Kennarar halda utan um bekkina sína á Classroom og geta sent þeim verkefni og nemendur geta spjallað við hvert annað og kennara þar innan bekkjar/fags.
Drive er eins og skrifborðið þitt. Þarna eru öll verkefni sem þú hefur gert í google og hægt að skipta niður í möppur og deila verkefnum og möppum með öðrum.
Docs virkar eins og Word nema þarna vistast allt sjálfkrafa sem þú gerir inn í Drifið þitt og einnig getur þú deilt skjölum með öðrum svo margir geta unnið í einu skjali á sama tíma.
Slides virkar eins og Power Point og hefur sömu eiginleika og Docs. Vistast sjálfkrafa og margir geta unnið saman.
Sheets virkar eins og Excel og hefur sömu eiginleika og hin Google forritin. Vistast sjálfkrafa og má deila með öðrum.
Forms er notað til þess að taka próf og búa til skoðanakannanir. Kennarar búa til próf og senda nemendum en nemendur geta líka nýtt forritið til þess að útbúa skoðanakannanir.
Ef kennari sendir verkefni eða tilkynningu á Classrom kemur tilkynning á Gmail á netfangið sem skólinn hefur gefið þér.
Gott er að nota Google Calendar til þess að halda utan um verkefnaskil t.d. Opnast í gegnum Drive t.d.
Vettvangur fyrir hópspjall. Bæði hægt að hringja myndsímtal eða skrifa í spjallglugga. Gott til að vinna hópverkefni í fjarlægð t.d.
Til þess að fara í ferðlag heima í stofu
Ýmislegt í þrívídd(AR). Getur t.d. skoðað eldgos eða frumu og sjá það í þrívídd. Sjón er sögu ríkari.
Sett in sem viðbótar lyklaborð í iPadinn. Með því er svo hægt að tala við iPadinn og lyklaborðið skrifa fyrir þig. Kemur einnig með tillögur að orðum þegar nemandi skrifar. Gott fyrir lesblinda t.d.
Búðu til glósur og "flashcards". Þú getur líka deild þínum glósum með vinum.
Nemendur geta skilað myndböndum inn á "korktöflu" sem kennari býr til og sendir nemendum hlekk á.
Kennari býr til vegg í tölvunni og sendir nemendum hlekk þar sem þau fá aðgang að veggnum og fylla inn í. Hægt að nýta eins og blogg, hugarkort og margt fleira. Ótal möguleikar.
Spurningaleikur. Kennari getur sent nemendum hlekk á leika í gegnum Classroom t.d. eða látið nemendur búa saman til Kahoot leik úr námsefni.
Sniðugt forrit til þess að setja saman myndir og myndbönd í stutt myndskeið. Mjög einfalt að setja upp, velja viðmót og bæta við tónlist.
Nemandi teiknar og tekur mynd af teikningunni sinni í ChatterPix. Setur svo munn á persónu sem teiknuð var og talar fyrir hana og býr þannig til myndasögu.
Búðu til teiknimyndasögu með tilbúnum sviðsmyndum eða búði til þínar eigin. Talaðu inn á myndirnar þínar og gefðu þeim líf.