Forrit

Hér koma þau forrit sem við erum aðallega að nota í fjarkennslunni og upplýsingar til foreldra um hvernig þau eru sett upp í ykkar tækjum. Upplýsingarnar eru á ensku en hægt er að hafa samband við "tæknimann" ef einhver vandræði eru.

Google kerfið

Giljaskóli notast við GSuite for Education í sínu starfi sem gerir okkur kleift að láta nemendur vinna að verkefnum á skýi og skila þeim inn til okkar þannig í gegnum Google Classroom. Kerfið er algjörlega frítt og engin uppsetning er þörf af ykkar hálfu. Nemendur hafa allir GSuite netfang og skrá sig inn með því. Tölvupóstur, drif og ritvinnsla eru t.d. öll á skýi og mjög aðgengileg (http://www.drive.google.com). Formið er gil04NAFN@giljaskoli.is (gil-árgangur-nafn) og ef nemendur vantar lykilorð geta þeir snúið sér til Bergmanns, bergmann@giljaskoli.is. Miðstig og unglingastig eru aðallega að nýta sér Google kerfið.

Seesaw

Allir nemendur skólans eru skráðir í Seesaw sem er lærdómskerfi sem er mjög þægilegt og einfalt í notkun. Hérna fyrir neðan er tengill frá Seesaw þar sem hægt er að fræðast um kerfið og hvernig þið setjið það upp í snjalltækjum. Á vefnum er nóg að fara á slóðina https://app.seesaw.me/ og skrá sig inn (4. til 10. bekkur) með GSuite netfanginu og lykilorðinu. Yngri nemendur þurfa heimanámskóða sem við sendum ykkur í gegnum Námfús.

Foreldrar geta hlaðið inn fjölskylduappi (Seesaw family) og fá þá líka að sjá hvað þeirra barn er að skila inn á Seesaw. Fjölskylduappið er eingöngu fyrir foreldra en hlaða þarf Seesaw appinu inn fyrir nemandanna ef um snjalltæki er að ræða. Við erum komin mjög mislangt í notkun á Seesaw. Í sumum bekkjum/greinum er það töluvert notað en í öðrum mun minna.

https://web.seesaw.me/parents


Nearpod

Nearpod er forrit/app þar sem kennari getur sent kennsluefni, glærur, myndbönd og fleira til nemenda með heimanámslykli. Nemandinn opnar Nearpod appið eða fer á síðuna https://nearpod.com/ og setur inn kóðann (Á heimasíðunni er hann efst fyrir miðju í hvítu röndinni. Nemandinn flettir sig áfram í gegnum efnið og vinnur þau verkefni sem koma fyrir og sendir svo niðurstöðurnar aftur til kennarans. Forritinu þarf að hlaða inn í snjalltæki og er að sjálfsögðu ókeypis eins og önnur forrit sem við erum að nota með krökkunum.