100 g smjör
2 egg
3 dl sykur
1 ½ dl hveiti
4 msk kakó
1 ½ tsk vanilludropar
hnífsoddur salt
Aðferð:
Bræðið smjörið.
Þeytið egg og sykur saman þar til blandan er orðin létt og ljós.
Setjið hveiti, kakó, vanilludropa og salt saman í aðra skál og hellið síðan yfir í eggja og sykurblönduna.
Hellið smjörinu saman við blönduna.
Smyrjið form eða setjið smjörpappír í það og hellið deiginu í.
Bakið í 175°c heitum ofni í um 25-30 mínútur. Varist að ofbaka þær ekki því þá verða þær þurrar. Stingið prjóni í deigið og þegar ekkert deig kemur með prjóninum er kakan tilbúin.
70 g púðursykur
100 g sykur
100 g smjör, við stofuhita
1 egg
1 tsk vanilludropar eða sykur
180 g hveiti
¼ tsk lyftiduft
½ tsk matarsódi
salt á hnífsoddi
Súkkulaði eftir smekk
Aðferð:
Þeytið saman sykur og smjör þar til blandan er létt í sér.
Bætið eggjum saman við, einu í einu og þeytið vel á milli.
Blandið þurrefnum og vanillu út í og hrærið áfram, gott að skafa meðfram hliðum amk einu sinni.
Í lokin blandið þið súkkulaðinu saman við.
Gott að kæla deigið í klst. (það má samt sem áður baka strax en lögunin á kökunum verður betri ef deigið fær aðeins að kólna)
Forhitið ofninn í 180°C.
Mótið kúlur með höndunum og setjið á pappírsklædda ofnplötu.
Bakið við 180°C í 12 mínútur.
7 dl hveiti
4 dl sykur
2 egg
1,5 dl AB mjólk
1,5 dl karamellujógúrt
1,5 dl bragðlítil olía (ekki nota ólífuolíu)
3,5 msk. Gott kakó
1 ½ tsk. Lyftiduft
½ tsk. Matarsódi
1 ½ tsk. Vanillu exctract eða vanillusykur.
Aðferð: Hitið ofninn í 180°C (blástur). Blandið öllum hráefnum saman og
hrærið í nokkrar mínútur eða þar til deigið er orðið silkimjúkt. Setjið deigið í formin. Bakið við 180°C í 10 – 15 mínútur.
Tíminn fer auðvitað eftir ofnum, eins og alltaf. Gott er að athuga baksturinn með því að stinga prjóni í kökuna, prjóninn á að koma hreinn út og þá er kakan klár. Leyfið botnunum að kólna alveg áður en þið setjið á þá krem.
Krem
370 g. Flórsykur
220 g. Smjör
3 msk. Gott kakó
2 msk. Mjólk eða rjómi
2 tsk. vanillusykur
Þeytið allt saman í nokkrar mínútur
Uppskrift frá Evu Laufey Kjaran
120 gr kotasæla
40 gr haframjöl
40 gr hveiti
1 egg
½ tsk lyftiduft
2 tsk vanilludropar
1 msk mjólk
1 tsk sykur
Allt sett í blandara og steikt á pönnu á hita 5-6 þar til gullinbrúnar.
50gr bráðið smjörlíki
1 dl sykur
1 egg
3 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
1 dl mjólk
1 tsk vanilludropar
1 dl smátt saxað súkkulaði
Aðferð
Hitið ofninn 175°C.
Bræðið smjörlíkið við vægan hita.
Setjið smjörlíki og sykur því næst í skál og blandið saman.
Bætið egginu við blönduna og hrærið stutta stund.
Hellið mjólkinni og vanilludropunum útí.
Sáldrið hveiti ásamt lyftidufti útí skálina og blandið vel.
Blandið söxuðu súkkulaðinu saman við með sleif og skiptið í pappírsmót (dugar í um 12 stk).
Bakið í ca. 15 mín.
Uppskrift úr Disney bókinni og heita Muffins dverganna sjö.
Sjóðið í 10 mínútur:
100 gr. Pasta
Steikið:
1- 2 tegundir af kjöti (beikon, pepperoni) og 1- 2 tegundir af grænmeti (rauðlaukur og paprika).
Sósa:
50 gr. Af smurosti - ítalskur smurostur
1 dl af rjóma
Krydd eftir smekk, aldrei meira en ¼ tsk af hverju.
Fyrst steikja grænmeti, svo kjöt svo setja smurost, rjóma og loks krydd.
180°c í 10 mínútur
Setjið í skál:
50 g smjörlíki
40 g sykur
40 g púðursykur
Hræra
1/2 tsk. vanilludropar
1 stk. egg
Hræra
150 g hveiti
1 tsk. matarsódi
¼ tsk.gróft salt
Hræra
70 g dökkt súkkulaði
Hræra
Aðferð:
Setjið smjörið í skál ásamt sykri og púðursykri og hrærið þar til blandan verður ljós og létt. Bætið eggi og vanilludropum saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Passið ykkur þó að hræra aldrei of mikið svo að kökurnar verði ekki seigar.
Setjið hveiti, matarsóda og salt saman í rauða skál og hrærið saman. Bætið því saman við deigið smátt og smátt í einu og hrærið stuttlega á milli. Hrærið þar til deigið hefur myndað kúlu og alveg sleppt skálinni.
Skerið súkkulaðið gróflega niður og blandið því saman við deigið.
Myndið kúlur úr deiginu og raðið þeim með jöfnu millibili á bökunarplöturnar.
Bakið kökurnar í 10 mínútur eða þar til þær hafa náð gyltum lit og lyft sér vel. Passið ykkur að baka kökurnar alls ekki of lengi því þá verða þær seigar og harðar. Kökurnar eru alveg linar þegar þær koma út ur ofninum. Látið kökurnar kólna í nokkra stund áður en þið takið þær af bökunarplötunum.
Myndirnar sýna kökur frá tólf hópum sem að fóru allir eftir sömu uppskriftinni og leiðbeiningum, sumir mismikið. Tvær mismunandi aðferðir voru svo notaðar við að búa til kökurnar. Það er mjög gaman að sýna krökkunum útkomuna og pæla í af hverju kökurnar eru svona ólíkar en niðurstaðan var sú að þær eru allar jafn gómsætar.
Njótið...