Við heitum Svava Björk og Kristmundur Anton og búum í Víðigerði, Mosfellsdal, ásamt börnum okkar, hundum, hestum, kisum og hænum.
Við ræktum ástralska fjárhunda undir ræktunarnafninu Víðigerðis og fluttum við inn okkar fyrsta aussie árið 2014. Okkar fyrsta got var fætt okkur í mars 2017.
Við leitumst við að rækta skapgóða og fallega hunda með heilbrigði og fjölhæfni að leiðarljósi. Tegundatýpíska hunda sem eru jafnfærir um að skína í þeirri vinnu sem þeim er ætluð, í sýningarhringnum, í fjallgöngu eða bara í sófanum með fjölskyldunni.
Ræktunarnafn: Víðigerðis
Ræktandi: Svava Björk Ásgeirsdóttir & Kristmundur Anton Jónasson
Heimasíða: https//www.vidigerdis.com/
Facebook síða: https://www.facebook.com/vidigerdis
Instagram síða: https://www.instagram.com/vidigerdisaussies_/
Netfang: vidigerdis@gmail.com
Sími: 899 5303