Heimilisfræði í Húnaskóla

Uppskriftasíða 

Hér munu koma inn allar þær uppskriftir sem að notast er við í heimilisfræði í Húnaskóla.  

Leitast er við að hjálpa krökkunum að öðlast sjálfstæði og öryggi í eldhúsinu með góðum og hollum uppskriftum sem að þau geta gert og höfðar til þeirra.  Viðfangsefnin verða fjölbreytt og skemmtileg og vonandi fyllast þau innblæstri í verkefnum heimilisfræðinnar sem að fylgir þeim í eldhús heimilanna og að þau fari að spreyta sig sjálf við ýmiss konar matargerð.

Ég hvet ykkur svo til að skoða fróðleikssíðuna og vera dugleg að ræða mikilvægi heilbrigðs lífstíls og holls mataræðis við fjölskylduna ykkar og reyna að dýpka skilning allra á fjölbreyttu mataræði, orkuefnunum og hvað það skiptir miklu máli að velja hollari kostinn ef hann er í boði.

Verði ykkur að góðu :)