Sci
Málmtæknivalið er kennt í samvinnu við Borgarholtsskóla. Verkþættirnir falla vel að iðnnámi. Valið er eitt skólaár og skiptist það í fjóra hluta: blikksmíði, vélfræði, rennismíði og logsuðu.
Fyrirkomulag: Kennsla fer fram í húsnæði Borgarholtsskóla. Tvær klukkustundir á viku allan veturinn.
Iðn- og tæknigreinar opna margar dyr í atvinnulífinu. Þær eru hagnýtar og skapa mikil verðmæti. Markmið valgreinarinnar er að auka áhuga nemenda á iðn- og tæknigreinum og kynna fjölbreytt störf og starfstækifæri sem þeim tengjast.
Nemendur kynnast helstu iðn- og tæknigreinum og njóta leiðsagnar starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja.
Nemendur læra grunnatriði í: rafvirkjun, pípulagningum,
vélfræði, málmiðngreinum og hönnunarhugsun.
Námið er fjölbreytt og byggir á fræðslu, verkefnavinnu og verklegum æfingum. Farið verður í nokkrar ferðir á önninni.
Fyrirkomulag: Kennslan fer fram í húsnæði Orkuveitunnar í Elliðaárdalnum, á haustönn, á miðvikudögum kl.13:15 - 15:50.
Við kennslu baksturs er lagður grunnurinn að sjálfstæðri vinnu, fræðslu um hollustu og holla brauð- og kökugerð. Þekking og leikni tengja alla þætti námsins, fræðilega sem verklega. Bakstur er að upplagi verkgrein og í henni eru órjúfanleg tengsl milli verkfærni og hreinlætis.
Fyrirkomulag: Tvær klukkustundir á viku hálfan veturinn.
Kennari: Faggreinakennari
Í þessum áfanga eru kennd undirstöðuatriði í fatasaumi ásamt því að nemendur geti unnið sjálfstætt á saumavél. Einnig er unnið með hönnun, hugmyndavinnu, þjálfun og verkfærni á fjölbreyttum sviðum.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Faggreinakennari
Glerlist gefur nemandanum kost á að vinna með gler á fjölbreyttan hátt sem eykur verkkunnáttu og verkfærni. Áhersla er á að nemendur vinni sjálfstætt og sýni skapandi og frjóa hugsun í útfærslum sínum.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Steinunn Jónsdóttir
Nemendur fá kennslu í að baka og matreiða fjölbreyttan og góðan hversdagsmat úr mismunandi hráefnum og tengja saman matreiðslu og næringarfræði.
Fyrirkomulag: Tvær klukkustundir á viku hálfan veturinn.
Kennari: Faggreinakennari
Hönnun og smíði er yfirgripsmikil námsgrein sem felur í sér þátt hönnunar og handverks ásamt þjálfun og verkfærni á fjölbreyttum sviðum. Greinin byggir á rótgróinni handverkshefð sem hefur þróast og tekið inn nýjar áherslur í takt við breytta tíma. Hönnun og smíði gefur nemandanum tækifæri til að þroska samhæfingu hugar og handar, upplifa, skapa og tjá sig. Á þann hátt getur hann haft áhrif á sitt nánasta umhverfi og skapað sér sinn persónulega stíl. Námið er góð undirstaða fyrir lífið og áframhaldandi nám.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Sveinbjörn Þórkelsson
Í skólanum er mjög metnaðarfullt leiklistar- og félagsstarf og krefjast verkefnin sem tengjast því leikmynda sem notaðar eru á viðburðum. Má þar nefna árshátíðina, Hæfileikasúpuna og söngleikinn. Leikmyndagerðin kæmi að þessum verkefnum ásamt listrænum stjórnendum viðburðanna og tæki þátt í hönnun og útfærslu á leikmyndunum.
Fyrirkomulag: Tvær klukkustundir á viku hálfan veturinn (vorönn).
Kennari: Faggreinakennari
Hér fá nemendur tækifæri til að útbúa stærri máltíðir og að halda matarboð með öllu tilheyrandi; forrétti, aðalrétti og eftirrétti.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn og er kennt í lotum. Kennt verður í u.þ.b. fjórar klukkustundir í senn í þrjú skipti yfir önnina.
Kennarar: Faggreinakennari
Við kennslu baksturs er lagður grunnurinn að sjálfstæðri vinnu og fræðslu um hollustu og holla brauð- og kökugerð. Þekking og leikni tengja alla þætti námsins, fræðilega sem verklega. Bakstur er að upplagi verkgrein og í henni eru órjúfanleg tengsl milli verkfærni og hreinlætis.
Farið er yfir það hvernig jafna skuli kökubotna, hvernig kremi er smurt á milli og hvernig hjúpa skal köku fyrir skreytingu. Farið verður í smjörkrems skreytingar, drip-kökur og ýmislegt annað tengt kökuskreytingum.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn en kennt í lotum. Kennt verður í u.þ.b. fjórar klukkustundir í senn í þrjú skipti yfir önnina.
Kennarar: Faggreinakennari
Málmsmíði eykur verkkunnáttu og verkfærni nemenda. Nemendur kynnast vinnu með fínmálma og gera skartgripi og nytjahluti sem þeir hanna og útfæra sjálfir. Málmsmíði gefur nemandanum tækifæri til að þroska samhæfingu hugar og handar, upplifa, skapa og tjá sig. Á þann hátt getur hann haft áhrif á sitt nánasta umhverfi og skapað sér sinn persónulega stíl. Námið er góð undirstaða fyrir lífið og áframhaldandi nám.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Steinunn Jónsdóttir
Áhersla er á að nemendur bæti við þekkingu sýna í prjóni og hekli og verði sjálfbjarga í að lesa og fara eftir uppskriftum og notast við kennsluleiðbeiningar á Youtube.
Grunnaðferðir kynntar.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Faggreinakennari
Skartgripagerð gefur nemendum kost á að vinna með margskonar efnivið á fjölbreyttan hátt sem eykur verkkunnáttu og verkfærni þeirra. Áhersla er á að nemendur vinni sjálfstætt og sýni skapandi og frjóa hugsun í útfærslum sínum.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Steinunn Jónsdóttir
Valgrein þar sem nemendur kynnast tækni og sköpun. Áhersla er lögð á að kynna fyrir nemendum stafræna tækni sem notuð er við framleiðslu og hönnun. Nemendur kynnast búnaði eins og laserskera, 3D prentara, 3D skanna, Cricut-fjölskera, örtölvum og fleiru.
Fyrirkomulag: Tvær kennslustundir á viku
Kennarar: Edda Jónsdóttir og
Rakel Lúðvíksdóttir
Stíll er árleg hönnunarkeppni milli félagsmiðstöðva sem haldin er af Samfés. Ákveðið þema er á hverju ári og er fatahönnun, hárgreiðsla, förðun og mappa unnin út frá því þema.
Markmið valgreinarinnar er að hvetja nemendur til frumlegrar sköpunar og hugsunar. Nemendur þjálfast í að taka þátt í keppni þar sem þeir þurfa að sýna fram á upphaf ferils til lokaafurðar.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Kennarari frá Árbæjarskóla og Árseli
Nemendur öðlast þekkingu og skilning á mismunandi dansi og dansstílum. Nemendur þjálfa samhæfingu hugar og útlima og læra mismunandi dansa.
Fyrirkomulag: Ein og hálf klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Faggreinakennari
Mörgum finnst erfitt að standa fyrir framan hóp og tjá sig og er markmið valgreinarinnar að hjálpa nemendum að tileinka sér tækni og vinnubrögð sem geta auðveldað þeim þetta og aukið vellíðan. Unnin verða mismunandi verkefni auk þess sem nemendur geta komið með verkefni sem þeir eiga að flytja í mismunandi námsgreinum og fengið aðstoð við framsetningu þeirra.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Anna Margrét Einarsdóttir
Í þessu valfagi fá nemendur þjálfun í að búa til hlaðvarpsþætti. Nemendur fá tækifæri til að koma með hugmynd og láta hana verða að veruleika í formi hlaðvarps (podcast). Farið verður yfir hvað einkennir gott hlaðvarp og hvernig gott hlaðvarp verður til? Hvað vill fólk hlusta á? Rýnt verður í vinsælustu hlaðvarpsþættina í leit að innblæstri fyrir eigin þætti.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Faggreinakennari
Leiklist er þroskandi og skemmtileg reynsla þar sem nemendur læra að þekkja sig sjálfa, brjóta niður hömlur og öðlast margvíslega færni t.d. í spunavinnu, framkomu og raddbeitingu. Valfag þar sem nemendur eru alltaf að koma sjálfum sér og öðrum á óvart.
Fyrirkomulag: Tvær klukkustundir á viku hálfan veturinn á haustönn.
Kennari: Hákon Sæberg
Í sönglist læra nemendur að beita röddinni og koma fram með því að syngja hin ýmsu lög. Athugið - nemendur þurfa að syngja fyrir aðra og koma fram á tónleikum undir handleiðslu kennara og er það hluti af námsmati áfangans. Þeir sem eru í sönglist munu m.a. halda tónleika og taka þátt í söngleiknum.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Faggreinakennari
Myndir hafa sitt eigið tungumál, myndmál, og hefur það í gegnum tíðina verið notað til að lýsa hlutum á myndrænan hátt sem ekki er hægt að koma í orð. Teiknun og málun er kjörinn áfangi fyrir þá sem vilja tjá sig í myndmáli og gefa sköpunargleðinni lausan tauminn.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Faggreinakennari
Í þessari valgrein munu nemendur fá tækifæri til að taka fyrstu skrefin í tónlistargerð. Unnið verður með tónlistarforritin Logic og FL studio út frá því hvernig tónlist viðkomandi vill gera. Þá verður einnig farið í textagerð og upptökur á söng/rappi.
Fyrirkomulag: Kennt verður í nokkrum lotum yfir árið. Kennslan fer fram í Tónhyl sem er stór tónlistarklasi í Ártúnsholtinu sem rekur meðal annars akademíu fyrir unga lagahöfunda. Þar eru sérhæfð æfingastúdíó með öllum tilheyrandi búnaði ásamt leiðbeinendum sem hafa allir mikla reynslu af tónlistargerð.
Kennari: Kristján Sturla Bjarnason
Í þessari valgrein munu nemendur fá tækifæri til að taka fyrstu skrefin í tónlistargerð. Unnið verður með tónlistarforritin Logic og FL studio út frá því hvernig tónlist viðkomandi vill gera. Þá verður einnig farið í textagerð og upptökur á söng/rappi.
Fyrirkomulag: Kennt verður í nokkrum lotum yfir árið. Kennslan fer fram í Tónhyl sem er stór tónlistarklasi í Ártúnsholtinu sem rekur meðal annars akademíu fyrir unga lagahöfunda. Þar eru sérhæfð æfingastúdíó með öllum tilheyrandi búnaði ásamt leiðbeinendum sem hafa allir mikla reynslu af tónlistargerð.
Kennari: Kristján Sturla Bjarnason
Nemendur sem taka þátt í þessu vali munu skipa skemmtinefnd skólans og Ársels. Skemmtinefndin sér um að efla félagslíf unglinganna og stendur fyrir skemmtilegum uppákomum á skólatíma og eftir skóla. Skipulagningin verður í samráði við nemendaráðið.
Markmið valfagsins er að nemendur verði færari í að skipuleggja, fjármagna og stýra viðburðum, frá upphafi til enda. Nemendur læra því um skipulagningu, framkvæmd og mat á verkefnum í gegnum reynslunám.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Kennari frá Árbæjarskóla og Árseli
Boltaval gefur nemandanum tækifæri til að öðlast þekkingu og skilning á ýmsum boltagreinum. Nemendur auka samhæfingu hugar og útlima og þjálfast í að vinna sem einstaklingar og í hópi. Hreyfing er góð undirstaða fyrir lífið.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Sigurður Magnússon
Markmið áfangans er að auka færni nemenda, getu og útsjónarsemi í blaki. Nemendur auka samhæfingu hugar og útlima og þjálfast í að vinna sem einstaklingar og í hópi. Hreyfing er góð undirstaða fyrir lífið.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Sigurður Magnússon
Þessi áfangi er aðallega ætlaður þeim sem æfa eða vilja bæta færni sína í handknattleik. Farið er í grunnþætti sem og aðra þætti handknattleiksins. Einnig verður einstaklingsmiðuð kennsla til að bæta færni nemenda í ólíkum þáttum, svo sem í varnarleik, í sóknarleik, í skotum, leikskilningi, o.s.frv.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Sigurður Magnússon
Crossfit gefur nemendum tækifæri til að öðlast þekkingu og skilning á hreysti í gegnum æfingar. Nemendur læra nokkrar útgáfur af æfingum sem reyna á öll kerfi líkamans. Æft verður úti í náttúrunni í kringum skólann og einnig í íþróttasalnum. Unnið verður með fjölbreytt áhöld og eigin styrk. Áhersla er lögð á að nemendur auki sjálfstraust sitt, þegar kemur að hreyfingu, í gegnum fjölbreytta þjálfun.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn. Crossfit stöðvar verða heimsóttar á tímabilinu.
Kennari: Guðmunda Stefanía Gestsdóttir
Í valgreininni verður farið í helstu þætti er varða umhirðun húðarinnar og fjallað um ólíkar húðtegundir. Einnig er fjallað um mikilvægi líkamlegs hreinlætis.
Nemendur læra grunnatriði í dagförðun og kvöldförðun ásamt því að fræðast um ýmis tímabil förðunar í gegnum árin. Einnig verður kenndur grunnur í naglasnyrtingu, ásamt naglalökkun.
Nemendur fá tækifæri til að spreyta sig á verklegum æfingum í húðhreinsun, förðun, léttri handsnyrtingu og lökkun.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Valgerður Erla Óskarsdóttir
Með hreyfingu í vatni gefst tækifæri til heilsueflingar á margvíslegan hátt. Vatn er kjörið til þjálfunar og bætir líkamlegt og andlegt þrek. Þyngdarleysi vatnsins auðveldar allar hreyfingar og dregur úr álagi á liði líkamans, auk þess að veita einstök slökunaráhrif.
Farið verður í vatnsleikfimi, körfubolta, blak, vatnsbolta og slökun og fer öll kennsla fram í Árbæjarskólasundlauginni.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Alda Hanna Hauksdóttir
Þessi áfangi veitir nemendum færni í að auka getu sína og útsjónarsemi í knattspyrnu.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Kjartan Stefánsson
Þessi áfangi veitir nemendum færni til að auka getu sína og útsjónarsemi í körfubolta.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Kjartan Stefánsson
Í áfanganum verða kynntar mismunandi leiðir til þess að ná líkamlegri og andlegri slökun. Kenndar eru ýmsar öndunar-, slökunar- og hugleiðsluæfingar og fram fer slökun í hverjum tíma.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Elsa Gissurardóttir
Skólahreysti er uppskrift að heilbrigðum lífstíl. Nemendur kynnast og æfa fyrir þær greinar sem keppt er í, í Skólahreysti, ásamt almennri líkamsþjálfun. Unnið verður með fjölbreyttar og krefjandi æfingar sem miða að því að efla alhliða líkamsform nemenda sem og að efla sjálfstraust þeirra. Nemendur eru í verklegum tímum einu sinni í viku, þjálfa sig fyrir þátttöku í Skólahreysti og hafa möguleika á því að keppa fyrir hönd skólans. Að taka þátt í Skólahreysti snýst ekki bara um að sigra eða vera bestur heldur að þroska andlegt og líkamlegt atgervi samhliða því að efla félagsleg samskipti kennara, nemenda og foreldra.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Faggreinakennari
Nemandi noti útivist til líkams- og heilsuræktar og kunni að velja útbúnað og fatnað til útiveru. Nemandi læri einnig að umgangast viðkvæma náttúru á umhverfisvænan hátt. Gengið verður í nærumhverfi skólans og þá verður einnig óvissuferð í lok vorannar.
Fyrirkomulag: Tvær klukkustundir aðra hvora viku allan veturinn.
Kennari: Guðný Svandís Guðjónsdóttir og Kjartan Stefánsson
Yoga gefur nemandanum tækifæri til þess að kynnast mismunandi leiðum til þess að ná slökun, andlega og líkamlega. Kenndar eru öndunaræfingar, yogastöður, slökun og hugleiðslur. Í gegnum yoga öðlast nemendur aukna líkamsvitund, hugarró og sjálfsstjórn.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Faggreinakennari
Breakout líkist "Escape" leikjum.
Nemendur standa frammi fyrir vanda sem þeir þurfa að leysa, í samvinnu við aðra. Nemendur þurfa að ráða fram úr mismunandi vísbendingum og ná að opna kassa áður en tiltekinn tími rennur út.
Ásamt því að leysa þessar þrautir kynnast nemendur stafrænni útgáfu leiksins.
Áhersla er á samvinnu nemenda.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Erla Sif Karlsdóttir
Leikgreiningaráfangi fyrir þá sem hafa áhuga á fótbolta og þjálfun. Rýnt verður í einstaka leiki helgarinnar í enska boltanum; uppstillingar, leikaðferðir, sóknarleik, varnarleik og innáskiptingar þjálfara. Hver er hugsunin á bak við einstaka þætti leiksins og hvers vegna fara leikir á ákveðinn hátt?
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Atli Sveinn Þórarinsson
Í sögum er alltaf einhver aðalpersóna svokölluð hetja sögunnar. En til þess að vera hetja þarf þá ekki einhver að vera skúrkurinn?
Í þessum áfanga verður fjallað um hetjur og skúrka í mannkynsögunni. Eins verður fjallað um hvað þarf, til að vera hetja og hvað þarf, til að teljast skúrkur.
Í lok annarinnar munu nemendur velja sér eina hetju og einn skúrk og gera kynningu um þær persónur.
Í áfangunum er lögð áhersla á læsi þar sem gagnrýnin og skapandi hugsun er höfð að leiðarljósi. Þá eru innlagnir frá kennara, nemendur lesa greinar og ræða saman í hópum og horft verður á bíómynd. Öll vinna sem unnin er í áfanganum verður metin og því er mikilvægt að stunda námið vel.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Elsa Gissurardóttir
Valfagið er fyrir þá sem hafa áhuga á hundum og vilja læra um hundahald. Nemendur munu fara í göngutúra og njóta samveru með hundunum sínum og kynnast öðrum nemendum með sama áhugamál. Auk þess munu nemendur fræðast um ýmsar hundategundir, kynnast helstu þjálfunaraðferðum og læra að bera ábyrgð á gæludýrum sínum.
Kennsla fer fram bæði innan- og utandyra. Nemendur þurfa að hafa aðgang að hundi og mæta með hann þegar það þarf.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Kennari frá Árseli
Í þessum áfanga læra nemendur hvernig skólablað verður til og vinna að gerð þess. Nemendur ákveða í sameiningu hvað verður í blaðinu hverju sinni og útlit þess.
Kennd verða undirstöðuatriði blaðamennsku með því t.d. að skrifa stuttar fréttir og fjalla um atburði tengda skólastarfinu, taka viðtöl og vinna með efni tengt eigin áhugasviði.
Námsmat byggir á ástundun, frammistöðu í tímum og þátttöku i útgáfu skólablaðsins.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Elsa Gissuradóttir
Í þessu valfagi kynnast nemendur starfi leikskólakennara. Áhersla verður á að nota leik sem kennsluaðferð, rýnt í barnabókmenntir og skynjun og þroska ungra barna. Einnig verður farið í skyndihjálp fyrir ung börn. Þá verður farið í heimsókn á leikskóla og nemendur kynnast starfinu þar af eigin raun.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Steinunn Arnórsdóttir
Valgreinin er góður undirbúningur fyrir hefðbundið ökunám. Markmiðið er að kynnast helstu reglum í umferðinni, þekkja umferðamerkin og búnað bifreiða.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Steinunn Arnórsdóttir
Sci-fi er stytting á Science Fiction (vísindaskáldskapur) og er yfirgripsmikið hugtak yfir kvikmyndir og bækur þar sem höfundurinn ímyndar sér framtíðina og tæknina sem henni fylgir.
Kvikmyndir sem fjalla um geimferðir, hliðstæða heima, tímaferðalög, tækniframfarir og geimverur falla undir vísindaskáldskap.
Í valgreininni verða mismunandi birtingarmyndir vísindaskáldskapar í kvikmyndum skoðaðar, ásamt algengum þemum eins og: dystópía, útópía, áhrif tíma, framtíðin, stökkbreytingar og geimverur. Horft verður á valdar kvikmyndir.
Námsmat felst í virkni og þátttöku í tímum, ásamt tímaverkefnum og lokaverkefni. Lokaverkefnið felst í því að nemendur skapa sinn eigin vísindaskáldskaparheim á því formi sem hverjum nemanda hentar.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Sólveig Geirsdóttir
Ef þú hefur áhuga á spurningaleikjum og spurningakeppnum þá er þetta valið fyrir þig! Við skemmtum okkur og skemmtum öðrum í fjörugum leik þar sem þekkingin er í aðalhlutverki. Nemendur úr valgreininni verða valdir til að skipa spurningakeppnislið skólans og taka þátt í grunnskólaspurningakeppninni.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Atli Sveinn Þórarinsson
Hvað eru ævintýri?
Í þessari valgrein verður kafað djúpt í þemu og uppbyggingu ævintýra. Nemendur lesa og horfa á mismunandi útgáfur af bæði klassískum og minna þekktum ævintýrum og skoða hvernig þau hafa þróast í gegnum tíðina.
Námsmat felst í virkni og þátttöku í tímum, tímaverkefnum og lokaverkefni. Nemendur velja sér ævintýri til að vinna með í upphafi í samráði við kennara og vinna jafnt og þétt að stóru verkefni tengdu ævintýrinu alla önnina. Verkefninu má skila á mismunandi formi, t.d. ritgerð, hlaðvarp eða stuttmynd.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Sólveig Geirsdóttir
Í valgreininni Táknmál 1 verður farið í grunninn í íslensku táknmáli. Nemendur læra t.d stafrófið, dagana, mánuði og að bjarga þér í einföldum aðstæðum.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn á haustönn.
Kennari: Elsa Gissuradóttir
Í valgreininni Táknmál 2 verður farið dýpra í efnið en gert er í Táknmál 1 og meiri kröfur gerðar til nemenda. Ásamt því að læra flóknara táknmál verður áfram unnið með að nemendur geti lært að bjarga þér í einföldum aðstæðum.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn á vorönn.
Kennari: Vala Gísladóttir
Markmið valfagsins er að nemendur þjálfi vélritunarhraða sinn, tileinki sér rétta fingrasetningu og nái á nýta sér blindskrift. Lyklaborðið kemur oft í stað skriffæra og því er nauðsynlegt að nemendur tileinki sér rétta fingrasetningu og þjálfi upp hraða á lyklaborðið.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Elsa Gissuradóttir
Í valfaginu vinna nemendur að árbók sem nemendur í 10. bekk fá við útskrift. Mikilvægt er að safna gögnum frá fyrsta skóladegi og vinna jafnt og þétt að efnisöfun allt skólaárið.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Ársel
Valfagið er undirbúningur fyrir First Lego League keppnina sem haldin verður um miðjan nóvember í Háskóla Íslands. Hannað verður og forritað lego þjark (vélmenni) sem leysir þrautir ársins í vélmennakapphlaupi.
Tilgangur First Lego League er að bjóða ungu fólki að taka þátt í spennandi verkefnum sem skapa færni í vísindum, verkfræði og tækni, örva nýsköpun og byggja upp sjálftraust, samvinnu- og samskiptahæfni.
Kennt er frá upphafi annar og lýkur kennslu á keppnisdegi í nóvember. Nemendur mæta í fasta tíma og aukatíma eins og þurfa þykir (meira eftir því sem nær dregur keppnisdegi).
Fyrirkomulag: Tvær klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Steinunn Arnórsdóttir og Atli Sveinn Þórarinsson
Kynnt verður allt það sem Google hefur upp á að bjóða. Þar er að finna t.d. ritvinnslu-, töflureiknis-, umbrots-, glærugerðar- og myndvinnsluforrit sem nýtast á margvíslegan hátt í leik og starfi. Jafnframt verða kynnt önnur forrit eftir því sem tími gefst til
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Edda Jónsdóttir
Kennt á myndavélar og einfaldar skipanir í klippiforriti. Verkefni sem leyst eru í gegnum reynslunám. Skoðuð verður virkni og hæfni út frá ákveðnum hæfniþáttum s.s. áhuga, virkni, valdi á tækjakosti, tölvukunnáttu, listhneigð o.s.frv.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn en kennt í lotum. Kennt verður í u.þ.b. fjórar klukkustundir í senn í þrjú skipti á önn.
Kennari: Kjartan Stefánsson
Í valfaginu verða lesnar íslenskar og erlendar glæpasögur. Fjallað verður um sögu glæpasagnaritunar og glæpasöguformið skoðað. Ásamt því að lesa glæpasögur þá horfa nemendur á þætti og kvikmyndir sem tengjast völdum sögum.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Jóhanna Lára Eyjólfsdóttir
Valfagið er ætlað þeim sem hafa gaman af dönskum kvikmyndum og vilja bæta færni sína í tungumálinu. Skemmtilegir tímar þar sem sjón, heyrn og tal eru samþætt. Sýndar verða ýmsar tegundir kvikmynda, svo sem spennumyndir, afþreyingarmyndir og klassískar myndir. Umræður og greining í kjölfar hverrar myndar þar sem m.a. er tengt við danska menningu.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Faggreinarkennari
Áfanginn er kjörinn fyrir nemendur sem ætla sér að stunda nám á náttúrufræðibraut í framhaldsskóla og stefna að frekari námi í raungreinum eða innan heilbrigðisgeirans. Einnig hentar hann nemendum sem vilja auka þekkingu sína í eðlisfræði. Nemendur öðlast góðan grunn og skilning á fyrirbærum náttúrunnar og þjálfast í tilraunavinnu og sjálfstæðum vinnubrögðum.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Faggreinakennari
Áfanginn er kjörinn fyrir nemendur í 9. og 10. bekk sem stefna að námi á náttúrufræðibraut í framhaldsskóla eða þá sem vilja bæta við þekkingu sína í efnafræði.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Faggreinakennari
Valfag fyrir þá nemendur hafa lokið matsviðmiðum grunnskólans í ensku.
Fyrirkomulag: Tvær klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Faggreinakennari
Valfag fyrir þá nemendur hafa lokið matsviðmiðum grunnskólans í ensku og eru skráðir í fjarnám við framhaldsskóla. Nemendur hafa aðgang að enskukennara við skólann einu sinni í viku og geta fengið aðstoð við námsefni og verkefni í fjarnáminu.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Faggreinakennari
Í áfanganum er lögð er sérstök áhersla á talað mál og að nemendur geti tjáð sig bæði undirbúnir og í samræðum í kennslustundum.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Faggreinakennari
Fjármál tengjast daglegu lífi fólks og mikilvægt að ungmenni fái fjármálafræðslu á skólagöngu sinni. Með tilkomu tækni síðustu ára standa ungmenni frammi fyrir auknum vanda í ákvarðanatöku í fjármálum og þurfa að geta valið milli mikils framboðs á vörum og þjónustu. Til að geta valið þá kosti sem best henta þörfum þeirra og auðvelda þeim að stjórna fjármálum sínum skynsamlega, er nauðsynlegt að vera læs í heimi fjármála.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Edda Jónsdóttir
Teknar verða fyrir birtingarmyndir og staðalmyndir kynjanna í fortíð og nútíð með áherslu á að greina stöðu kynjanna eins og hún er í dag víðsvegar um heiminn. Fjallað verður um mikilvægi jafnræðis meðal borgara í lýðræðisþjóðfélagi. Unnið verður að greiningu á þeim menningarlega og félagslega mun sem einkennt hefur stöðu kynjanna í samfélaginu í gegnum tíðina. Fjallað verður um stöðu kynjanna á ýmsum sviðum samfélagsins allt frá fjölskyldulífi til stjórnmála. Leitað verður svara við því af hverju staða kynjanna er ólík og hvort að þörf sé fyrir breytingar. Nemendur fá þjálfun í beitingu kynjagleraugna á hin margbreytilegu svið mannlífsins.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Elsa Gissurardóttir
Valáfanginn er kjörinn fyrir þá sem hafa gaman af ritun og vilja bæta sig í henni. Nemendur fá þjálfun í að koma hugmyndum sínum í orð og skrifa fjölbreytta texta. Áhersla verður á regluleg skrif nemenda ásamt leiðbeiningum og fyrirlestrum frá kennara um helstu þætti skapandi skrifa.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Jóhanna Lára Eyjólfsdóttir
Þessi áfangi er fyrir þá sem hafa áhuga á að læra um menningu og tungu annarra landa. Miðað er við námsefni og námsmarkmið 1. áfanga í framhaldsskóla. Áherslan verður mest á hlustun og talað mál og til þess notaðar fjölbreyttar kennsluaðferðir með þátttöku allra í hópnum.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Freyja Friðbjarnardóttir
Áfanginn er hugsaður fyrir nemendur í 9. – 10. bekk sem vilja bæta við þekkingu sína á alheiminum, myndun hans og framvindu og fyrir nemendur sem hyggjast stunda nám á náttúrufræðibraut í framhaldsskóla. Fjallað verður um ýmis fyrirbrigði í alheiminum frá hinu stærsta til hins smæsta.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Faggreinakennari
Aðstoð í stærðfræði er kjörin fyrir þá nemendur sem þurfa að þjálfa undirstöðuatriði í stærðfræði.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Faggreinakennari
Valfag fyrir nemendur sem hafa áhuga á að fást við stærðfræðiverkefni á hlutbundinn hátt þar sem unnið verður með verkefni og sköpun. Nemendur fá að örva forvitni sína og áhuga auk þess sem þeim gefst kostur á að virkja ímyndunaraflið. Nemendur fá tækifæri til að vinna með líkön og mælieiningar.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Edda Jónsdóttir
Valfag fyrir nemendur sem vilja klára grunnskólastærðfræðina fyrr og hefja fjarnám við framhaldsskóla. Eingöngu nemendur sem eru með A í stærðfræði vorið 2021 geta valið þetta fag.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Edda Jónsdóttir
Þetta valfag er fyrir þá sem hafa áhuga á að læra þýsku og vilja undirbúa sig fyrir þýskunám í framhaldsskóla. Miðað er við námsefni og námsmarkmið 1. áfanga í framhaldsskóla.
Áherslan verður mest á hlustun og talað mál og til þess notaðar fjölbreyttar kennsluaðferðir með þátttöku allra í hópnum.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Ása Torfadóttir
Nemendum unglingadeildar býðst að stunda nám í framhaldsskólaáföngum í kjarnagreinunum sex: íslensku, stærðfræði, ensku, dönsku, samfélagsgreinum og náttúrugreinum. Undanfari að slíku vali er að nemendur hafi lokið matsviðmiðum 10. bekkjar í viðkomandi grein. Framhaldsskólaáfangar í þýsku og bókfærslu eru undanskildir, þar sem undanfari þessara faggreina er að nemandi hafi hlotið B í undirbúningsáföngum sem kenndir eru í Árbæjarskóla. Framhaldsskólaáfangarnir eru flestir stundaðir í fjarnámi eða í samstarfi við framhaldsskóla.
Fyrirkomulag: Tvær klukkustund á viku allan veturinn.