Melaskóli hefur fengið styrk til þess að taka þátt í samstarfsverkefni með grunnskóla í Tartu, Eistlandi. Styrkurinn er frá Nordplus Junior sem er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar sem er ætlað að styrkja norrænt samstarf auk samstarfs við Eystrasaltslöndin.
Skólinn sem við ætlum að fara í samstarf við heitir Tartu Raatuse Kool. Hann er eins og áður segir í borginni Tartu sem er inní miðju Eistlandi, um 180 km frá höfuðborginni Tallinn. Kool þýðir væntanlega „skóli“ og því getum við talað um Raatuse-skólann í Tartu. Verkefnið sem við ætlum að vinna með Eistlendingunum ber nafnið „Healthy Nutrition 2018-2019“ og fjallar eins og nafnið ber með sér um heilsurækt og næringu. Tungumálið sem notað er í verkefninu er enska og því er heiti þess á ensku. Í þessu verkefni sem tekur til þessa skólaárs og lýkur í vor, felst eftirfarandi:
1. Nemendur vinna verkefni í tímum sem tengjast viðfangsefninu og eru í rafrænum samskiptum við nemendur í Raatuse-skóla.
2. Kennarar fara í heimsókn til samstarfsskólans.
3. Nemendaheimsóknir.
Þriðji liðurinn er algjör nýbreytni hjá okkur í Melaskóla. Nemendum 5. bekkjar í Melaskóla geta sem sagt sótt um að taka þátt í verkefninu að gefnu leyfi og samþykki foreldra. Verði umsóknir fleiri en 25 þarf skólinn að velja þátttakendur til að taka þátt.
Nemendur þeir sem verða fyrir valinu fara í einnar viku námsferð til Eistlands. Þar fá þeir tækifæri til að heimsækja Raatuse-skóla og kynnast daglegu lífi eistneskra nemenda. Nemendum Melaskóla verður boðið að gista hjá nemendum skólans og fjölskyldum þeirra.
Fjölskyldur þeirra nemenda sem sækja um þátttöku í verkefninu og verða fyrir valinu skuldbinda sig um leið til þess að geta tekið við og hýst eistneska nemendur í eina viku þegar þeir koma til Íslands næsta vor.
Markmið verkefnisins er að læra:
* hvaðan maturinn okkar kemur
* heilbrigt mataræði
* að búa til uppskriftir
* að auka samfélagslega hæfni í samskiptum
* um matarsóun