Spurt og svarað
Námsumsjónarkerfi
Stafrænt námsumsjónarkerfi fyrir skóla.
Askurinn er námsumsjónarvefur þar sem nemendur hafa aðgang að öllu verkefnum og námsefni, geta séð viðmið um árangur og unnið með öðrum nemendum þegar það á við.
Öll verkefni nemandans eru aðgengileg á einum stað.
Í kerfinu er gott yfirlit yfir námsmat, eftir verkefnum annars vegar og námsgreinum hins vegar.
Askurinn þýðir fyrirmæli til nemenda yfir á 107 tungumál.
Stjórnborð nemandans inniheldur þau viðfangsefni sem nemandinn er að fást við hverju sinni.
Allt námsefni sem nemandinn þarf til að leysa verkefnin sín, svo sem myndbönd, hljóðskrár, skjöl og kynningar, er aðgengilegt á stjórnborði nemandans.
Samskipti við kennara fara fram í smáskilaboðum.
Viðmið um árangur og námsmarkmið eru skýr.
Foreldrar/forráðafólk geta séð öll viðfangsefni barna sinna.
Námsmat getur farið fram í rauntíma.
Námsgagnatorg
Námsumsjónarkerfinu fylgir námsgagnatorg með rúmlega 1200 verkefnum sem kennarar geta auðveldlega aðlagað og gert að sínum.
Kennarar geta útbúið eigin verkefni eða blandað verkefnum af námsgagnatorginu við sín eigin.
Ný verkefni bætast við í hverri viku.
Flest verkefni á námsgagnatorginu eru samþætt. Þó er auðvelt að vinna með einstakar greinar og samþætta lykilhæfnina alls staðar.
Verkefnin á námsgagnatorginu eru tengd hæfniviðmiðum við lok 4. bekkjar, 7. bekkjar og 10. bekkjar, en auðvelt er að aðlaga viðmiðin og færa á milli.
Öll verkefnin eru tengd við hæfniviðmið Aðalnámskrár grunnskóla.
Öll verkefnin innihalda viðmið um árangur og efla þannig og styðja við leiðsagnarnám.
Aukaefni sem hjálpar nemendum og/eða kennurum að dýpka þekkingu sína á viðfangsefninu fylgir mörgum verkefnum á námsgagnatorginu.
Kennarar geta skipt út eða bætt við aukaefni af netinu eða úr eigin tölvu eins og hentar hverju sinni.
Hægt er að leita eftir verkefnum tengdum grunnþáttum menntunar, einstökum greinum, viðfangsefnum eða hæfniviðmiðum.
Kennarar geta verið með eigin verkefni í kerfinu sem enginn annar sér, nema viðkomandi kennari kjósa að deila þeim með samkennurum sínum. Sum sveitarfélög eru með eigið námsgagnatorg svo að skólar geti deilt verkefnum sín á milli.
Um leið og kennarar hafa afritað námslotu eða verkefni á sitt svæði er sú lota orðin þeirra.
Sjá meira um efnið á námsgagnatorginu hér
Tungumálastuðningur
Öll verkefnin á námsgagnatorgi Asksins er hægt að þýða yfir á 107 tungumál inni í kerfinu. Hver nemandi velur sína tungumálastillingu.
ÍSAT nemendur og aðrir nemendur sem það kjósa, fá verkefnalýsingar og aðrar upplýsingar á völdu tungumáli.
Kennarar og stuðningsfulltrúar sem þess þurfa geta fengið verkefnin þýdd á þeirra móðurmál.
Allir nemendur geta tekið þátt í verkefnum óháð hæfni þeirra í íslensku.
Nemendur sem eru að læra íslensku geta unnið á 1. stigi í íslensku á meðan þeir fylgja jafnöldrum í öðrum faggreinum.
Nemendaverkefni
Nemendur skila verkefnum inn í Askinn.
Stjórnborð nemenda sýnir hvenær skila á verkefnum og hvað er næst á dagskrá.
Ferilmappa nemenda verður til inni í Askinum, framfarir eru sýnilegar, verkefnaskil dagsett og einstök tímalína framfara myndast með tímanum.
Nemendur geta skilað inn skjölum úr eigin tölvu, úr skýjageymslu, með myndböndum, myndum eða öðru sem þeir hafa skapað.
Hæfniviðmið og matsviðmið
Öll hæfniviðmið Aðalnámskrár hafa verið útfærð í að minnsta kosti einu verkefni á námsgagnatorgi Asksins.
Öll verkefni sem kennarar kjósa að endurhanna eða búa til og geyma inni í Askinum er hægt að tengja hæfniviðmiðum og skrá námsmarkmið og/eða viðmið nemanda um árangur.
Hægt er að tengja matsviðmið sérstaklega við lokamatsverkefni. Þannig sjá nemendur auðveldlega hver viðmiðin eru fyrir A-D skalann við lokamat 4., 7. og 10. bekkjar
Kennarar geta tengt hæfniviðmið við eigin verkefni eða valið að breyta þeim sem fyrir eru í verkefnum á námsgagnatorginu.
Kennari getur bætt við eins mörgum hæfniviðmiðum og hann vill við eigin verkefni eða þau sem hann afritar af námsgagnatorginu.
Umsjónaraðilar geta bætt við fleiri viðmiðum svo sem Evrópska tungumálarammanum, Læsi er lykillinn eða sérstökum matsviðmiðum skóla.
Námsmat
Kennarar
Verkefnin á námsgagnatorgi Asksins eru samþætt leiðsagnarnámsverkefni með viðmiðum um árangur. Kennarar geta breytt viðmiðum um árangur.
Námsmat getur farið fram í rauntíma með nemendum, sem styrkir framkvæmd leiðsagnarnáms verulega.
Hver skóli fyrir sig getur bætt við námsmatskvörðum af hvaða tagi sem er:
1-10
A-D
Skólakvarðar
Verkefnakvarðar
Leiðsagnarnámstákn
Kennarar geta metið marga nemendur í einu.
Auðvelt er að gefa umsagnir með hverju verkefni eða eftir lengri lotur.
Kennari getur valið hvort námsmat birtist nemendum strax eða við lok tímabils.
Hægt er að laga hæfniviðmið að getu einstaklinga án þess að aðgreina þá í augum annarra nemenda. Nemendur með sérþarfir geta til dæmis verið að vinna með 1. stigs hæfniviðmið (yngsta stigs) þó þeir stundi nám á unglingastigi.
Nemendur
Jafningjamat - Nemendur geta metið hvorn annan í kerfinu út frá þeim viðmiðum um árangur sem notuð er í verkefnum, bæði nemendur sem eru skráðir með þeim í hóp í kerfinu og nemanda af handahófi úr nemendahópnum.
Nemendur sjá viðmið um árangur og til hvers er ætlast af þeim. Það er hægt að þýða fyrirmælin yfir á 107 tungumál, sem hentar vel ÍSAT nemendum og kennurum.
Ferilmappa
Allar upplýsingar sem nemendur þurfa eru á þeirra svæði.
Nemendur sjá upplýsingar um dagsetningar verkefna á eigin svæði, hafi kennari valið að tímasetja verkefni.
Nemendur hafa stöðugt yfirlit yfir námsmat sem þeir hafa fengið.
Nemendur geta sent kennara skilaboð í kerfinu.
Nemendur sem vinna saman geta tengst í kerfinu og myndað hópa eða pör.
Nemendur skila verkefnum í gegnum eigin aðgang.
Á nemendasvæði hafa nemendur yfirsýn yfir öll verkefni sem þeir hafa unnið og kennari velur að hafa sýnileg. Ef kennari lokar á sýnileika verkefna, helst mat á þeim inni.
Skóla-og kennarasafn
Allar námslotur og verkefni sem kennari býr til verða hluti af hans eigin safni.
Allar námslotur sem kennari afritar af námsgagnatorgi Asksins verða hluti af safni hans.
Kennari getur valið hvaða, ef einhverjir, samstarfskennarar fá aðgang að verkefnum í hans safni.
Bæti samstarfskennari kennara við sín verkefni, verða þau hluti af safni þess kennara.
Kennarar geta valið að deila verkefnum á skólasafni skólans svo að aðrir kennarar innan skólans hafi aðgang að þeim.
Foreldrar - forráðafólk
Foreldrar og forráðafólk geta fylgst með námi barnanna sinna og séð til hvers er ætlast.
Foreldrar og forráðafólk sjá það sama og nemandinn og hafa þannig yfirsýn yfir nám og tilheyrandi námsmarkmið.
Foreldrar og forráðafólk sem ekki tala íslensku, geta nýtt sér tungumálastuðninginn í kerfinu til að fylgjast með námi barna sinna.
Gæðastarf
Helstu gæðaviðmið sem höfð eru til hliðsjónar eru þau sem birtast í Matstæki um þróun skólastarfs, AAR (Anticipation, Action, Reflection) frá OECD og „Frá draumi til veruleika,“ - norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt.
Allt efni sem er tilbúið í Askinum byggir á markmiðum menntayfirvalda eins og þau birtast í Aðalnámskrá grunnskóla og í Menntastefnu ríkisins til 2030.
Kerfið er hannað til að auðvelda kennurum að nýta leiðsagnarnám í eigin kennslu, þar sem verkefnum fylgja viðmið um árangur og í verkefnalýsingum til kennara er að finna skýringar sem hjálpa kennurum að ástunda leiðsagnarnám í eigin kennslu. Aðeins kennari sér skýringarnar.
Uppsetning námslota og verkefna í kerfinu ýtir undir að gæði í kennslu séu sýnileg.
Öllum verkefnum á námsgagnatorgi Asksins fylgja skýringar á verkefnum sem útskýra kennslufræðilegar áherslur hvers verkefnis og auðvelda því kennurum að nýta verkefnin.
Kennarar geta fengið yfirlit yfir þau hæfniviðmið sem þeir vinna með og stjórnendur geta séð hvaða gæðastarf á sér stað í skólanum.
Kerfið gefur kennurum ákveðna yfirsýn yfir eigin kennslu og kennsluhætti sem auðveldar þeim starfið.
Þar sem verkefnin á námsgagnatorgi Asksins eru öll gæðarýnd verður starf kennarans auðveldara og hann getur treyst því að nemendur fái gæðakennslu, sé námsferlum verkefnanna fylgt.
Kennsluráðgjöf og innleiðing
Kennsluráðgjafar Ásgarðs ritstýra öllu efni sem aðgengilegt er á námsgagnatorgi Asksins. Bestur árangur næst þegar innleiðing á Askinum er unnin samhliða skólaþróun og umbótum í þágu gæða skólastarfs með áherslu á persónumiðun, samþættingu og leiðsagnarnám svo eitthvað sé nefnt.
Boðið er upp á opna fundi einu sinni í viku þar sem hægt er að fá kennslufræðilega tækniaðstoð.
Öll verkefni í kerfinu eru samþætt verkefni þar sem markmið mismunandi faggreina eru nýtt. Ásgarður býður upp á kennsluráðgjöf og námskeið til að árangur með nemendum og kennurum verði eins og best verður á kosið.
Allir kennarar fá aðgang að námskeiði inni í Askinum sjálfum þar sem þeir læra að setja upp sín eigin verkefni, setja nemendur inn í kerfið og meta nám þeirra. Námskeiðinu fylgja myndbönd og sýnidæmi.
Persónuvernd
Askurinn er byggður á kerfi sem kallast Learncove. Learncove er íslenskt hugvit sem stenst kröfur yfirvalda um persónuvernd.
Eitt af stærri sveitarfélögum landsins hefur tekið kerfið út og gert samning um notkun þess, sem þýðir að kerfið stenst þær kröfur sem Persónuvernd gerir til kennslubúnaðar.
Kennarar velja að hluta hverjir sjá það sem þeir gera í kerfinu. Þó er að minnsta kosti einn stjórnandi í hverjum skóla kerfisstjóri. Hann hefur ákveðna yfirsýn yfir vinnu kennara en sér ekki hvað nemendur gera.
Samstarfsaðilar
Costner ehf er íslenskt sprotafyrirtæki sem á og sér um Learncove, kerfið sem Askurinn er keyrður á.
Askurinn er notaður víða um land. Sem dæmi má nefna:
Kópavogsbæ
Akureyrarbæ
Fjallabyggð
Fjarðabyggð
Norðurþing
Reykhólasveit
Strandabyggð
Tálknafjörð
Vesturbyggð
Askurinn er notaður í Ásgarðsskóla - skóla í skýjunum og þeim skólum sem Ásgarður rekur: Tungumálaskólanum og Valgreinaskólanum.
Áskrift
Það er einfalt að fá aðgang að Askinum með því að senda póst á askurinn@askurinn.net og fá tilboð fyrir skólann eða sveitarfélagið.
Áskrift byggir á þjónustusamningi við AIS ehf.
Bestur árangur næst með góðri kerfisbundinni innleiðingu og séraðlögun hvers skóla.