Hver er munurinn á að koma út sem hinsegin í litlu eða stóru bæjarfélagi?

Hvað getum við gert til að sporna geng hatri ?

  • Taka þessa hluti alvarlega

  • Taka umræðuna um það sem er í gangi og ekki vera feimin við það

  • Kalla eftir aukinni fræðslu um hinseginmálefni


Kynlaus persónufornöfn

Fólk sem skilgreinir sig sem kynsegin kýs flest að nota kynhlutlaus persónufornöfn. Þar sem hvorugkyns persónufornafnið það er almennt ekki notað um manneskjur þá hafa ný fornöfn komið inn. Fornöfnin hán, eða hín eru fornöfn sem eru notuð og taka þau yfirleitt með sér hvorukyns endingar. Hán er langalgengast en hé og hín eru önnur kynhlutlaus fornöfn. Ekki er algilt að kynsegin fólk kjósi að nota kynhlutlaus fornöfn. Það fer allt eftir því hvaða persónufornafn einstaklingur kýs að nota. Sumt kynsegin fólk vill sleppa dóttir eða son og nota -bur. Fólk verður að vera meðvitað um að þetta er nýtt í tungumálinu og fólk er að læra.

Hán - - hín

Dæmi:

Hán er svangt.

Ég fékk lánaða bókina híns.

er kennari, ég hef góða reynslu af kennslu hés.


Samtökin 78

Samtökin ’78 eru elsti félagsskapur hinsegin fólks sem enn er starfandi. Þau voru stofnuð árið 1978 sem vettvangur fyrir félagslíf og réttindabaráttu samkynhneigðra. Það var þó ekki fyrr en undir lok 20. aldar sem félagsmenn Samtakanna ’78 fóru að huga að baráttu annarra hópa en samkynhneigðra.

Verkefni Samtakanna ’78 eru margvísleg: réttindabarátta, hagsmunagæsla, fræðsla, ráðgjöf, félagsstarf og margt fleira. Þar getur hinsegin fólk og aðstandendur þeirra fengið ókeypis ráðgjöf, sótt fundi hjá fjölbreyttum starfshópum og fengið aðgang að félagslegum vettvangi hinsegin fólks.