Samkennd - Samvinna - Samhljómur
Þessi síða er smíðuð í tengslum við verkefnið Syngjandi skóli.
Síðan er hugsuð sem gagnabanki og tæki fyrir kennara í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi til þess að auka við söng og tónlist í starfi.
Nú er samsöngur grunnskólabarna í tilefni af
Degi íslenskrar tónlistar 2024 komið inn á Syngjandi skóla.
Þið getið fundið það hér 🎶🎵
Markmið verkefnisins er að auka almennan söng í skólum og rjúfa múra milli tónmenntakennslu og annarrar kennslu. Kenna einföld grunnatriði og kynna tæknistudd tækifæri til að styðja við söng sem hluta af daglegu starfi í almennri kennslu jafnvel þó kennarar „kunni ekki neitt í tónlist“, en átti sig á mikilvægi almenns söngs með börnum byggt á þeim fjöldamörgu rannsóknum sem styðja við þennan þátt.
Fyrir ábendingar og fyrirspurnir endilega hafið samband við Hörpu Þorvaldsdóttur.
Netfang: harpa.thorvaldsdottir@reykjavik.is