Megintilgangur náms og kennslu í lykilhæfni er að þroska sjálfsvitund og samskiptahæfni nemenda, búa þau undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi og að þeir öðlist getu til að nýta sér styrkleika sína til áframhaldandi náms og starfsþróunar þegar þar að kemur. Lykilhæfni snýr að nemandanum sjálfum, er ætlað að stuðla að alhliða þroska hans og tengist öllum námssviðum. Góð lykilhæfni gerir einstaklingum kleift að læra við ólíkar aðstæður, takast á við breytingar, vinna í samfélagi með öðru fólki og bregðast við á þann hátt sem hentar þeim sjálfum til uppbyggingar og farsæls lífs. Lykilhæfni er hæfni fyrir borgara framtíðarinnar, einstaklinga sem þurfa að vera tilbúnir að læra allt lífið (Gunnar E. Finnbogason, 2016).
Hugtök:
rætt um samfélagið og notað valin hugtök í því samhengi,
Upplýsingalæsi:
aflað sér upplýsinga um samfélagið úr völdum textum, hljóð- og myndefni og sagt frá efninu,
Skoðanamyndun:
greint upplýsingar og ólíkar skoðanir úr völdum heimildum og myndað sér eigin skoðanir,
Gagnrýnar umræður:
spurt spurninga og tekið þátt í umræðu um valin samfélagsleg og siðferðileg málefni,
Setja sig í spor annarra:
sett sig í spor jafnaldra og fjölskyldumeðlima,
Miðlun:
miðlað þekkingu sinni og skoðunum tengdum samfélaginu,
Lýðræðislegt samstarf:
tekið þátt í samstarfi og sameiginlegum ákvörðunum í jafningjahópi og innan fjölskyldunnar.
Félagsmótun:
sagt frá sjálfum sér með hliðsjón af uppruna, búsetu, fjölskyldu, siðum og venjum,
Þarfir:
áttað sig á mikilvægi næringar, hvíldar, svefns, hreyfingar og hreinlætis,
Tilfinningar:
áttað sig á og lýst ýmsum tilfinningum, svo sem gleði, tilhlökkun, sorg og reiði,
Hugarfar:
áttað sig á mikilvægi jákvæðra viðhorfa fyrir sjálfan sig,
Sjálfsþekking:
gert sér og öðrum grein fyrir hvar eigin styrkur og áhugi liggur,
Virðing:
sýnt sjálfum sér og öðrum virðingu og sagt frá því hvernig það er hægt,
Staðalmyndir:
fjallað um ólíka einstaklinga og hópa í skóla- og nærsamfélaginu,
Kynjafræði:
bent á dæmi um fjölbreytni kynhlutverka og áhrif þeirra á sjálfsmyndina,
Fjármál einstaklings:
áttað sig á kostnaði við eigin neyslu og muninum á þörfum og löngunum.
Virðing fyrir fjölbreytileika:
áttað sig á að fólk býr við ólík fjölskylduform, hefur ólíkan bakgrunn og borið virðingu fyrir mismunandi lífsviðhorfum og siðum,
Trú og lífsviðhorf:
velt fyrir sér nærtækum spurningum sem tengjast trú, lífsviðhorfi og breytni,
Trúarbrögð:
sagt deili á nokkrum frásögnum, helstu hátíðum og siðum kristni og annarra trúarbragða, einkum í nærsamfélaginu,
Áhrif trúarbragða:
áttað sig á að trúar- og lífsviðhorf fólks birtast í mismunandi viðhorfum, siðum og venjum.
Reglur:
sýnt þekkingu á reglum í samskiptum og útskýrt tilgang þeirra,
Mannréttindi:
rætt um réttindi sín og skyldur og þekki til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,
Samfélagsgerð:
áttað sig á að hver einstaklingur er hluti af stærra samfélagi,
Lýðræði:
bent á dæmi um lýðræðislega þætti í skóla- og nærsamfélaginu,
Stjórnkerfi:
sagt frá nokkrum stofnunum samfélagsins,
Velferðarsamfélag:
áttað sig á mikilvægi samhjálpar í samfélaginu,
Samneysla:
þekkt dæmi um grunnþjónustu í samfélaginu,
Slysavarnir:
varast hættur á heimili sínu, í umferðinni og nærumhverfi,
Umferðarreglur:
sagt frá umferðarreglum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og farið eftir þeim,
Geta til aðgerða:
rætt um eigin athafnir og afleiðingar þeirra og tekið þátt í samfélagsmálum.
Sögulegar heimildir:
áttað sig á að ólíkar heimildir segja ólíka sögu,
Fjölskyldan:
áttað sig á mikilvægi fjölskyldunnar og fjölbreytni fjölskyldugerða í samfélagi manna,
Heimabyggð:
uppgötvað og nefnt dæmi um einkenni og sögu heimabyggðar,
Íslandssaga:
nefnt dæmi um sögu og einkenni Íslands,
Saga:
sagt frá völdum persónum, atburðum og tímabilum í sögunni,
Söguleg þróun:
komið auga á þætti sem hafa haft áhrif á mannlífið í tímans rás, svo sem umhverfi og skipulag samfélaga,
Áhrif sögu á samtímann:
fjallað um atburði í sögunni í tengslum við samtímann.
Kortalæsi:
áttað sig á hlutverki og notagildi landakorta og ratað með hjálp einfaldra korta,
Samfélög:
nefnt dæmi um ólíkar aðstæður, menningu og líf fólks,
Auðlindir:
nefnt dæmi um hvernig maðurinn nýtir náttúruna til að lifa af,
Neyslusamfélagið:
lýst því hvernig matvæli og föt verða til og hvar þau enda,
Áhrif mannsins:
bent á dæmi um áhrif tækni og framkvæmda á mannlíf og umhverfi,
Sjálfbær þróun:
nefnt dæmi um hvernig athafnir okkar hafa afleiðingar til framtíðar,
Ábyrg náttúruvernd:
gert sér grein fyrir mikilvægi sínu í umgengni um og vernd náttúrunnar.