Erindi 9. september 2020

Karlmennska og strákar sem rekast á í kerfinu

Erindi Christian og Björgvins Páls eru aðgengileg hér á vefnum og stjórnendur á starfsstöðvum Skóla- og frístundasviðs geta óskað eftir aðgangi að erindi Þorsteins með því að senda tölvupóst kolbrun.hrund.sigurgeirsdottir@reykjavik.is.

Erindi 1 - Christian Vorre Mogensen

Erindi 2 - Þorsteinn V. Einarsson

Stjórnendur á starfsstöðvum Skóla- og frístundasviðs geta óskað eftir aðgangi að erindi Þorsteins með því að senda tölvupóst kolbrun.hrund.sigurgeirsdottir@reykjavik.is.

Erindi 3 - Björgvin Páll Gústavsson

Dagskrá 9. september 2020

Kl. 13:30 - Vefstofan á Google Meet opnar fyrir þátttekendur. Ekki er nauðsynlegt að skrá sig inn til að taka þátt. Tengill verður settur inn í dagskrána rétt fyrir kl. 13:30

Kl. 14:00 - Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir býður þátttakendur velkomna og útskýrir fyrirkomulag dagskrár.

Kl. 14:10 - Christian Vorre Mogensen fjallar um stráka sem hafa einangrast í tölvuleikjum, hættuna á djúpnetinu og reiða unga karla. Christian er sérfræðingur í vinnu með einangraða stráka og býr og starfar í Kaupmannahöfn.

Kl. 14:50- Spurningar til Christians.

Kl. 15:00 - Þorsteinn V. Einarsson fjallar um karlmennskuhugmyndir samfélagsins og hvernig líðan og hegðun einstaklinga mótast fremur af umhverfi en "eðli". Þorsteinn er kynjafræðingur og heldur úti verkefninu #karlmennskan

Kl. 15:20- Spurningar til Þorsteins.

Kl. 15:30- Björgvin Páll Gústavsson fjallar um reynslu sína af því að vera strákur sem rakst á í skólakerfinu. Hann var barn sem upplifði gríðarlega vanlíðan sem braust út í hegðunarvanda. Hann ræðir um mikilvægi þess að hafa trú á börnum og að sýna börnum kærleika, ekki síst þegar þau hafa málið sig út í horn. Björgvin er helst þekktur sem okkar frábæri landsliðsmarkvörður í handbolta.

16:00 - Stutt spjall fyrir þá sem vilja/Dagskrá lýkur

Þátttakendur geta sent inn spurningar á meðan á erindi stendur og nýtt sér til þess spjallgluggann eða sent inn fyrirspurn í gegnum Google Forms (sjá tengla í dagskrá)

Ef þátttakendur komast ekki inn á Google Meet fjarfundinn af einhverjum ástæðum milli kl. 14:00 og 16:00 miðvikudaginn 9. september verður opnað fyrir öll erindin á þessari síðu kl. 14:00 sama dag. Einnig verður hægt að nálgast hvert erindi í 48 klukkutíma eftir að ráðstefnulotan er sett.