánaða: Heimsenda Til Breyting
Nánari úrslit og umsagnir má finna hér: https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/190345/search?raid=3420
Úrslit sunnudags:
BOB, 1. sæti í tegundahópi 1, 4. sæti í BEST IN SHOW: GBCH NLCH USCH RW-19 Kraftbrewd's Blossi At Heimsenda
BOS, besta tík tegundar: ISJUCH Alcazar Dream (FCI) Antalya
Besti öldungur tegundar: ISVECH ISCH Heimsenda Heiti Björn HIT
BOB baby 4-6 mánaða: Víkur Dreams Do Come True
BOS baby 4-6 mánaða: Víkur Dream Catcher
BOB puppy 6-9 mánaða: Heimsenda Bjarnar Bossi
BOS puppy 6-9 mánaða: Heimsljósa Kirkjubæjar Krafla
Nánari úrslit og umsagnir má finna hér: https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/190345/search?raid=3420
NKU & Reykjavík Winner sýning og Alþjóðleg sýning fóru fram helgina 8.-9. júní 2019 á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Alls voru 683 hundar skráðir á sýninguna á laugardeginum og 677 hundar á sunnudeginum. Þar af mættu 23 australian shepherd hundar í dóm báða daga. Óhætt að segja að aussie átti frábæra helgi á sýningunni en GBCh NLCh USCh RW-19 Kraftbrewd's Blossi At Heimsenda stóð uppi sem besti aussie, besti hundur í tegundahópi 1 og BESTI HUNDUR SÝNINGAR bæði laugardag og sunnudag! Vægast sagt frábær árangur og óskum við eigendum og ræktendum hans til hamingju. Óskum einnig eigendum og ræktendum annarra aussie hunda til hamingju með þeirra árangur á sýningunni.
Úrslit laugardags:
BOB, besti hundur í tegundahópi 1, BEST IN SHOW: GBCH NLCH USCH RW-19 Kraftbrewd's Blossi At Heimsenda
BOS, besta tík tegundar: ISJUCH Alcazar Dream (FCI) Antalya
Besti ungliði tegundar: Víðigerðis Kristalnótt
BOB baby 4-6 mánaða: Heimsenda Rosa Brattur
BOS baby 4-6 mánaða: Heimsenda Á Bending
Nánari úrslit og umsagnir má finna hér:
https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/190343/search?raid=3420
Úrslit sunnudags:
BOB, besti hundur í tegundahópi 1, BEST IN SHOW: GBCH NLCH USCH RW-19 Kraftbrewd's Blossi At Heimsenda
BOS, besta tík tegundar: ISJUCH Alcazar Dream (FCI) Antalya
Besti ungliði tegundar: Víðigerðis Kristalnótt
BOB baby 4-6 mánaða: Heimsenda Á Bending
BOS baby 4-6 mánaða: Heimsenda Rosa Brattur
Nánari úrslit og umsagnir má finna hér:
https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/190344/search?raid=3420
Undanfarið hefur verið unnið að gerð nýrrar vefsíðu fyrir ástralska fjárhunda og hefur hún nú litið dagsins ljós.
Efni síðunnar er þó enn í vinnslu og væri gott að fá ábendingar um villur eða það sem mætti betur fara t.a.m. hvort að allar upplýsingar á síðum hunda séu réttar.
Best væri að fá ábendingar í tölvupósti á netfangið aussiehrfi@gmail.com
Eigendur eru sérstaklega beðnir um að láta vita ef þeir vilja leyfa birtingu nafns síns undir eigenda á upplýsingasíðu hunda sinna.