Regluleg hreyfing er besta leiðin til að halda andlegri og líkamlegri heilsu. Hreyfing minnkar streitu, bætir almennt skap okkar, svefn og sjálfstraust. Hún hefur góð áhrif á heilann, eykur einbeitingu og þess vegna er gott að hreyfa sig reglulega á milli verkefna.
Á hreyfispjöldunum eru hugmyndir sem hægt er að velja um. Við mælum með hreyfingu að minnsta kosti þrisvar til fjórum sinnum í viku. Á hverjum degi er hægt að velja um tvö mismunandi verkefni.
Góða skemmtun og gangi ykkur vel.
Lazy Monster er bæði hægt að finna sem myndbönd á youtube og app í spjaldtölvur eða snjallsíma