Svör frá hinsegin fólkinu

Býr þú í litlu eða stóru bæjarfélagi ?

Í hvaða landshluta býr þú í ?

Hver var aldur þinn þegar þú komst út?

Hver er aldur þinn núna?

Hver er kynhneigð þín eða hvernig skilgreinir þú þig?

Heldur þú að það sé munur á að koma út sem hinsegin í litlu eða stóru samfélagi

Sögur hjá fólki sem svaraði könnuninni okkar - Spurningin var - Hvernig var upplifun þín að koma út sem hinsegin í þínu bæjarfélgi, og hvernig brugðust fólkið í kringum þig við því.

Það var mun auðveldar þegar ég kom út sem tívkynheigð stelpa, hafði ekki mikil áhrif á líf mitt, mun erfiðara að koma út sem kynsegin, enn erfitt næstum því tveimur árum seinna. Að vera kynsegin hefur áhrif á allt í daglega lífi mínu og þarf alltaf að vera að koma út fyrir nýju fólki, á meðan hverjum ég laðast að kemur ekkert mörgum við. Fjölskylda mín brást í fyrstu vel við, en þegar leið á tímann kom upp mikil spenna og ég upplifði mig einangrað frá þeim. Eftir fjölskylduráðgjöf skánaði það. Vinir mínir hafa alltaf verið stuðningsfullir, fyrir utan einstaka transfóbíska vini sem ég hætti að tala við um leið og það kom í ljós þegar ég kom út. Það er alltaf erfiðara með eldra fólki, jafnvel undir 50 ára, foreldrar barna sem ég passa t.d. að miskynja mig og afsaka það með að það sé of flókið fyrir barnið að skilja af hverju þau séu að tala við mig í hvorugkyni. Börn eru alltaf skilningríkust og litli bróðir minn hinn mesti stuðningsmaður trans fólks.

Miklu betri en ég þorði að vona enda kom svo í ljós að sá sem var með mestu fordómana út af þessu var bara ég sjálfur. Ég var að rotna að innan og hataði sjálfan mig. En lang flestum öðrum var eginlega bara alveg sama og tóku þessu mjög vel. Þótt að vinir mínir fóru að koma öðruvísi fram við mig en hina strákana, þá held ég núna að það hafi ekki verið meðvitað og mest út af því að þeir vissu ekki betur enda „ungir og vitlausir“. Fjölskyldan breyttist ekkert gagnvart mér og aðrir voru bara svipaðir og áður. En þessi „aðrir“ eru þeir sem skiptu mig minnstu máli svo ég var ekkert mikið að velta því fyrir mér, hvorki hvað þeim fannst né hvað þeir töluðu um. Örfáir hafa sýnt mér fordóma en það eru svartir sauðir alls staðar.