Það er gríðarlega misjafnt hvað skólar eru að gera á unglingastigi en hér er hugmyndin að benda á verkefni sem henta bæði í fjarkennslu sem og rafrænt og skapandi nám en ekki endilega verkefni sem tengjast ákveðnum fögum (þó að það sé hér líka). Kennarar geta líka fengið hugmyndir af uppsetningum á verkefnum sem eru fyrir yngsta- og miðstig á þessum fjarnámsvef en þar eru þau flest tengd ákveðnum fögum.
Í öllum tilfellum er mælt með samvinnu (líka þegar það er fjarnám í gangi) og það er gott að tengja saman nemendur sem eru kannski heima við aðra sem mæta í skólann í gegnum svona verkefni. Það dregur úr einangrun nemenda.
Mikilvægt er að nemendur hafi aðgang að netnámsumhverfi til að fá upplýsingar og til að skila inn afurðum sínum. Á vefnum Nám stutt af neti eru upplýsingar sem hjálpa bæði kennurum og nemendum að finna út úr rafrænu námsumhverfi.
Langholtsskóli - Smiðjur (Sprellifix verkefni)
Hörðuvallaskóli - Samfélagsfræði (Náttúra, umhverfi og framtíð, réttindi og skyldur, fjármál unglinga)
Hörðuvallaskóli - Samhyggð - Samfélagsfræðiþema fyrir marga nemendur
Kortsen.is - Íslenska og UT (Sprellifix form)
Hólabrekkuskóli - Danska og UT