Mixtúra, sköpunar- og tækniver skóla og frístundasviðs býður upp á fjölbreyttar vinnustofur sérsniðnar eftir óskum og þörfum hvers starfsstaðar hvort sem er í Mixtúru eða á starfsstað. Fjölbreytt fræðsluefni hefur verið útbúið fyrir kennara, nemendur og foreldra. Auk þess hafa UT tengiliðir samstarf sín á milli.
Í fræðslu SFS er sérstök áhersla lögð á:
Stafræna borgarvitund og ábyrga netnotkun
Deilingu gagna - betra að deila skjölum en senda þau sem viðhengi í pósti
Reglur um rétta notkun Google Workspace for Education kerfis SFS
Lykilorðareglur Reykjavíkurborgar
Kynningu á handbókinni Google Workspace for Education
Hvernig á að haga samskiptum