Barnamenningarhátíð

Lag Barnamenningarhátíðar 2024

Spyrja eftir þér 

Hér má finna undirleik, texta og hljóma af laginu Spyrja eftir þér með hljómsveitinni Celebs

Spyrja eftir þér - Hljómablað

Spyrja eftir þér - Undirleikur (Karókí)

Spyrja eftir þér  - Texti

Hér má finna lög barnamenningarhátíðar frá árinu 2016

Lag Barnamenningarhátíðar 2023    

Hljómsveitin Flott

Kæri heimur 

Lag: Ragnhildur Veigarsdóttir og Vigdís Hafliðadóttir

Texti: Vigdís Hafliðadóttir og börn í 4. bekkjum í Reykjavík 

Lag Barnamenningarhátíðar 2022   

Jói Pé og Króli

Þriggja tíma brúðkaup 

Lag: JóiPé, Króli og Snorri Beck Magnússon 

Texti: JóiPé og Króli í góðu samstarfi við börn í 4. bekkjum í Reykjavík 


Lag Barnamenningarhátíðar 2021   

Bríet

Fljúgandi furðuverur 

Höfundar lags og texta: Bríet Ísis Elfar og Pálmi Ragnar Ásgeirsson 

Lagið varð til í góðu samstarfi við börn í 4. bekk í grunnskólum borgarinnar. Börnin svöruðu spurningum um það sem skiptir máli í heimunum. 

Lag Barnamenningarhátíðar 2020   

Daði Freyr

Hvernig væri það?

Lag og texti: Daði Freyr 

Lagið varð til í góðu samstarfi við börn í 4. bekk í grunnskólum borgarinnar. Börnin svöruðu spurningum um hvernir heimurinn væri ef þau fengju að ráða. 


Lag Barnamenningarhátíðar 2019   

Jón Jónsson

Draumar geta ræst

Lag: Jón Jónsson 

Texti: Bragi Valdimar Skúlason 

Lagið varð til í góðu samstarfi við börn í 4. bekk í grunnskólum borgarinnar. Börnin svöruðu spurningum um hverjir draumar þeirra væru, fyrir þau sjálf, aðra og fyrir allan heiminn. Verkefnið tengist innleiðingu nýrrar menntastefnu Reykjavíkur en yfirskrift hennar er: „Látum draumana rætast“. 

Lag Barnamenningarhátíðar 2018    

Steinunn, Steiney og Dísa

Kæri heimur 

Lag: Fjallið

Texti: Steinunn út frá hugmyndum  4. bekkinga í Reykjavík


Lag Barnamenningarhátíðar 2017   

Salka Sól

Ekki gleyma

Lagið „Ekki gleyma“ er samið af Sölku Sól Eyfeld í tilefni af Barnamenningarhátíð í Reykjavík 2017 í samvinnu við Reykjavík bókmenntaborg UNESCO og Sorpu. Fjórðu bekkingar í grunnskólum Reykjavíkur eiga hlutdeild í laginu en textinn er saminn út frá þeirra hugmyndum um verndun jarðarinnar. 

Lag Barnamenningarhátíðar 2016    

Pollapönk

Litríkir sokkar og vettlingar

Hljómsveitin Pollapönk samdi lag sérstaklega fyrir viðburðinn sem heitir "Litríkir sokkar og vettlingar" og fjallar um hvað margbreytileikinn gerir samfélagið litríkara og skemmtilegra. Lagið er samstarfsverkefni Barnamenningarhátíðar, Unicef, Rauða krossins í Reykjavík og Reykjavík bókmenntaborgar UNESCO.