Hvað má og hvað ekki?

Skýjaþjónustur á borð við Google Workspace skólaumhverfið bjóða upp á gríðarlega góð og fjölbreytt verkfæri til að efla verkefnavinnu nemenda. 

Varast skal að skjöl eða gögn með viðkvæmar upplýsingar verði geymd í Google Workspace. 

Sérstaklega er bent á að lokaeinkunnir eru dæmi um persónuupplýsingar sem geta verið viðkvæms eðlis þrátt fyrir að þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar. Lokaeinkunnir skulu því ekki settar í Google Workspace skólaumhverfið en leyfilegt er að veita endurgjöf, umsögn eða leiðbeiningar um hvað mætti betur fara. 

Leyfileg gögn

Eftirfarandi gögn hafa verið rýnd og leyfð til vistunar í Google skólaumhverfinu: 

Leyfilegt er að setja inn leiðsögn/endurgjöf og/eða leiðbeiningar á verkefnaskil. Ekki er leyfilegt að setja inn lokaeinkunnir nemenda s.s. lokamat og/eða samantektarlista. Kennarar skulu gæta þess að vista eingöngu skjöl er varða verkefnavinnu nemenda á skýinu og gæta þess að vista þau á réttum stöðum.

Nemendum er óheimilt að veita Google endurgjöf, „feedback“. Það á við hvort heldur sem ef birtast um það boð eða að nýttir séu möguleikar kerfisins til að gefa endurgjöf, „feedback“.

Óleyfileg gögn 

Eftirtalin gögn má ekki vista í Google skólaumhverfinu

Kennarar geta gefið almennt mat á verkefni í skýjalausn en lokaeinkunnir skal vista í námsumsjónarkerfum s.s. InfoMentor og Námfús, sem eru í notkun skóla.

 

Hvað verður um gögnin?

Nemendur og kennarar eiga sín gögn sem eru vistuð í skólaumhverfinu. Verkefni nemenda eru varðveitt fram til loka skólaárs nema um sé að ræða gögn sem orðið hafa til við verkefnamiðað nám sem nemendur þurfa að hafa aðgang að til lengri tíma til að tileinka sér þekkingu, skilning og lykilhæfni í rannsóknarvinnu. Í lok hvers skólastigs verður að auki framkvæmd miðlæg eyðing/hreinsun úr gagnageymslum Google - nemendakerfisins. Áður en af því verður fá nemendur/forsjáraðilar tækifæri til að vista verkefni utan Google nemendakerfisins. 

Þegar nemandi hættir í skóla í Reykjavík er honum veittur kostur á að taka afrit af gögnum sínum og hefur þá 30 daga til afritunar áður en aðgangi hans er læst og svo eytt að 90 dögum liðnum. Hluti gagnanna kann að vera skilaskildur til Þjóðskjalasafns skv. lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. En öðrum gögnum verður gengið frá skv. leiðbeiningum um skjalavörslu grunnskóla Reykjavíkurborgar.