Viðtöl - greinar

Viðtal við Höllu myndmenntakennara:

Hvað eru þið að gera á þessari stöð?

Heyrðu hér er margt í boði! Það er slönguspil þar sem er verið að vinna með réttindi barna, ef þú lendir á ákveðnum reit þá þarftu að svara ákveðnum spurningum. Síðan er verið að búa til stór plaköt með allskonar merkjum eins og friður, pride og trúarbrögð. Síðan er verið að gera það sama nema í minna formi, svona hjarta formi, bæði fána og fána hinsegin samfélagsins. Svo er mósaík verkefni þar sem þau skrifa á miða og forma í Unicef merkið.

Þannig þessi stöð einblínir mikið á barnasáttmálann?

Já, sem og allar hinar stöðvarnar gera í dag og á morgun.



Viðtal við Jóhann Val og Frosta í 9. bekk:

Hvað eru þið að gera á þessari stöð?

Báðir: Barnaréttinda slönguspil.

Hvað er það skemmtilegasta sem þið gerið í skólanum?

Jóhann: Enska er skopleg.

Frosti: Nát/sam tímarnir.

Hvað finnst ykkur um þemadagana?

Jóhann: Ég get verið napur með að fá ekki að læra.

Frosti: Þetta er bara alveg æskilegt.

Hvernig finnst ykkur að vinna með svona litlum krökkum?

Jóhann: Það er nú bara skoplegt.

Eru þið að fylgjast eitthvað með barnasáttmálanum og Unicef?

Jóhann: Nei en kannski breyta þema dagarnir því eitthvað.

Viðtal við nemendur


Hvað heitið þið og hvaða bekk eruð þið í?

Aníta, Snædís, Magda, Ísabella, Jóhanna og Þrúður. Við erum allar í níunda bekk.


Hvað eruð þið að gera á þessari stöð?

Lita og mála fána og allskonar merki sem tengjast mannréttindum.


Vitið þið hvað UNICEF er?

Já. Það eru góðgerðarsamtök og samtök fyrir mannréttindi.


Vitið þið muninn á réttindum og forréttindum?

Já. Forréttindi er eitthvað sem þú þarft ekkert endilega, en réttindi er eitthvað sem þú þarft og átt rétt á.


Finnst þér gaman á þessari stöð

Já alveg fínt.



Viðtal við Paulu


Hvað heitir þú og hvað er starf þitt sem kennari hérna í skólanum?

Ég heiti Paula María Pálsdóttir og ég er umsjónarkennari í 4 og 5 bekk.


Getur þú sagt okkur eitthvað um UNICEF?

Það tilheyrir barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og flest öll lönd eru aðildar ríkin UNICEF.

Hvers vegna viljum við verða rèttindaskóli?

Svo börn og starfsmenn skólans læri á réttindi barnanna.


Hvað er munurinn á réttindum og forréttindum?

Forréttindi er eitthvað sem við fáum og réttindi er eitthvað sem við eigum rétt á.


Hvað er verið að gera á þinni stöð?

Við erum að teikna fána þjóðríkjanna okkar.


Myndir þú tattooa Barnasáttmálann á þig?

Nei það held ég ekki.


Finnst þér gaman í vinnunni þinni?


Takk fyrir að tala við okkur


Viðtal við nemendur


Hvað heitið þið og hvaða bekk eruð þið í?

Ragnhildur, Anna og Kristín í 4.bekk, Júlía í 3.bekk og Tinna 5.bekk.


Hvað eru þið að gera á þessari stöð?

Við erum að lita danska, íslenska og tékkneska fánann og klippa þá svo í hjarta.


Vitið þið hvað UNICEF er?

Já, við vitum það.


Vitið þið muninn á réttindum og forréttindum ?

Já.


Finnst ykkur gaman á þessari stöð?

Já, mjög gaman.


Viðtal við Þórey íþróttakennara

Hvað heitir þú?


Þórey Sjöfn Sigurðardóttir


Hvaða fag kennir þú?


Ég kenni íþróttir


Hvað ertu búin að vinna lengi í Naustaskóla?


Þetta er 11. árið mitt.


Hvaða landi heldurðu með á HM?


Hollandi


Hvernig finnst þér þemadagarnir búnir að ganga?


Súper fram að þessu!


Hvernig bíl keyrirðu?


Audi Q7


Hvaða stöð ertu með núna?


Gaga Ball!



Viðtal við Daníelu íþróttakennara


Hvað ertu búin að vinna lengi í skólanum?


3 mánuði


Hvaða land heldurðu með á HM?


Danmörku


Hvernig er búið að ganga á þemadögunum?


Mjög vel, þetta er búið að vera mjög gaman


Hvernig bíl keyrirðu?


Golf



Viðtal við Örnu Ýr kennara á miðstigi:

Hvaða bekk kennir þú?

7. bekk.

Hvaða námsgreinar kennirðu?

Allar námsgreinar nema ensku.

Hvað borðarðu í morgunmat?

Boost.

Hversu lengi ertu búin að vinna í Naustaskóla?

4 ár.

Hvað er skemmtilegast að kenna?

Dönsku.

Hvað borðarðu vanalega um jólin?

Svína hamborgarhrygg.

Hvernig bíl keyrirðu?

Skoda octavia

Hvað er uppáhalds lagið þitt?

Ástrós með Bubba.


Viðtal við Margréti deildarstjóra

Hæ hvað heitir þú og hvað gerir þú í skólanum?

Ég heiti Margrét Rún Karlsdóttir og er deildarstjóri


Hvað er markmiðið með þemadögunum?

Markmiðið með þemadögunum er að börnin kynnist barnasáttmálanum


Afhverju þurfum við að læra um barnasáttmálann?

Af því að þið þurfið að vita um ykkar réttindi


Afhverju er barnasáttmálinn svona mikilvægur?

Nú af því að öll börn eiga réttindi vissulega og þá er það auðvitað mikilvægt að það sé ekki traðkað á þeim.


Afhverju byrjaðir þú að vinna í Naustaskóla?

Mig langaði til þess að breyta til


Hvernig finnst þér að vinna í Naustaskóla?

Mér finnst það frábært

Viðtal við nemendur

Hvað heiti þið og í hvaða bekk eru þið?

Emilía í 1. bekk og Auður í 6. bekk


Er búið að vera gaman á þemadögunum?


Afhverju haldi þið að við þurfum að læra um barnasáttmálann?

við vitum það ekki


Hvað eru þið að gera á stöðinni sem þið eruð á núna?

Við erum að mála


Hvað er uppáhaldsmaturinn ykkar?

Emilía: Grjónagrautur með slátri

Auður: ég veit það ekki


Hver er uppáhalds kennarinn ykkar?

Emilía: Sigga

Auður: Harpa



Viðtal við nemendur

Hvað heiti þið og í hvaða bekk eru þið?

Ísabel í 3. bekk og Sólrún í 3. bekk


Er búið að vera gaman á þemadögunum?


Afhverju haldi þið að við þurfum að læra um barnasáttmálann?

Við vitum það ekki


Hvað eru þið að gera á stöðinni sem þið eruð á núna?

Lita og fara í íþróttasalinn


Hvað er uppáhaldsmaturinn ykkar?

Pizza


Viðtal við nemendur

Hvað heitir þú og í hvaða bekk ert þú?

Þórunn í 10. bekk


Er búið að vera gaman á þemadögunum?

Það er búið að vera áhugavert en já gaman


Afhverju heldur þú að við þurfum að læra um barnasáttmálann?

Pinu svona því að þetta er barnasáttmálaskóli sem á að fræða krakka um barnasáttmálann


Hvað ert þú að gera á stöðinni sem þú ert á núna?

Akkúrat núna er ég að teikna með litlu krökkunum og svo var ég að taka könnun um svefn


Hvað er uppáhaldsmaturinn þinn?

Pönnusteikt pizza á Dominos


Viðtal við nemendur


Hvað heiti þið og í hvaða bekk eru þið?

Sara í 10. bekk og Viktor Orri í 10. bekk


Er búið að vera gaman á þemadögunum?

Sara: svakalega gaman

Viktor: þetta er bara búið að vera geggjað


Afhverju haldi þið að við þurfum að læra um barnasáttmálann?

Sara: Bara svona til að þekkja hann og geta frætt annað fólk um hann

Viktor: já ég er bara sammála henni bara vita um hann


Hvað eru þið að gera á stöðinni sem þið eruð á núna?

Sara: ég var að gera stafi fyrir krossglímu

Viktor: ég varvað teikna skóla sem var mjög gaman og síðan var ég að skrifa orð og það var ekki mjög gaman


Hvað er uppáhaldsmaturinn ykkar?

Sara: alltof mikið en ef þyrfti að velja þá væru það franskar


Hver er uppáhalds kennarinn ykkar?

Sara: ég ætla ekki að móðga neinn

Viktor: allir kennararnir eru geggjaðir ég elska ykkur öll



Viðtal við nemendur

Hvað heitir þú og í hvaða bekk ert þú?

Michael Hákon í 3. bekk


Er búið að vera gaman á þemadögunum?


Afhverju heldur þú að við þurfum að læra um barnasáttmálann?

Ég veit það ekki


Hvað ert þú að gera á stöðinni sem þú ert á núna?

Ég er að teikna skóla og þau líma það á kalla og ég er líka að gera fingafar


Hvað er uppáhaldsmaturinn þinn?

Pizza

Viðtal við nemendur

Hvað heiti þið og í hvaða bekk eru þið?

Klara í 10. bekk og Naomí í 10. bekk


Er búið að vera gaman á þemadögunum?

Klara: já mjög gaman

Naomí: ja mér finnst það


Afhverju haldi þið að við þurfum að læra um barnasáttmálann?

Klara: til þess að við vitum réttindi barna

Naomí: já bara svo að við skiljum réttindin okkar betur


Hvað eru þið að gera á stöðinni sem þið eruð á núna?

Klara: við erum að teikna fána frá löndum sem við komum frá

Naomí: já við erum að gera það


Hvað er uppáhaldsmaturinn ykkar?

Klara: Sushi

Naomí: ég myndi líka segja Sushi