LOK1126 - Lokaverkefni
Hugsanlega gagnlegir tenglar
Ég nota Zotero sem heimildaskráningarforrit
ICES - alþjóða hafrannsóknaráðið
Hvar.is. Þarna má finna ókeypis aðgang að fjölmörgum tímaritum
Hérna er svo listi yfir helstu tímarit sem tengjast hafinu.
Hafrannsóknastofnunu, leit að ritum eftir sérfræðinga.
Matís, leit að ritum eftir sérfræðinga
Hugmyndir
Hér að neðan eru nokkra hugmyndir af lokaverkefnum. Athugið að þetta eru lokaverkefni tengd mínu áherslusviðum. Við viðskipta- og raunvísindadeild HA eru margirsérfræðingar um hin fjölmörgu svið sjávarútvegfræða. Ræðið endilega við þá ef hugur ykkar liggur annað. Við hvetjum nemendur einnig eindregið til að leita verkefna í samstarfi við fyrirtæki.
Ýmislegt:
Veiðar á tegundum sem ekki eru lengur veiddar: Íslendingar hafa veitt ýmsar tegundir í gegnum tíðina, bæði hér við land og erlendis sem ekki eru veiddar. Hvað getum við lært af þessu, af hverju var veiðum hætt? Er möguleiki á að gera þetta aftur með nýrri tækni. Viðtöl við þá sem tóku þátt. Ekki láta þekkinguna tapast.
Aflatengsl: Hvaða tegundir tengjast í afla. T.d. með hvaða tegund og veiðiaðferð veiðist gulllax oftast sem meðafli, eða skötuselur? Hægt að nota til að meta brottkast á viðkomandi tegund.
MSC mat: Nú skiptir sífelt meira máli að fiskistofnar fái svona stimpil, þetta er nokkurskonar umhverfismat í sjó. Hér eru veiðar sem vottaðar hafa veriðmeð MSC. Hér eru fiskveiðar vottaðar af Iceland Resonsible fisheries. Gerð svona úttekt á stofni sem ekki hefur enn verið vottaður, t.d. langa, keila, blálanga, gullax, hlýri, grálúða.
Beita og beitunotkun: Mikið af gögnum er til hjá Hafró í afladagbókum sem ekkert hefur verið unnið úr. Hvaða beita er notuð til að veiða hvaða fisktegund. Er þetta mismunandi eftir landsvæðum og árstíðum. Hvert er magn beitu á móti veiddu magni. Samstarfsaðili Iceland sustainable fisheries.
Meðafli: Hvað gera sjómenn til að forðast meðafla, sérstaklega á netaveiðum. Erlendis hefur verið prófað ýmislega s.s. ljós, veifur o.fl. til að forða því að fuglar festist í netunum. Hefur eitthvað verið prófað hér á landi? Eins til að forða sel og öðrum sjávarspendýrum að koma í netin. Umhverfisverndar samtök þyrstir í upplýsingar um þetta. Samstarfsaðili Iceland sustainable fisheries.
Þorskígildi: Þetta er skemmtilegt consept þar sem gjaldmiðilinn er ekki króna, dollar eða bitcoin heldur .þorskur. Hugmyndin er að meta verðmæti annara mikilvægra nytjategund í heiminum í þorskígildum. Út frá þessu mætti meta verðmæti heimsafla í þorskígildum.
Svifþörungar: Rannveig hefur verið að vinna með þetta
Botnþörungar:
Hryggleysingjar:
Smokkfiskar: Það vantar eitthvað um þá, væri hægt að markaðssetja þá sem condom fish?
Rauðáta: Ætli sé hægt að nýta hana hér við land, hvað eru Norðmenn að gera? Eru þær ekki rosa hollar?
Ljósáta: Ætli sé hægt að nýta hana hér við land, hvað eru Norðmenn að gera? Hvað er að gerast í suðurhöfum?
Rækja: Framboð (veiðar) og eftirspurn (verð) á kaldsjávarrækju (Pandalus borealis) í heiminum. Samkeppni við hlýsjávarrækju.
Krabbar: Einhverskonar heildaryfirlit vantar yfir krabbaveiðar og krabbamarkaði í heiminum.
Marglyttur: Er hægt að nýta marglyttur við Ísland
Uppsjávarfiskar:
Perúansjósa: OK, þetta er ekki Íslenskur fiskur. En þetta er mest veiddi fiskur í heimi. Hvernig er staðan, er ekki El Nino núna að hafa mikil áhrif á hana. Hvað gerist með loðnumjölið?
Brislingur: Hér hefur hann bara fundist sem sjaldgæfur gestur og í dósum dulbúinn sem sardína. En gæti hann borist hingað ef hlýnar. Mikið veitt af honum í Norðursjó.
Botnfiskar:
Holdastuðull þorska á Íslandsmiðum, er munur á milli staða og árstíða. Skiptir máli fyrir vélar sem vinna fisk, sérstaklega um borð í skipum.
Alaskaufsi: Næstmest veiddi fiskur í heimi. Er hægt að fá einhverjar upplýsingar um verðmæti afla og breytingar í gegnum tíðina. Hvernig hefur stofninn sveilast og hefur það haft áhrif á verð á frosnum fiski?
Alaskaufsi: Ef hann mundi berast til Íslands (ef ísinn á Norðurskautinu fer) mundi hann þá geta þrifist hér?
Hlýnun og botnfiskar: Með hlýnun hefur ýmsum botnfiskum verið að fjölga hér. Sumir þeirra eru afar verðmætir, dæmi stóri bramafiskur, stóra brosma og pétursfiskur. Það þarf að gera úttekt á þessu.
Djúpfiskar: Hér eru nokkrar tegundir sem smávegis hefur verið veitt af en afar ómarkvisst, t.d. búrfiskur, stinglax, langhalar og nokkrar háfategundir. Sumir þetta eru afar veðmætir, en kanski best að láta þá vera því djúpfiskar vaxa hægt og geta því verið viðkvæmir fyrir veiðum. Það þarf greinilega að greina þetta.
Hrognkelsi: Það vantar eithvað um það, markaðir, nýjar afurðir, heimsafli ofl.
Flatfiskar: Heimsafli og verðmæti. Sumar tegundir eru afar verðmætar (flúrur, lúður og hverfur) aðrar verðlitlar.
Búrfiskurinn: Hvað varð um hann?
Sjávarspendýr:
MSc vottun á hvalveiðar
Lokaverkefni nemenda
Nemendur deildarinnar ljúka námi sínu með einnar annar verkefni, oftast í nánu samstarfi við fyrirtæki. Hér að neðan má sjá lokaverkefni nemenda síðan 1994, hægt er að nálgast verkefni frá því eftir 2002 í Skemmunni eða með því að smella á nafn verkefnis hér að neðan.
2001 Aflameðferð dagróðrabáta : bætt meðferð, betra hráefni Birkir Hrannar Hjálmarsson
2001 Þorskseiðaeldi : mat á stofnkostnaði og arðsemi þorskseiðaeldisstöðvar Björgvin Harri Bjarnason
2001 Viðskipti Dana með kaldsjávarrækju : pandalus borealis Elvar Árni Lund
2001 Arðsemismat á þorskeldisstöð Erlendur Steinar Friðriksson
2001 Áhrif pæklunartíma á nýtingu saltfisks Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir
2001 Alþjóðlegur hlutabréfamarkaður fyrir sjávarútvegs- og fiskeldisfyrirtæki Halldór Ragnar Gíslason
2001 Stjórnun á gjaldmiðlatengdri áhættu í rekstri sjávarútvegsfyrirtækis Óttar Már Ingvason
2000 Pökkun á lambakjöti til útflutnings Arinbjörn Þórarinsson
2000 Upplýsingatækni í sjávarútvegi : notkun RFID tækni Birgir Gunnarsson
2000 Hermun á flæðilínu með Simul8 Björn Steingrímsson
2000 Stefnumótun : Jökull ehf Fjölnir Þór Árnason
2000 Hagvöxtur til hafs : Svalbakur ÞH 6 Heiðar Jónsson
2000 Verkþáttagreining í fiskvinnslu : unnið í samstarfi við Marel Jóhannes Helgi E. Levy
2000 Vinnslustöðin hf. : saltfiskverkun Magnús Sigurðsson
2000 Hráefnisverð í rækjuvinnslu : mat á áhrifaþáttum Magnús Ingi Bæringsson
2000 Geymsla ferskra þorskhrogna : geymsluþol og varmafræðilegir eiginleikar Sigurþór Smári Einarsson
1999 Gildruveiðar á humri Jónas Rúnar Viðarsson
1999 Kolmunnaveiðar Magnús Halldór Karlsson
1999 Áhættuþættir í rekstri sjávarútvegsfyrirtækis Rúnar Þór Sigursteinsson
1999 Ástand öryggismála í íslenskum fiskiskipum 1986 - 1996 : fátækur metnaður, miklir hagsmunir Svavar Guðmundsson
1998 Virk pökkun á brauði Axel Eyfjörð Friðriksson
1998 Skipulagning birgðastöðvar : hönnun og val á vinnsluferli Björgvin Gestsson
1998 Slippstöðin hf. : greining framtíðarumhverfis Björn Fannar Hjálmarsson
1998 Fullþurrkun á loðnuhæng Brynjar Viggósson
1998 Fiskimjölsmarkaðurinn : framboð, eftirspurn og verðþróun fram á árið 2000 Börkur Árnason
1998 Markaðsstaða skelflettrar kaldsjávarrækju Friðrik Már Þorsteinsson
1998 Veiðar, vinnsla og markaðssetning : greining á möguleikum fyrirtækjanna J. Hinriksson og Netagerð Vestfjarða við Kyrrahafsströnd Mexíkó Gísli Héðinsson
1998 Flutningur aflaheimilda 1991 - 1997 : aukin hagkvæmni í útgerð fiskiskipa Guðmundur Kristmundsson
1998 Mótun smárækju og rækjubrota Halldór G. Ólafsson
1998 Efnavinnsla úr rækjuúrgangi Hannes Hrafn Haraldsson
1998 Hólmadrangur hf. : upplýsingaþörf stjórnenda rækjuvinnslu Hannes Kristjánsson
1998 Fjárfestingar í sjávarútvegi : fjármunaeign og hagur atvinnugreina Ingibjörg Eiríksdóttir
1998 Ísfélag Vestmannaeyja hf. : greining Ingvar Eyfjörð Jónsson
1998 Gæðamat saltfiskafurða Jóhann Ófeigsson
1998 Þýski síldarmarkaðurinn : sóknarfæri? Jón Kjartan Jónsson
1998 Kæling uppsjávarafla : notkun ísþykknis Jörgen Wolfram Gunnarsson
1998 Fullvinnsla þorskmarnings Magnús G. Magnússon
1998 Prófun á tvískiptri rækjuvörpu og flotvörpuhlerum við rækjuveiðar Ólafur Arnar Ingólfsson
1998 Gæðakerfi í formi hugbúnaðar Róbert Gíslason
1998 Surimi : draumur eða veruleiki? Sindri Karl Sigurðsson
1998 Árangursmat í sjávarútvegsfyrirtæki : upplýsingar til framleiðniaukningar Sturlaugur Haraldsson
1998 Vinnsla á tvífrysum fiski : þíðing og íblöndunarefni Una Ýr Jörundsdóttir
1997 Lausfrysting og bitavinnsla á sjó : Sléttbakur EA 304 Arne Vagn Olsen
1997 Útgerð Einar Már Guðmundsson MSC verkefni
2015 Evaluation of entrance into new markets : case of Norwegian aquacultureBjarni Eiríksson
2014 Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará Erlendur Steinar Friðriksson
2012 Quantitative microbiological risk assessment of L. monocytogenes in Blue mussel (Mytilus edulis) Murad Muffy
2011 Occurrence of different persistent organic pollutants in Atlantic cod (Gadus morhua L.) in Icelandic waters Vordís Baldursdóttir
2011 Management and utilization of Green Sea Urchin (Strongylocentrotus droebachiensis) in Eyjafjörður, Northern Iceland Halldór Pétur Ásbjörnsson
2010 “Rapid” (alternative) methods for evaluation of fish freshness and qualityLillian Chebet
2010 Effect of ozonized water and ozonized Ice on quality and shelf life of fresh cod (Gadus morhua) Guðný Júlíana Jóhannsdóttir
2010 Relative expression of selected immune related genes in larvae of Atlantic cod (Gadus morhua L.) Eydís Elva Þórarinsdóttir
2009 Feasibility of ranching coastal cod in Northwest Iceland Jón Eðvald Halldórsson
2009 Replacing fish oil in Arctic charr diets : effect on growth, feed utilization and product quality Bjarni Jónasson
2009 The effects of cold cathode lights on growth of juvenile Atlantic cod (Gadus morhua L.): use of IGF-I as an indicator of growth Guðbjörg Stella Árnadóttir
2008 Effect og bioactive products on innate immunity and development of Atlantic halibut (Hippoglossus hippoglossus L.) larvae Rut Hermannsdóttir
2008 The effects of temperature in growth of the Atlantic cod (Gadus morhua)Tómas Árnason
2007 Bioprospecting for antimicrobial activity at the hydrothermal vent site in Eyjafjörður Arnheiður Eyþórsdóttir
2006 Notkun bætibaktería til stýringar örveruflóru fyrir og eftir klak lúðulirfaHildigunnur Rut Jónsdóttir
2002 Mortality and injuries of haddock, cod and saithe escaping throught trawl meshes and sorting grids ÓIafur Arnar Ingólfsson
Sumarverkefni
2010 Sæbjúgnaveiðar á Íslandi Eyrún Elva Marinósdóttir
2010 Veiðar, vinnsla og markaðir fyrir krabba við ísland Halldór Pétur Ásbjörnsson
2010 Brynstirtla, veiðar, vinnsluaðferðir og markaðir Jón Benedikt Gíslason
2010 Hættum að henda? Bjarni Eiríksson