5. og 6. bekkur

Zebra kaka

1/2 dl olía

1 dl sykur

1 egg

3 dl hveiti

2 ½ dl mjólk

1 tsk lyftiduft

1 tsk vanilludropar

¼ tsk salt

Í helminginn af deiginu fara 2 msk kakó

Aðferð:


Uppskrift af elda.baka.wordpress.com

Pizza

3 dl hveiti

1 tsk lyftiduft

1 tsk salt

1 ½ dl VOLGT vatn (volgt til að virkja lyftiduftið!)

1 msk olía

AÐFERÐ:

Setjið öll þurrefnin í hrærivélarskál. Setjið svo vatn og olíu út í og hrærið saman í hrærivél (með deigkrók). Hækkið hraðann örlítið og leyfið deiginu að hnoðast saman í nokkrar mínútur. Ef að deigið er klístrað bætið þá meira hveiti út í.

Skiptið þá deiginu í 2 hluta ef þið viljið gera sér pizzur en ef þið viljið eina stóra saman þá notið þið allt deigið og leggið á ofnplötu með bökunarpappír. 

Setjið sósu, ost, skinku og pepperoni á.

Bakið á 200°c í 15-20 mínútur.

Njótið...

Muffins

50 g bráðið smjör

1 dl sykur

1 egg

1 dl mjólk

1 tsk vanilludropar

2 tsk lyftiduft

3 dl hveiti

Saxað súkkulaði 

Aðferð:


Uppskrift af www.eldabaka.wordpress.com

Njótið...

Tómatpastasúpa

1 sneið beikon

1 sneið skinka

1 gulrót

1 hvítlauksrif

1/4 rauðlaukur

1 msk olía

6 dl vatn

1/4 dós saxaðir tómatar

3 msk tómatsósa

1 dl pastaskrúfur

1/2 tsk basil

1/4 tsk steinselja

½ tsk oreganó

1 teningur kjúklingakraftur

smá svartur pipar



Setjið 1 msk af rifnum osti út í súpuna áður en þið borðið hana.

Njótið...

(Uppskrift af www.eldabaka.wordpress.com)

Kryddbrauð

3 dl hveiti


2 dl sykur

3 dl haframjöl

3 dl mjólk

½ tsk engifer

½ tsk negull

1 tsk matarsódi

1 tsk kanill

1 tsk kakó

Örlítið salt


1. Setjið öll hráefnin saman í hrærivélaskál og blandið öllu vel saman.


2. Hellið deiginu í smurt jólakökuform og bakið í 200°c heitum ofni í um 30 mínútur.



Uppskrift af: https://grgs.is/2016/09/27/kryddbraud/

Súkkulaðibitakökur

180°c í 10 mínútur


Setjið í skál:

50 g smjörlíki

40 g sykur

40 g púðursykur

1/2 tsk. vanilludropar

1 stk. egg

150 g hveiti

1 tsk. matarsódi

¼  tsk.gróft salt

70 g dökkt súkkulaði



Aðferð:

Setjið smjörið í skál ásamt sykri og púðursykri og hrærið þar til blandan verður ljós og létt. Bætið eggi og vanilludropum saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Passið ykkur þó að hræra aldrei of mikið svo að kökurnar verði ekki seigar.


Setjið hveiti, matarsóda og salt saman í rauða skál og hrærið saman. Bætið því saman við deigið smátt og smátt í einu og hrærið stuttlega á milli. Hrærið þar til deigið hefur myndað kúlu og alveg sleppt skálinni.


Skerið súkkulaðið gróflega niður og blandið því saman við deigið.

Myndið kúlur úr deiginu og raðið þeim með jöfnu millibili á bökunarplöturnar. 


Bakið kökurnar í 10 mínútur eða þar til þær hafa náð gyltum lit og lyft sér vel. Passið ykkur að baka kökurnar alls ekki of lengi því þá verða þær seigar og harðar. Kökurnar eru alveg linar þegar þær koma út ur ofninum. Látið kökurnar kólna í nokkra stund áður en þið takið þær af bökunarplötunum.


Myndirnar sýna kökur frá sex hópum sem að fóru allir eftir sömu uppskriftinni og leiðbeiningum, sumir mismikið. Tvær mismunandi aðferðir voru svo notaðar við að búa til kökurnar. Það er mjög gaman að sýna krökkunum útkomuna og pæla í af hverju kökurnar eru svona ólíkar en niðurstaðan var sú að þær eru allar jafn gómsætar.

Njótið...

Kjötbollur og hvítlauksbrauð

Setjið í skál:

150 gr hakk

1 1/2 msk brauðraspur

2 msk rifinn ostur

1 tsk pizzukrydd

½ tsk hvítlaukssalt

¼ tsk svartur pipar


Hvítlauksbrauð

Smyrjið brauðsneið með hvítlaukssmjöri og setjið inn í ofn í 5 - 10 mínútur á 200°c.

Sósa:

1 tsk BBQ sósa

1 tsk sweet chili sósa

½ tsk rifsberjahlaup

Fyrir þá sem vilja ekki sterkt að bæta 1 tsk af mayonesi við.

Njótið...

Núðlur með eggjum, skinku og grænmeti.

Sjóðið núðlurnar eftir leiðbeiningum. Setjið 1 msk af soyasósu út í vatnið til að fá bragð í núðlurnar.

Skerið í litla bita: 

Spergilkál (broccoli) eða hvítkál, gulrætur, og skinku.

Steikið grænmetið á pönnu (stillið helluna á 6- 7) þar til það verður mjúkt, það á ekki að brúnast, ca. 7 til 10 mín. Steikið skinkuna í smástund. Takið allt af pönnunni og steikið eitt hrært egg í lokin.

Takið vatnið af núðlunum og setjið þær á pönnuna og blandið öllu saman og steikjið í smástund. Bætið 1/2 matskeið ca. af kasjúhnetum saman við í lokin.

Njótið...

Brauðstangir

Brauðstangir:

250 gr. hveiti

1 tsk lyftiduft

1 tsk salt

1 tsk pizzakrydd

200 gr. VOLGT vatn (volgt til að virkja lyftiduftið!)

1 msk olía

1 msk rifinn ostur


Til penslunar eftir að brauðstangirnar hafa bakast:

2-3 msk smjör, brætt

1/2 tsk sjávarsalt

1/4 tsk pizzakrydd, heitt eða venjulegt

1/4 tsk ítölsk hvítlauksblanda

Aðferð:

Setjið öll þurrefnin í hrærivélarskál. Setjið svo vatn og olíu út í og hrærið saman í hrærivél (með deigkrók). Hækkið hraðann örlítið og leyfið deiginu að hnoðast saman í nokkrar mínútur. Ef að deigið er klístrað bætið þá meira hveiti út í.

Skiptið þá deiginu í 2 hluta. Rúllið hæfilega stórar brauðstangir, ca. 12 stykki í heildina og leggið á ofnplötu með bökunarpappír. 

Bakið í um 15 - 20 mín eða þar til brauðstangirnar eru orðnar fallega gylltar. Á meðan þetta er í ofninum þá er blandað saman bræddu smjöri, salti, pizzakryddi og ítölsku kryddi í skál. Þessu er síðan penslað á brauðstangirnar um leið og þær koma út úr ofninum. Notið allt smjörið! Það er langbest. 

Bakið á 200°c í 15-20 mínútur.

Gott að dýfa ofan í pizzusósu og enn betra að setja smá parmesan ost í sósuna og borða þannig :)

Njótið...

Eggjakaka eða eggjahræra.

Eggjakaka eða eggjahræra. Þið megið velja :) 

3 egg, hrærð

2 msk mjólk ( þeir sem eru með ofnæmi sleppa)

1 msk rifinn ostur (mjólkurlaus ostur í boði líka)


Velja 2 grænmeti og skera niður í litla bita.

Sveppir

Paprika

Gulrót

Spergilkál


Velja 2 tegundir af kjöti og skera niður í litla bita.

Pylsa

Pepperoni

Beikon


Hellan skal vera stillt á 6 og setjið 1 tsk af olíu á pönnuna.


Steikjið grænmetið upp úr olíu þar til það mýkist. Kryddið með ítalskri hvítlauksblönda, pizzakryddi og smá salt og pipar. Setjið kjötið sem þið völduð og skáruð út í og steikið.


Hellið eggjunum yfir og dreifið vel úr. Setjið nokkra kubba af salatsosti yfir og setjið lok á pönnuna.


Snúið eggjakökunni með því að setja disk eða pönnulok yfir og snúa pönnunni og renna kökunni aftur á pönnuna og steikja þannig hina hliðina. Slökkvið á hellunni og leyfið eggjakökunni að malla á meðan gengið er frá.  


Gott að borða með hvítlaukssósu og salati.

Njótið...

Hafrasnakk með súkkulaði

Hafrasnakk með súkkulaði

1 banani, stappaður

1 msk hunang

1 msk kókosolía

½ tsk vanillusykur

Salt á hnífsoddi

2 dl haframjöl

50 gr súkkulaði saxað

VAL : 2 msk hnetusmjör

Aðrar hugmyndir til að setja út í hafrasnakkið:

Trönuber, döðlur, hnetur, fræ og ýmislegt fleira. Grunnurinn er góður og hægt að bæta við því sem ykkur finnst gott.


Aðferð:

Stappið bananann vel, setjið hunang og kókosolíu saman við og hrærið. Setjið næst vanillusykur, salt og haframjöl saman við og loks súkkulaðið. 

EF þið viljið bæta við hnetusmjöri þá er gott að gera það í fyrsta skrefi með banananum, hunanginu og kókosolíunni.

Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og mótið 8 jafnstórar kúlur úr deiginu. Ýtið létt á hverja kúlu og bakið þar til gylltar og stökkar.

175°c í 15 mín á blæstri.

Njótið...