Menntabúðir #Eymennt 

Giljaskóli & Oddeyrarskóli

Giljaskóli og Oddeyrarskóli sameinast um að halda fyrstu menntabúðir vetrarins og verða þær haldnar í Giljaskóla mánudaginn 14. nóvember kl. 16:15 - 18:05. 

ATH! Breytt dagsetning vegna fyrirlestrar í boði BKNE í Lundarskóla mán. 7. nóvember kl. 16.

Viðfangsefni menntabúðanna eru margvísleg. Dagskráin mótast fram að menntabúðunum og tekur mið af því sem við öll leggjum fram. Hægt er að bjóðast til að miðla af reynslu og einnig að óska eftir viðfangsefnum.

Kl. 16:15 - 16:30 Móttaka á sal (gengið inn að framan / austan, syðri inngangur)

Kl. 16:30 - 17:05 Fyrri lota menntabúðanna

Kl. 17:05 - 17:30 Kaffi á sal

Kl. 17:30 - 18:05 Seinni lota menntabúða

Vonandi sjáum við sem flesta. Skráning er mikilvæg hvað varðar veitingar og einnig fyrir skýrslugerð.

Dagskráin gæti breyst fram að menntabúðunum. Hér má finna dagskrána á PDF.

Facebook

Fyrri lota

Kaffi

Seinni lota

Forrit og viðbætur til að aðstoða nemendur með sérþarfir og erlenda nemendur 

Skoðum viðbætur í Chrome sem styðja við nemendur með lestrarörðugleika. Hvað er í boði og hvernig notum við þær? Hvaða forrit er verið að nota í iPad og hvernig virka þau? Sjónrænt skipulag með Calendar og Zapier og fleira.  

Staðsetning: stofa 303, 3. hæð (hægt að opna inn í 302)

Bergmann Guðmundsson, verkefnisstjóri Giljaskóla

Gmail og Calendar, skipulagstæki kennarans

Hvernig fæ ég það mesta út úr Gmail og Calendar? Farið í hvernig þessi forrit nýtast kennurum til að halda utan um og skipuleggja sig ásamt því að sýna helstu hluta þeirra og hvernig við erum að nota þá. 

Staðsetning: stofa 303, 3. hæð (hægt að opna inn í 302)

Bergmann Guðmundsson, verkefnisstjóri Giljaskóla og Hans Rúnar Snorrason, kennari Hrafnagilsskóla

Leiðtogi í upplýsingatækni og kynning á Canva 

Kynning á starfendarannsókn minni í MA námi við HA. Þar rannsaka ég mig í hlutverki leiðtoga í upplýsingatækni. Hvert er hlutverk leiðtoga, kostir og gallar?
Fer yfir hvernig ég kynnti Canva fyrir kennurum Síðuskóla og hvernig við notum það með nemendum.

Staðsetning: stofa 204, 2. hæð

Hulda Guðný Jónsdóttir, kennari Síðuskóla

Núi og Nía í Byrjendalæsi  

Verkefni um Núa og Níu í Byrjendalæsi sem teygir anga sína út í bekkjarsáttmála, hönnunarhugsun, textílmennt, forritun o.fl. 


Staðsetning: stofa 206, 2. hæð (hægt að opna inn í 207)

Jóhanna Dögg Stefánsdóttir, kennari Hrafnagilsskóla

Flippity í Byrjendalæsi

Skoðum hvernig hægt er að nýta sér Google viðbótina Flippity í stöðvavinnu. Þátttakendur fá að prófa og ef tími vinnst til þá sýni ég hvernig búa á til verkefni. 

Staðsetning: Stofa 108, 1. hæð (op inn í 109)

Inga Dís Sigurðardóttir, kennari Giljaskóla

Brjótum upp stærðfræðina á miðstigi - fjölbreytt kennsla

Skoðum notkun á forritunum Classkick, Nearpod, Quizlet, Desmos og Padlet í stærðfræðivinnu. 

Staðsetning: stofa 205, 2. hæð

Guðríður Sveinsdóttir, kennari Giljaskóla

WeVideo Classroom

WeVideo er öflugt og gott klippiforrit sem er alfarið í skýjunum. Kosturinn við það er að þú getur unnið í hvaða tölvu sem er og er fullkomið fyrir chromebook-skóla. Nemendur geta unnið saman í að klippa. Nýjasta er að WeVideo er komið með sitt eigið “Classroom” þar sem kennarar geta útdeilt vídeóverkefnum (jafnvel hópverkefnum) og fylgst með framvindu.

WeVideo Classroom

Staðsetning: stofa 305, 3. hæð (hægt að opna inn í 304)

Hans Rúnar Snorrason, kennari Hrafnagilsskóla

Viðbragðsáætlanir vegna kynferðisofbeldis milli skólasystkina

Hvað er í þessari kynfræðsluskýrslu (Markviss kennsla um kynheilbrigði og ofbeldisforvarnir í grunn- og framhaldsskólum) sem búið er að semja en ekkert virðist vera að frétta af? Hvernig líta viðbragðsáætlanirnar út sem framhaldsskólarnir eru að semja með hraði þessa dagana?

Staðsetning: stofa 213 (náttúrufræði), 2. hæð

Heiðar Ríkharðsson, kennari Giljaskóla

Notkun sýndarveruleika og tölvuleikja í kennslustofunni

Kynning á VEGA Erasmus+ verkefni sem Dalvíkurskóli tekur þátt í og gengur út á notkun VR og tölvuleikja í skólastarfinu. Að kynningu lokinni gefst þátttakendum tækifæri til að prófa VR gleraugu og nokkra leiki sem fjallað er um í verkefninu. 

Staðsetning: stofa 208, 2. hæð (hægt að opna inn í 209)

Guðný Sigríður Ólafsdóttir, kennari og Katla Ketilsdóttir, deildarstjóri Dalvíkurskóla

MSHA, hvað er nú það? 

Íris Hrönn, leikskólakennari og Jenný, grunnskólakennari, ráðgjafar hjá MSHA kynna hvað Miðstöð skólaþróunar hefur upp á að bjóða fyrir kennara, s.s. stuðning við þróunarstarf, námskeið, vinnustofur, starfstengt ECTS eininganám á framhaldsstigi, kennsluráðgjöf, námsefnisgerð, úttektir og umbótastarf svo eitthvað sé nefnt. 

Staðsetning: stofa 203, 2. hæð

Íris Hrönn Kristinsdóttir og Jenný Gunnbjörnsdóttir, sérfræðingar á Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri

ScanNCut og Inkscape - fyrri hluti

Farið verður yfir nokkra möguleika á notkun ScanNCut vélarinnar frá Brother og hvernig Inkscape virkar með henni.

Inkscape

Staðsetning: Textílmennt, 2. hæð 

Astrid Hafsteinsdóttir, textílkennari Giljaskóla

ScanNCut og Inkscape - seinni hluti

Astrid heldur áfram eftir kaffi. Hér fer hún í hvernig skerinn er notaður til að skera í fatafilmu, vinyl og gera stensil. Þátttakendur fá að prófa.

Staðsetning: Textílmennt, 2. hæð 

Astrid Hafsteinsdóttir, textílkennari Giljaskóla

Rafbækur í foreldrasamskiptum 

Kynnum hvernig Book Creator er notað til að útbúa rafbækur fyrir hvert barn. Bækurnar innihalda skráningar á starfi vetrarins með myndum, texta, myndskeiðum ofl. með það að markmiði að foreldrar fái innsýn í starf leikskólans og nám barnanna. 


Staðsetning: stofa 106, 1. hæð (hægt að opna inn í 107)


Drífa Þórarinsdóttir, skólastjóri og Hafdís Ólafsdóttir, deildarstjóri Klappa leikskóla 

Classroomscreen PRO

Skoðum Classroomscreen sem er vefsíða (mikið uppfærð) fyrir kennara og býður upp á margvíslega tækni til að auðvelda skipulag og vinnu í kennslu. PRO aðgangurinn býður upp á mikið fleiri möguleika en ókeypis útgáfan. Valmöguleikar forritsins eru m.a. vinnusvæði, margir skjáir, hópaskiptingar, slembival á nafni, QR kóði, skeiðklukka, vinnutákn og textabox. 

Classroomscreen

Staðsetning: stofa 304, 3. hæð

Unnur Valgeirsdóttir, kennari Giljaskóla

Á vefsíðu Eymennt má m.a. sjá upptökur frá netmenntabúðum veturinn 2020-2021, október og mars.