Lestur og upplestur

Lestrarþjálfun - Hugmyndir

Hugmyndir að lestrarþjálfun.docx

Lestrarbókalisti mms

Læsisvefurinn

Hetjan mín ert þú er barnabók sem er skrifuð um COVID19 faraldurinn.

Rauði krossinn lét þýða bókina á íslensku og hún er ókeypis á netinu. Auk þess er hún til á fjölmörgum öðrum tungumálum og alltaf bætist í sarpinn.

Markmiðið með gerð bókarinnar var að foreldrar eða aðrir sem starfa með eða sinna börnum fái tól til þess að ræða við börn um ástandið sem nú ríkir.

Hetjan mín ert þú er bók sem ætti helst að vera lesin af foreldri (eða kennara eða öðrum umönnunaraðila barna) fyrir barn eða lítinn barnahóp. Ekki er mælt með því að börn lesi bókina án stuðnings foreldra.

Upplestur - hlustun -

Ný saga frá IBBY á degi barnabókarinnar 2. apríl.Á fimmtudaginn verður hin árlega sögustund í útvarpinu á Rás 1. Lesturinn hefst klukkan 9:05. Sagan heitir Haugurinn og er eftir Gunnar Theodór Eggertsson. Það væri gaman að sem flestir myndu hlusta. Verkefni með sögunni er að finna hér:

Hér er slóð á upplestur sögunnar: https://www.ruv.is/utvarp/spila/segdu-mer/24558/7hqb9r

Heimsmet í lestri er verkefni sem hvetur börn og fullorðna til að nýta tímann til lesturs. Hægt er að skrá lesturinn á vefsíðunni timitiladlesa.is og fylgjast með öðrum lesendum og rithöfundum, sjá heildar fjölda mínútna sem hafa verið lesnar af þeim sem hafa skráð sig til leiks og þann fjölda mínútna sem þú hefur lesið.

Ævar vísindamaður les smásögu: Pissupása er saga um samskipti, segir Ævar. „Hún er um það að við eigum að stoppa stundum, hlusta aðeins og vera tilbúin til að sætta okkur við að stundum neyðumst við til að læra eitthvað nýtt. Og það er bara gott.“


Upplestur úr bókinni Stormsker:
Birkir Blær Ingólfsson les eigin sögu, sem fékk Íslensku barnabókaverðlaunin 2018.

Ævar Vísindamaður les daglega upp úr Risaeðlur í Reykjavík og myndböndin eru líka aðgengileg eftir á á síðunni hans.

Blöndukútur í Sorpu eftir Þórarinn Eldjárn og var flutt á degi barnabókarinnar árið 2014. Sögumaður: Þórarinn Eldjár

Gunnar Helgason les upp úr sögu sinni „Lakkrís — eða glæpur og refsing“ og er skrifuð fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-16 ára. Sagan er sjálfsævisöguleg og byggir á neyðarlegu atviki sem Gunnar sjálfur lenti í.

Hér er hægt að hlusta á Disney bækur og gera skemmtileg verkefni þeim tengdum.

Upplestur úr bókinni Bíttu á jaxlinn Binna mín.

Sögur skrifaðar af börnum fyrir börn. Þær eru hluti af samstarfsverkefni sem Menntamálastofnun, KrakkaRÚV og Sögur – samtök um barnamenningu standa fyrir.

Útgáfan Óðinsauga er með fríar stærðfræðiþrautir og aðgang að léttlestrarbókinni Kisi fugl á facebooksíðu sinni.
Hér er svo hægt að finna verkefni með Kisi fugl

Umferðarvefurinn, bækurnar um Krakkana í Kátugötu eru heppilegar til að æfa lestur. Hér er hægt að lesa, hlusta og svara spurningum.

Hér er hægt að lesa góðar lestrarbækur í tölvunni og finna verkefni með þeim.

Á hlusta.is er að finna mikið af sögum og ævintýrum.