Nemendur þurfa að vera duglegir að lesa bækur og helst lesa eitthvað daglega því aðeins þannig verða þeir góðir í lestri. Til að halda utan um lestur bóka er sniðugt að nemendur skili inn bókarýni á þær bækur sem þeir lesa. Skýr markmið eru t.d. að nemendur segi frá persónum, umhverfi, aðalatriðum úr söguþræði, þeirra áliti og öllu öðru sem þeim dettur í hug en ekki bara endursegja sögurnar. Einnig er sniðugt að láta nemendur skila heimalestri rafrænt t.d. í Seesaw. Hér fyrir neðan eru fleiri hugmyndir um hvernig maður getur sett upp rafrænt efni til að þjálfa lestur og lesskilning.