Heimakennsla Giljaskóla

Nú þegar skólastarf er enn og aftur með breyttum hætti færist nám og kennsla úr skólanum og inn á heimilin. Þessi síða er ætluð sem upplýsingasíða um hvað við erum að gera með krökkunum og hvernig þið foreldrar og nemendur getið aðstoðað við að námið sitji ekki á hakanum þrátt fyrir að aðstæður séu eins og þær eru.

Notið ykkur valmyndina hérna vinstra megin til að flakka um síðuna og skoða þær upplýsingar sem þar eru. Einnig er síða þar sem hægt er að hafa samband ef eitthvað er óljóst eða þið eigið við tækniörðugleika að stríða.

Þessi síða er í stanslausri vinnslu og endurskoðun.

Hvert er planið hjá skólanum?

Okkar áætlanir miðast við að reyna að halda úti eins góðu skólastarfi og hægt er miðað við aðstæður. Það má búast við að það verði töluverðir "vaxtaverkir" á meðan kennarar og nemendur eru að aðlagast breyttum aðstæðum og prófa sig áfram með hin ýmsu forrit og leiðir til að miðla kennsluefni og verkefnum til nemenda.

Lykilorðið er Þolinmæði

Bæði hjá okkur og ykkur á meðan allir eru að fóta sig. Við munum kappkosta við að bjóða upp á vandaða kennslu og reyna að stilla efninu í hóf og við þurfum á ykkur að halda við að allt gangi smurt á hinum endanum :)