Hér eru myndbönd um það hvernig við búum til verkefni á Flippity síðunni. Einnig eru hugmyndir um það hvernig er hægt að nýta verkfærin sem flippity býður upp á. Hugmyndaflugið kemur okkur langt :) Þetta er allt saman í vinnslu hjá mér.. koma fleiri inn von bráðar
Snúningshjól
Hægt að nota í allskonar vinnu. M.a. hópaskiptingar, velja einstakling, paraverkefni og allskyns verkefni tengt námi.
Stafabox/orðabox
Þetta verkfæri er hægt að nota í allskyns verkefni. Sem dæmi í lykilorðavinnu þar sem færa á stafi til og mynda ný orð, orðflokkagreiningar og raða málsgreinum svo eitthvað sé nefnt.
Myndband
"Spilakassi"
Ótrúlega skemmtilegt þegar vinna á t.d. með samsett orð, hundrað/tug/einingu, orðflokkagreiningu og búa til málsgreinar. Láta hugmyndaflugið ráða hverju sinni :)
Myndband
Minnisspjöld
Þetta verkfæri er frábært að nota t.d. í lesskilning. Nemendur fá tækifæri til að æfa sig og spyrja hvert annað. Svo er hægt að para saman spurningu og svar og að lokum svara spurningum skriflega.
Myndband
Orðasúpa
Hægt að nota í allskonar orðavinnu í íslensku og erlendum tungumálum.
Auðvelt fyrir nemendur að búa til orðasúpu
Myndband
Krossgáta
Hægt að búa til krossgátur fyrir öll fög, með spurningum upp úr texta fyrir lesskilning, sem orðaforðavinnu í ensky/dönsku, sem skemmtun eða með stærðfræðidæmum
Myndband
Hengimann
Hægt að nýta í alla orðavinnu og til skemmtunar. Einstaklingar geta unnið í sínu tæki eða hópurinn saman uppi á töflu.
Hægt að velja um tegund af leik í stað hengimanns, t.d. snjókarl að bráðna eða sprengju að springa
Myndband