Námsráðgjafi - Hafdís

Nemendur og foreldrar geta haft samband við ráðgjafa og fengið viðtal.

Best er að senda póst á hafdis@siduskoli.is. Ég hef þá samband hvort sem það er skriflega, í mynd eða síma. Einnig mun ég reyna að hafa samband við þá sem nú þegar eru á lista hjá mér.

Inn á þessa síðu mun auk þess koma ýmis fróðleikur tengdur námi og heilsu.

Með bestu kveðju

Hafdís María ráðgjafi

Hafdís María

Hvernig hægt er að bæta svefnin?

  1. Ekki orkudrykki eftir klukkan 15 á daginn

  2. Hafðu hljóðlátt, dimmt og 15-24 gráðu heitt í herberginu

  3. Gerðu það sama 60 mín fyrir svefn (fara í bað, lesa, slökun...)

  4. Farðu að sofa þegar þú verður þreyttur (ekki fara í síman, tölvu eða sjónvarp ef þú sofnar ekki strax)

  5. Ekki hugsa um klukkuna ef þú ert andvaka eða vaknar um miðja nótt

  6. Nýttu byrtu sólahringsins (dragðu frá gluggum og vertu úti þegar er bjart)

  7. Farðu að sofa og vaknaðu á sömu tímum (líka um helgar)

  8. Ef þú vilt leggja þig gerðu það fyrir klukkan 17 og ekki lengur en í 20 mín.

  9. Ekki borða þungan mat rétt fyrir svefn

  10. Mundu að drekka vatn yfir daginn (þá vaknar þú ekki til að drekka)

  11. Kláraðu æfingu/líkamsrægt 3 tímum fyrir svefn ef þú getur

  12. Farðu eftir þessum leiðbeiningum (ekki bara stundum og ekki bara einni)

Hvað finnst mér gaman að gera og hvað get ég gert núna?

Spila, horfa á sjónvarp, vera í símanum, lesa, tala við vinina, vinna, æfa, læra, taka til, gera góðverk, hanga, .....

Það er hægt að gera margt af þessu en þá þó það sé heimaskóli eða ekki æfingar.

Breyttu því sem þú ert vanur/vön að gera.

Það er hægt að hitta vini á samfélagsmiðlum, vera góður við ættingja eða hringja í þá.

Farðu á æfingar það má fara út að skokka og gerðu svo æfingar úti í garði eða inni.

Takið bekkjarhitting eða leik í Among us eða öðrum leikjum.

Kláraðu fyrst það sem þú þarft að gera í dag og gerðu svo það sem er skemmtilegt.

Hér fyrir neðan koma ýmsar leiðbeiningar og skýringar á tilfinningum og hvernig hægt er að ná tökum á þeim

Að ná tökum á tilfinningum

Í þessu myndbandi er farið yfir hvernig HAM virtkar til þess að ná tökum á tilfinningum. Þetta er stutt kynning en margt hægt að læra af henni.

Kvíði

Hér er flott myndband sem útskýrir á einfaldan hátt hvernig kvíði virkar. Kvíði er nefnilega góður í smá skömmtum. Um leið og við vitum hvað kvíði er og hvernig hann virkar þá er auðveldara að hemja hann.

Öndunaræfingar

Góð leið til þess að ná slökun og betri svefni er að gera öndunaræfingar. Hér til hliðar er ein slík. Það eru til margar fleiri eins og:

4 - 6: andað inn á meðan talið er upp að fjórum og út á sex

Kassaöndun: andað inn, andanum haldið, andað út, andanum haldið og endurtekið. Sami tími í hvert skref.

Virkni er mótefni við depurð

Þegar við erum döpur eða þunglynd verðum við oft óvirk eða gerum allt hægt. Með því að virkja okkur og gera líka eitthvað sem okkur þykir gaman þá getum við unnið á mótidepurð og þunglyndi.