Við heitum Guðríður Sveinsdóttir og Inga Dís Sigurðardóttir. Við erum kennarar við Giljaskóla á Akureyri og höfum óbilandi áhuga á upplýsingatækni í skólastarfi.
Hér á þessari síðu má finna verkefni sem við höfum búið til fyrir nemendur okkar í SeeSaw, Classkick og BookCreator og mögulega fleiri forritum þegar fram líða stundir. Öllum er frjálst að ýta á hlekkinn og ná í afrit af verkefnunum. Þegar búið er að taka afrit er hægt að breyta verkefninu áður en það er lagt fyrir.