23.1.
Með íþróttum og líkamsrækt má þjálfa og efla félags-, tilfinninga- og siðgæðisþroska nemenda, kenna markmiðasetningu og streitustjórnun, skapa þeim aðstæður til heilbrigðra lífshátta og þróa seiglu og þrautseigju. Íslensk náttúra og útinám er kjörinn vettvangur fyrir hreyfingu og ýmiss konar íþróttir og áhersla skal lögð á að kynna fyrir nemendum íþróttaiðkun úti við allt árið. Sundiðkun er heilsueflandi hreyfing og góð leið til heilsubótar.
t