Könnun á svefni, skjánotkun og hreyfingu

Grein númer 24 í barnasáttmálanum fjallar um heilsuvernd. Öll börn eiga rétt á bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á, hreinu drykkjarvatni, hollum mat og hreinu og öruggu umhverfi. Allir eiga að fá upplýsingar um hvernig sé hægt að lifa öruggu og heilbrigðu lífi.

Á einni stöð á þemadögunum svöruðu nemendur könnun um svefn, hreyfingu og skjánotkun, þar sem góður svefn og hreyfing er undirstaða heilbrigðs lífernis.

Hægt er að sjá niðurstöðurnar hér fyrir neðan, skipt eftir aldursstigum.

Áhugavert er að sjá að nemendur virðast bæði sofa minna og fara lengra yfir viðmið um skjánotkun eftir því sem þau eldast. Þetta er eitthvað sem mikilvægt er fyrir foreldra að hafa í huga þar sem svefn er líka mikilvægur fyrir unglinga og óhófleg skjánotkun hefur greinileg neikvæð áhrif á bæði lengd og gæði svefns.

Niðurstöður frá yngsta stigi

Athugið að hér er átt við að skjánotkun sé 1-2 klst/3-4 klst/5-6 klst eða meira en 6 klst yfir viðmiðinu hér til hliðar.

Niðurstöður frá miðstigi

Athugið að hér er átt við að skjánotkun sé 1-2 klst/3-4 klst/5-6 klst eða meira en 6 klst yfir viðmiðinu hér til hliðar.

Niðurstöður frá unglingastigi

Athugið að hér er átt við að skjánotkun sé 1-2 klst/3-4 klst/5-6 klst eða meira en 6 klst yfir viðmiðinu hér til hliðar.