Hér að neðan má sjá þau atriði sem eiga sérstaklega við um yngri árganga skólans.
Í Kópavogsskóla tölum við um að 1.- 4. bekkur sé á yngsta stigi og 5. - 6. bekkur á miðstigi
Hér er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir nemendur og foreldra.
Heimanám
Að öllu jöfnu skal heimanám vera komið inn á Mentor fyrir kl. 16:00 á fimmtudegi fyrir vikuna sem á eftir kemur. Heimanám er unnið í samvinnu við foreldra en gert ráð fyrir því að heimalestri sé sinnt a.m.k. 5x í viku 15 mínútur í senn.
Fyrirspurnum um heimanám skal beina beint til umsjónarkennara og mælumst við til þess að senda tölvupóst til allra í kennarateymi árgangsins.
Frímínútur, nesti og matartími
Frímínútur nemenda á yngsta stigi og miðstigi eru frá kl. 9:35-9:55
Nemendur geta nýtt sér boltavellina á skólalóðinni á þeim tíma sem þeir fá þá úthlutaða.
Hafragrautur
Nemendum skólans stendur til boða að fá hafragraut áður en skóli hefst eða frá kl: 8:00-8:15 og eru fyrstu nemendur mættir um leið og opnað er. Nemendur hengja úlpur og töskur fyrir utan sína kennslustofu og koma svo í matsalinn. Rúsínur í grautinn eru í boði á föstudögum að ósk nemenda.
Nestistími
Nestistímar eru í kringum frímínútur hjá 1.-6.bekk og fer þá eftir stundatöflu árgangsins hvaða tímasetning er fyrir valinu.
Kópavogsskáli fylgir ráðleggingum landlæknis um morgunnesti
Matartími
Á yngsta stigi er matartími og frímínútur frá kl. 11:15-12:05 en matartími miðstigs er frá 12:35- 12:55 og frímíutur í framhaldinu frá kl. 12:55-13:15 og er hægt að skrá nemendur sem þess óska í mataráskrift á heimasíðu Kópavogsbæjar, sjá www.kopavogur.is. Við minnum á að mataráskrift í grunnskólum landsins er gjaldfrjáls en nauðsynlegt er að skrá nemendur í mataráskrift til þess að þau geti fengið sér að borða.