Námsumsjónarkerfinu fylgir námsgagnatorg með rúmlega 2000 verkefnum sem kennarar geta auðveldlega aðlagað og gert að sínum.
Kennarar geta útbúið eigin verkefni eða blandað verkefnum af námsgagnatorginu við sín eigin.
Ný verkefni bætast við í hverri viku.
Flest verkefnin eru samþætt og byggja á ferli sem endar með sýningu eða kynningum. Lykilhæfnin samofin.
Öll verkefnin eru tengd við hæfniviðmið aðalnámskrár grunnskóla nema annað sé tekið fram (eins og að námsferlar séu í vinnslu eða á hugmyndastigi).
Verkefni sem eru skrifuð fyrir ákveðin stig er oft auðvelt að aðlaga að öðru stigi með því að skipta út völdum hæfniviðmiðum.
Öll verkefnin innihalda viðmið um árangur og efla þannig og styðja við leiðsagnarnám.
Mikið af gagnlegu aukaefni hefur verið hlekkjað við til að stytta skipulagstíma.
Hægt er að leita eftir verkefnum tengdum grunnþáttum menntunar, einstökum greinum, viðfangsefnum eða hæfniviðmiðum.
Kennarar sem nota Askinn geta verið með eigin verkefni í kerfinu sem enginn annar sér, nema viðkomandi kennari kjósa að deila þeim með samkennurum sínum. Sum sveitarfélög eru með eigið námsgagnatorg svo að skólar geti deilt verkefnum sín á milli.
Þetta verkefni er skrifað fyrir Tungumálaskólann (þar sem sænska og norska er kennd) og er tengt við hæfniviðmið í erlendum tungumálum fyrir 3. stig.
Það er auðvelt að nota námsferlið við kennslu annarra tungumála með því að skipta út amboðunum (aukaefninu).
Meginmarkmið loturinn er að auka færni nemenda í tungumálanámi í ræðu og riti um leið og þau læra um mörk í samskiptum, tilgang reglna í samfélagöum og fleira. Verkefnin efla einnig samskiptahæfni nemenda og að þekkja sig sjálfa.
Námsgreinar: Erlend tungumál, samfélagsgreinra, lykilhæfni og UT
Tímalengd: 4-6 klukkustundir
Grunnþáttur: Heilbrigði og velferð
Stig: 3. stig
Þetta námsferli er skrifað fyrir Valgreinaskólann, en má nota hvar sem er þar sem nemendur eru að vinna með eigið námsferli. Markmiðið er að nemendur haldi utan um vinnuna sína og fái hana metna skv. markmiðum Aðalnámskrá grunnskóla. Skipulagið er þannig að nemendur vinna að eigin verkefnum í tíma og á milli tíma og því meira sem þeir gera, því fleiri hæfniviðmið verða metin hjá þeim. Allir nemendur eru þó með sama grunn og funda með kennara 1x í viku þar sem þeir sýna verkefnin sín og framgang þess. Kennari metur framganginn á fundi með nemendum.
Hvort sem nemendur velji að setja á stofn fyrirtæki, læra nýtt tungumál eða dýpka þekkingu sína í faggrein sem þeir hafa sérstakan áhuga á eða telja sig þurfa að læra betur, þá verða allir nemendur sem sömu hæfniviðmið í hverri viku, en það fer eftir eðli verkefnanna hvaða hæfniviðmiðum kennari getur bætt við í ferlinu.
Í þessu ferli hafa nemendur tækifæri til að sýna og efla 21. aldar hæfni sem nýtist nemendum í námi og í framtíðinni eins og læsi í víðum skilningi, lausnarmiðun, gagnrýnin hugsun, sjálfstæði og frumkvæði, tíma- og verkefnastjórnun, samvinna og samskipti og faglega þekkingu á því sem þau kjósa að vinna með. Þau efla sjálfsþekkingu og eflast í markmiðsetningu þar sem þau setja niður eigið ferli. Með því að eiga samtal við kennara og kynna fyrir öðrum nemendum (sem er hluti af ferlinu) þá læra þeir að endurskoða verkefni (læra af mistökum jafnvel), þau efla aðlögunarhæfni og fá tækifæri til að þjálfa ábyrgð á eigin námi og sýna sjálfsaga. Allt af þessu er mikilvægt veganesti inn í framtíðina.
Nemendur á elsta- mið- og yngsta stigi geta unnið verkefnin Kenndu mér og Ég vil læra í áhugasviðsvali.
Þetta verekfni er á hugmyndastigi
Þetta þema er ætlað sem undirbúningur nemenda fyrir eigin árshátíð. Nemendur vinna verkefnalýsingu sem þeir sjálfir geta unnið eftir einstaklingslega og sem hópur. Ferlarnir eru til fyrir öll stig, þannig að allir nemendur skólans geta tekið þátt á eigin forsendum. Nemendur læra að nota og vinna við gerð verk- og tímaáætlunar. Þeir kynna hugmyndir sínar, halda árshátíð og ígrunda svo í lokin hvernig til tókst.
Verkefnið uppfyllir markmið í lykilhæfni, íslensku, samfélagsgreinum og listgreinum.
Hæfniviðmið: 14
Verkefni: 7
Námsgreinar; Íslenska, samfélagsfræði, náttúrufræði, UT, list- og verkgreinar og lykilhæfni.
Í þessu verkefni velja nemendur sér viðfangsefni þar sem gripið er til aðgerða og unnið að heimsmarkmiðunum. Verkefnin geta verið einstaklings- eða hópverkefni. Mjög nemendastýrt verkefni og beintengt heimsmarkmiðum.
Markmið er að nemendur
geti haldið utan um hugmyndir sínar og verkferli í verkdagbók,
skilji að verkefnið er langt ferli sem brotið er niður í námseiningar,
skapi vöru/kynningarefni/komi í framkvæmd aðgerðum sem vinna að heimsmarkmiðunum í samræmi við verkefnalýsingu,
geti komið frá sér efni og rökstutt mál sitt
geri skýrslu um ferlið
Markmiðin eru að nemendur:
þrói með sér sjálfstæð vinnubrögð,
verði leiðtogar í eigin námi,
temji sér að nota styrkleika sína sér til framdráttar,
geti greint frá uppgötvunum sínum, reynslu og upplifunum,
fylgi hugmynd eftir og raungeri hana sem afurð til birtingar/kynningar og umfjöllunar
Námsferli sem hjálpar kennurum að gerð bekkjarsáttmála verði hluti af námi nemenda. Ferlið er samþætt mismunandi faggreinum. Nemendur velta m.a. fyrir sér hvernig góður skólabragur lítur út og reyna að gera reglur bekkjarins þannig að það sé hægt að skapa þannig andrúmsloft í bekknum.
Námsgreinar: Lykilhæfni, samfélagsgreinar, náttúrugreinar, UT og íslenska
Tímalengd: 5-10 kennslustundir
Grunnþáttur: Lýðræði og mannréttindi
Stig: Elsta stig
Þetta er þema er ætlað sem undirbúningur undir íbúaþing þar sem nemendur koma með tillögur að betri heimabyggð út frá þörfum og umhverfissjónarmiðum og byggja þær á þeirri vinnu sem fram fer í þessu verkefni. Nemdur kynna sér nærumhverfið sitt, taka viðröl og rannsaka kosti og galla samfélagsins í kringum sig. Verkefninu lýkur með íbúaþingi þar sem nemendur bjóða bæjar- eða sveitastjórn að hlýða á hugmyndir sínar um að bæta samfélagið. Hægt að útfæra sem skólaþing.
Auðvelt að tengja saman nemendur þvert á skólastig og leggja allt skólastarf undir eða vinna í afmarkaðri hópum. Þá er eðlilegt að elstu nemendurnir beri mestu ábyrgðina á skipulaginu en það eru fjölmörg tækifæri til þess að skipta verkum þvert á skólann. Kennarar þurfa að samhæfa verkefnin á milli kennsluhópa.
Dæmi:
Unglingastig: Meginskipulag, dagskrá og auglýsingar. Umgjörð og uppröðun.
Miðstig: Setji upp sinn kynningarbás, haldi kynningu á sínu efni. Sjái um veitingar.
Yngsta stig: Setji upp kynningarbás og sýni gestum það sem þau hafa útbúið.
Hæfniviðmið: 24
Verkefni: 10
Betri heimur er mjög umfangsmikið verkefni sem hægt er að skipta upp í fjögur aðskilin tímabil eða verkefni. Það er einnig hægt að skipta nemendum upp í fjóra hópa sem velja sér verkefni, eftir að allir hópurinn hefur tileinkað sér helstu hugtökin. Einnig er hægt að vinna með allt ferlið í ákveðnum nýsköpunar- og frumkvöðlatímum yfir allan veturinn en verkefnið uppfyllir markmið þannig kennslu.
Fyrsti hlutinn heitir Heimurinn batnandi fer þar sem fjallað er um fólk á flótta. Nemendur kynna sér aðstæður fólks á flótta og setja sig í spor þeirra. Síðan íhuga þeir hvernig gott sé að taka á móti fólki sem flýr til Íslands og setja fram tillögur til úrbóta. Annar hluti nefnist Betra umhverfi. Þar læra nemendur um sjálfbærni og velta fyrir sér eigin áhrifum á umhverfið. Nemendur safna plasti að heiman í heila viku og búa til endurvinnslulistaverk. Þriðji hlutinn nefnist Betri heimur fyrir dýrin okkar. Þar útbúa nemendur hýbýlakassa fyrir dýrin sín og læra meðal annars um útrýmingarhættu. Í fjórða hlutanum sem nefnist Betra andrúmsloft fyrir alla, búa nemendur til koltvísýring, velta fyrir sér mengun og leiðum til að draga úr henni.
Í námsferlinu þjálfast nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum og hópvinnu, þeir læra að tjá skoðanir sínar á uppbyggilegan hátt og ígrunda eigin vinnu. Betri heimur er fjölbreytt og skemmtilegt samþættingarverkefni þar sem nemendur læra flókna hluti og hugtök í gegnum verkefni sem byggja á sköpun. Í þessu þema er hægt að fara mjög fjölbreyttar leiðir við að útfærslu verkefna, ekki síst með eldri nemendum, svo sem að vinna með Minecraft, 3D prentun og sýndarveruleika.
Betri heimur er samþætt heildstætt þemaverkefni sem getur verið viðfangsefni til langs tíma, jafnvel fyrir heilan skólavetur (t.d. 2 tímar á viku í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt). Þemað má einnig vinna þéttar yfir styttri tíma.
Verkefnin eru tuttugu og sjö þar af er eitt sem inniheldur valverkefni og eitt STEAM verkefni.
Hæfniviðmiðin sem liggja að baki eru fimmtíu og átta.
Tími: Betri heimur er spennandi þemaverkefni sem getur náð yfir heilan vetur af vinnu og sparar kennurum gríðarlega mikinn undirbúningstíma!
Námsgreinar: Íslenska, list- og verkgreinar, lykilhæfni, náttúrugreinar, enska, samfélagsgreinar, stærðfræði og upplýsinga- og tæknimennt. STEM er bæði samþætt inn í námsferlið og svo fylgja viðbótarverkefni með.
Námsmarkmið og viðmið um árangur: Öll verkefni þemans eru tengd hæfniviðmiðum aðalnámskrár. Hverju verkefni fylgja námsmarkmið og ítarleg viðmið um árangur fyrir nemendur.
Grunnþættir: Verkefnaferlið er unnið út frá grunnþættinum sjálfbærni en verkefnin uppfylla einnig markmið allra grunnþátta aðalnámskrár.
Í námsferlinu læra nemendur um loftgæði, hringrás kolefnis, heilsuvernd, sjálfbærni og næringu með því að skapa líkan af samfélagi jafningja. Nemendur útfæra eigin verkefnalýsingu með verk- og tímaáætlun og vinna samkvæmt henni. Nemendur leysa vandamál, koma hugtökum í rökrétt samhengi og útfæra áherslur sínar, meðal annars í samræmi við Barnasáttmálann og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Í leiðinni þjálfast nemendur í frumkvöðla- og nýsköpunarmennt.
Betra líf er samþætt heildstætt þemaverkefni sem getur náð yfir allt að sex vikna vinnu með nemendum. Verkefnin eru sveigjanleg. Þannig er hægt að kafa dýpra og nota lengri tíma eða taka minna fyrir í einu yfir lengra tímabil. Hver nemendahópur getur unnið út frá sínu áhugasviði og skapað til dæmis samfélag fótboltamanna, dýraverndara eða skemmtikrafta. Verkefnin einkennast af leik- og sköpunargleði sem gerir nemendum kleift að efla nýsköpunarhæfni sína og takast á við flókin hugtök.
Í fyrri hlutanum vinna nemendur að verkefnum sem efla skilning þeirra á lykilhugtökum þemans. Verkefnin mynda samfellu sem eflir getu nemenda til að beita lykilhugtökunum og yfirfæra þau á samfélag sem krakkarnir skapa. Þemað endar á sýningu þar sem hóparnir kynna samfélögin sín.
Verkefnin eru þrjátíu og tvö, þar af níu valverkefni.
Hæfniviðmiðin sem liggja að baki eru sjötíu og þrjú.
Samþætting námsgreinanna: Íslenska, list- og verkgreinar, lykilhæfni, náttúrugreinar, samfélagsgreinar, stærðfræði, upplýsinga- og tæknimennt.
Námsmarkmið og viðmið um árangur: Hverju verkefni fylgja námsmarkmið og ítarleg viðmið um árangur.
Grunnþættir: Verkefnaferlið er unnið út frá grunnþættinum heilbrigði og velferð en einnig er unnið með grunnþættina sjálfbærni, sköpun og læsi
Bókaklúbburinn er hugsaður sem kynning á bókmenntum fyrir nemendur hvort sem þær eru ritaðar, rafbækur eða hljóðbækur. Nemendur hanna sína eigin lestraráætlun og fylgja henni eftir.
Hægt er að tengja hæfniviðmið við úr íslensku og erlendum tungumálum eftir því á hvaða tungumáli bókin er sem er lesin. Sum lesa eina bók á meðan önnur gætu lesið fleiri í ferlinu.
Verkefnin eru sex til sjö (fer eftir stigum)
Hæfniviðmiðin sem liggja að baki eru tólf (ellefu fyrir elsta stig).
Námsgreinar: Íslenska, lykilhæfni og upplýsinga- og tæknimennt. Möguleiki á að bæti við erlendum tungumálum.
Námsmarkmið og viðmið um árangur: Öll verkefni þemans eru tengd hæfniviðmiðum aðalnámskrár. Hverju verkefni fylgja námsmarkmið og ítarleg viðmið um árangur fyrir nemendur.
Grunnþættir: Verkefnaferlið er unnið út frá grunnþættinum læsi
Stig: öll stig
Þemað er skrifað fyrir öll stig og samanstendur af mismörgum námseiningum (26-29) í fimm hlutum. Fyrsti hlutinn fjallar um uppsetningu bókarinnar, vinnubrögð og birtingu. Í öðrum hluta Að smíða sögu læra nemendur að skrifa í skrefum, allt frá beinagrind að flutningi. Næst kemur Ég um mig þar sem verkefnin snúast um sjálfsþekkingu og persónusögu. Í fjórða hlutanum Samfélagi og umhverfi skoða nemendur sitt nánasta umhverfi og samfélagið sem við búum í. Fimmti og síðasti hlutinn er Hugarflug þar sem ímyndunarafl og sköpunarkraftur nemenda fá að njóta sín.
Eftir að nemendur hafa farið í gegnum fyrstu tvo hlutana, geta nemendur og/eða kennarar stýrt hvaða verkefni verði fyrir valinu næst.
Námsgreinar: Íslenska, lykilhæfni, list- og verkgreinar og samfélagsgreinar
Tímalengd: Breytilegt, en gæti t.d. verið 2x2 tímar á viku í 8 vikur (32 tímar)
Grunnþáttur: Sköpun
Stig: Öll stig
Allt ferlið í þessu þema er á ensku, ásamt kennsluleiðbeiningum. Markmið verkefnisins er að efla samhygð nemenda og hjálpa þeim að sýna hugrekki við erfiðar aðstæður. Orð Mayu Angelou "Ég held að við höfum öll samúð. Kannski höfum við ekki nóg hugrekki til að sýna það" er rauði þráðurinn í verkefnunum. Í gegnum öll verkefni þemans eru nemendur hvattir til að tala á ensku, en það er lítið mál fyrir kennara að snara leiðbeiningum yfir á íslensku eða dönsku og nota efnið í öðrum tilgangi. Hér er verið að vinna með einelti, kvíða og annað sem geta verið viðkvæm umræðuefni en kennarar fá leiðbeiningar um hvernig hægt sé að koma til móts við nemendur sem gætu fundist efnið ýta undir vanlíðan þeirra. Þemað er samþætt við listgreinar, samfélagsgreinar og lykilhæfni fyrir utan markmið í ensku en það má auðveldlega tengja við aðrar faggreinar.
Ferli á hugmyndastigi en er aðgengilegt á namsgagnatorgid.is
Námsmarkmið að nemendur þekki rétt sinn til að hafa áhrif og taka þátt í samfélaginu - hafa tilgang. Skilja samfélög og ástæður og tengsl við aðra mikilvæga þætti í lífi þeirra.
Grunnþáttur: Lýðræði og mannréttindi
Stig: Miðstig
Þetta ferli er samþætt dönskuverkefni þar sem nemendur eru að vinna með danska tónlistarmenningu og gera sing-a-long myndband sem loka afurð þar sem þeir sýna skilning á dönsku töluðu máli. Nemendur nota flesta áhersluþætti hæfniviðmiða í erlendum tungumálum í þessum námsferli.
Námsgreinar: Danska, UT, lykilhæfni, íslenska, samfélagsgreinar, list- og verkgreinar
Tímalengd: 10-15 kennslustundir
Grunnþáttur: Læsi
Stig: 3. stig
Texti á leiðinni
Ferli á hugmyndastigi en er aðgengilegt á namsgagnatorgid.is
Hugmynd sem m.a. inniheldur myndina Jökullinn logar (með leyfi höfunda)
Ferli á hugmyndastigi en er aðgengilegt á namsgagnatorgid.is
Hugmyndir af því hvernig hægt væri að skrifa námsferli fyrir þetta vinsæla fag þar sem nemendur eru að æfa sig í tjáningu, læra reglur og að fylgja þeim, að skapa sögu og tengja við ýmis námsleg markmið.
Hugmyndin á vel við fyrir nemendur á mið- og unglingastigi
Ferli á hugmyndastigi en er aðgengilegt á namsgangatorgid.is
Í þessu ferli eru hugmyndir fyrir kennara sem vilja leggja áherslu á kennslu dyggða auk tengla sem geta léttu vinnu kennara.
Þetta verkefnaferli tekur um það bil 13 kennslustundir. Það gæti verið einn tími á viku heila önn eða unnið þéttar yfir styttri tímabil.
Áhersla er lögð á klassískar enskar bókmenntir og með hverri æfingu sem nemendur gera fylgir málfræðiverkefni sem tengist því á einhvern hátt. Námsferlið var hannað að ósk nemanda í unglingadeild sem vildi læra um enskar bókmenntir og enska málfræði.
Nemendur að halda úti vefsíðu sem kennari fylgist með og hefur aðgang að. Í hverju verkefni er lýsing á því hvað á að fara inn á vefsíðuna.
Enskar bókmenntir eru stórt og víðtækt efni. Í þessu ferli er aðeins tæpt á eldri bókmenntum og bókmenntahefðum. Í þessu ferli gefst gott tækifæri til að kenna nemendum að setja upp vefsíður og undirsíður.
Samþætting: Enska, lykilhæfni, íslenska (bókmenntir og málfræði) og upplýsinga- og tæknimennt.
Stig: Elsta stig
Hæfniviðmið: 29
Námsmarkmið: Nemendur vinna með bókmenntir á ensku. Þeir læra meðal annars um sögu ljóðlistar, form ljóða og smásögur. Nemendur skrifa ljóð og sögu á ensku og byggja verk sín á því sem þeir læra í þemanu. Með fylgja málfræðiæfingar sem tengjast verkefninu. Nemendur fá tækifæri til að vinna sjálfstætt, skapa og sýna metnað í vinnu sinni, þeir kynna afurðir sínar og taka þátt í samtali á ensku.
Hvað langar nemendur að læra? Hvað hefur þá lengi langað að kunna? Nú er tækifærið! Frábær leið til þess að ramma vel inn áhugasviðsverkefni fyrir nemendur á öllum stigum. Nemendur velja sér viðfangsefni og skipuleggja tíma sinn og námsmarkmið. Nemendur fara í gegnum ferli til að læra eitthvað nýtt og halda utanum ferlið, kynna ferlið og vinna skýrslu. Auðvelt að aðlaga að breytilegum þörfum nemenda.
Nemendur læra að:
velja sér viðfangsefni
undirbúa
vinna eftir verk og tímaáætlun
halda verkdagbók
setja upp skýrslu
kynna
ígrunda ferlið
Hæfniviðmið: 13
Verkefni: 9
Námsferli þar sem farið er í gegnum kerfi mannslíkamans. Heiti ferlisins tengist því að líkamsstarfsi mannsins tengist starfsemi margra lífvera. Farið er í gegnum líkamskerfin eitt í einu og unnið með þau á skapandi hátt. Nemendur fá tækifæri til að rannsaka sjálfir, það er mikil þjálfun í tjáningu í ferlinu og nemendur vinna ítarlega með hugtök tengd þemanu. Námsferlið er samþætt, byggt á áherslum leiðsagnarnáms og eykur færni nemenda á ýmsan hátt, s.s. lausnamiðun og gagnrýna hugsun.
Sem stendur er ferlið aðeins til fyrir elsta stig, en ferlar fyrir mið, - og yngsta stig eru á leiðinni (vorönn 2025).
Lengd: 20-25 kennslustundir
Hæfniviðmið: 33
Verkefni: 21
Faggreinar: Náttúrgreinar, lykilhæfni, samfélagsgreinar, íslenska, enska, UT og listgreinar
Í þessu samþætta íslensku og lykilhæfni þema fara nemendur í gegnum öll skref ferlisritunar með því að skrifa fréttir. Þeir læra að góð skrif taka tíma, það er að mörgu að hyggja og samvinna er mikilvæg í ferlinu. Farið er í gegnum ákveðin skref sem eru þankahríð, að gera uppkast (H-in fimm), umritun, yfirlestur og að lokum birtingu fréttanna. Ferillinn er til fyrir unglinga- og miðstig.
Hæfniviðmið: 15
Verkefni: 6
Í þessu samþætta verkefni læra nemendur að þekkja Fibonacci rununa, vinna með köngla og skoða fyrirbæri í náttúrunni sem sanna regluna. Nemendur gera rannsóknarskýrslu og læra því að nýta þannig form.
Hæfniviðmið: 14
Verkefni: 5
Stig: miðstig
Forfallakennarinn er ekki námsferli heldur safn minni verkefna sem gætu komið að gagni þegar afleysingar er þörf og ekkert ákveðið skipulag liggur fyrir eða til að brjóta upp í kennslu.
Það eru til tilbúnar handbækur fyrir yngsta og miðstig á namsgagnatorgid.is með hæfniviðmiðum og viðmiðum um árangur, en handbók fyrir elsta stig er á hugmyndastigi. Verkefnin eru tilbúin en það vantar hæfniviðmið og viðmið um árangur.
Í þessu þema eru nemendur að vinna með eigin framtíðarsýn og hvað muni þurfa til að við getum skilað af okkur betri eða amk ekki verri jarðarbúskap en stefnir í núna. Nemendur velta fyrir sér sjálfbærni, réttindum lýðræði, samskiptum og öðru sem þarf að hafa í huga þegar kemur að því að hanna framtíðarþorp sem er afurð verkefnisins. Verkefnið er sett þannig upp að það á að efla lesskilning nemenda og því mikilvægt að kennarar hafi það á bak við eyrun við skipulagninu tíma. Þetta verkefni er hannað til að þróa fjölbreytta hæfni hjá nemendum, þar með talda skapandi hugsun, samvinnufærni, gagnrýnin hugsun og lýðræðislega þátttöku. Verkefninu er ætlað að ýta undir betri hugtaka- og lesskilning ásamt því að gefa nemendum færi á að kljást við verkefni sem tengist raunverulegum aðstæðum og samfélagslegum áskorunum. Þannig er tryggt að námið sé markvisst og merkingabært fyrir nemendur.
Námsgreinar: Náttúrugreinar, samfélagsgreinar, listgreinar, íslenska og lykilhæfni
Tímalengd: 6 vikur (miðað við samþætta tíma)
Grunnþáttur: Lýðræði og mannréttindi
Stig: Öll stig
Ásgarður - skólaráðgjöf heldur úti Valgreinaskóla og á nokkra ferla sem tilheyra þeim skóla. Þessi ferill er dæmi um ferlana sem eru í notkun í þeim skóla en hér er markmiðið að kenna frönsku. Sama feril má nota í hvaða tungumáli sem er en þá er bara breytt um tengla. Eins og með aðra ferli Ásgarðs er þessi samþættur ýmsum greinum.
Hæfniviðmið: 29
Verkefni: 13
Hér er stutt ferli sem er tengt við 4 hæfniviðmið þar sem stílað er áhugasvið nemenda, sem er í þessu tilviki fótbolti. Það er hægt að breyta þessu ferli í hvaða íþrótt sem er.
Hæfniviðmið: 4
Verkefni: 4
Nemendur læra um fugla, lífshætti þeirra og þarfir. Nemendur vinna ýmis verkefni tengd fuglum, læra um hættur í umhverfi þeirra og geta tekið þátt i garðfuglakönnun Fuglaverndar ef tímasetningin hentar.
Í námsferlinu læra nemendur hugtök sem snúa að fuglum, kynna sér fugla í nærumhverfinu, rannsaka þá, híbýli þeirra og hegðun. Nemendur setja sig í spor fuglaskoðara, læra að safna gögnum, rýna í þau og greina. Nemendur skoða hvað gerist þegar breytingar verða á umhverfi fuglanna og sérstaklega hvort og þá hvernig hegðun þeirra breytist í kjölfarið. Nemendur setja upp sýningu þar sem þeir kynna rannsóknir sínar og niðurstöður, sýna líkön af fuglum, listaverk og veggspjöld.
Fuglar er skemmtilegt átthagaþema sem samþættir meðal annars náttúrugreinar, list- og verkgreinar, íslensku og upplýsinga- og tæknimennt á einfaldan hátt. Verkefnin eru sveigjanleg, eins og öll önnur verkefni Ásgarðs, þannig að hægt að aðlaga þau, bæta við eða draga úr, eins og hentar hverju sinni.
Fuglar er samþætt heildstætt þemaverkefni sem er oft unnið á 2-3 vikum. Það má auðveldlega lengja þemað og dýpka í allar áttir, til dæmis með því að bæta við blaðaútgáfu og heimildarmyndagerð.
Verkefnin eru tuttugu.
Hæfniviðmiðin sem liggja að baki eru tuttugu og eitt.
Stig: yngsta-, mið- og elsta stig
Tími: Fuglar er þemaverkefni sem hentar í 2-3 vikna vinnu með nemendum og sparar kennurum gríðarlega mikinn undirbúningstíma!
Námsgreinar: Náttúrugreinar, íslenska, upplýsinga- og tæknimennt og lykilhæfni
Námsmarkmið og viðmið um árangur: Öll verkefni þemans eru tengd hæfniviðmiðum aðalnámskrár. Hverju verkefni fylgja námsmarkmið og ítarleg viðmið um árangur fyrir nemendur.
Grunnþættir: Verkefnaferlið er unnið út frá grunnþættinum læsi en verkefnin uppfylla einnig markmið grunnþáttanna sjálfbærni og sköpunar.
Nemendur læra um sögu Íslands með því að rannsaka þróun lífshátta, lífskjara og aðstæðna. Kennarar geta skilgreint rannsóknarefnin fyrir fram eða leyft nemendum að velja viðfangsefni. Í verkefnapakkanum er stungið upp á samgöngum, húsnæði og aðbúnaði, fatnaði og fylgihlutum, mataræði, samskiptum og skemmtunum. Nemendur velja hvað þeir vilja kynna sér og vinna saman í sérfræðingahópum. Afrakstur hópavinnunnar er kafli í sameiginlega bekkjarbók.
Í námsferlinu vinna nemendur með sögu landsins út frá ferlisritun og skrifa sameiginlega bók sem fjallar um það sem þeir hafa lært. Nemendur kynna einnig niðurstöður sína og gefa sér umsögn. Nemendur þjálfast í að geta heimilda og læra að setja upp heimildaskrá. Þetta námsferli getur hentað vinnu með hvaða land eða lönd sem er og í raun öll fyrirbæri sem hægt er að bera saman. Þetta verkefni má líka vinna á hvaða tungumáli sem er.
Fyrr og nú er samþætt heildstætt þemaverkefni sem er oft unnið á 4 vikum.
Verkefnin eru fjórtán.
Hæfniviðmiðin sem liggja að baki eru tuttugu og tvö
Tími: Fyrr og nú er verkefni sem hentar í um fjögurra vikna vinnu með nemendum og sparar kennurum gríðarlega mikinn undirbúningstíma!
Námsgreinar: Íslenska, lykilhæfni og samfélagsfræði.
Námsmarkmið og viðmið um árangur: Öll verkefni þemans eru tengd hæfniviðmiðum aðalnámskrár. Hverju verkefni fylgja námsmarkmið og ítarleg viðmið um árangur fyrir nemendur.
Grunnþættir: Verkefnaferlið er unnið út frá grunnþættinum læsi, en verkefnin uppfylla einnig markmið grunnþáttarins sköpunar.
Þetta verkefni er sett upp sem fjögurra daga lota þar sem nemendur eru eingöngu að vinna að þessu verkefni. Auðvelt er að vinna verkefnið á lengri tíma og þá hafa t.d. eitt góðverk á viku í nokkrar vikur ef dagarnir verða fleiri þá bara bætum við við hópum og ef dagarnir verða færri að þá er hægt að fækka hópum.
Skipulag ferlisins er tilbúið en það eru engin hæfniviðmið eða viðmiðum um árangur í handbókinni.
Námsgreinar:
Tímalengd: Breytilegt eftir þörfum skóla
Grunnþáttur: Sköpun
Stig: Elsta stig
Verkefnið er sett upp af 5 verkefnum þar sem danska, samfélagsgreinar, lykilhæfni og náttúrugreinar eru samþættar.
Verkefnið tengist inn á 18 hæfniviðmið aðalanámskrár grunnskóla.
Markmiðið með þessu verkefni er að læra hugtök og orð sem tengjast sjálfbærni og velta fyrir sér sjálfbærni í eigin lífi á dönsku.
Nemendur læra fyrst nokkur orð og bæta við öðrum með samnemendum. Orðin (og hugtökin) eru svo notuð til að að gera lokaafurð sem er gerð listaverks eða stafræns veggspjalds þar sem nemendur útskýra sjálbærni út frá því ferli sem þau móta í vinnunni.
Loka afurð er einstaklingsvinna en það er ætlast til samtals og samvinnu nemenda í námsferlinu. Í þessu námsferli er gerð krafa um að nemendur lesi sig til og því er skilningur á læsi það sem kennarar meta skv. evrópska tungumálarammanum. Einnig er unnið með hlustunarefni og nemendur sýna hæfni sína í að nýta sér efnið sem þeim er sýnt og það sem þeir heyra í samtali og í allri vinnu í ferlinu. Þannig er hlustun líka metin skv. evrópska tungumálarammanum.
Þetta námsferli er á 3. stigi í tungumálanámi.
Nemendur kynna sér trúarbragð að eigin vali og setja á sig sérfræðingagleraugu. Þau læra um önnur trúarbrögð í gegnum verkefni samnemenda.
Námsgreinar: Samfélagsgreinar, náttúrugreinar, íslenska og lykilhæfni
Tímalengd: 15-22 kennslustundir
Grunnþáttur: Sköpun
Stig: Elsta stig
Þetta er stærðfræðiverkefni með áherslu á mælingar, hlutfallareikning og rúmfræði sem allir nemendur á 3. stigi ættu að geta tekið þátt í. Nemendur æfa útreikninga, útbúa líkan í réttum hlutföllum og enda ferlið á kynningu og ígrundun.
Nemendur sjá í gegnum verkefnið hvernig hægt er að tengja stærðfræði við raunheiminn og læra hönnunarferli frá því að eitthvað sem er raunverulegt eins og herbergið þeirra, verður að skipulagi á blaði og verður að lokum að líkani.
Auðvelt er að aðlaga verkefnið að 1. og 2. stigi.
Hægt er að vinna verkefnið einstaklinglega og í samvinnu með öðrum.
Hæfniviðmið: 26 hæfniviðmið eru tengd verkefninu, sum oftar en einu sinni.
Námsgreinar: Stærðfræði, list-og verkgreinar, lykilhæfni, íslenska
Námsmarkmið: Meginmarkmið þessa þema er að nemendur skilji hvernig stærðfræði nýtist í daglegu lífi.
Í þessu verkefni eru nemendur að vinna með orðaforða á ensku sem tengist vaxtarhugarfari. Þau velta fyrir sér þrautseigju, jákvæðni, mistökum…. Oo öllu öðru sem tengist því að ganga vel í lífinu.
Verkefninu er skipt upp í ákveðin þrep en lokamarkmiðið er að nemendur hafi ákveðna mynd af hvað þurfi að vera til staðar eða man þarf að gera, til að ganga vel í lífinu.
Námsgreinar: Enska, lykilhæfni, samfélagsfræði og UT
Tímalengd: 5-8 kennslustundir
Grunnþáttur: Heilbrigði og velferð, læsi
Stig: 3. stig
Í þessu þema fást nemendur við drauga, hrylling og fleira hræðilega skemmtilegt sem tengist hrekkjavökunni. Nemendur vinna meðal annars með texta á ensku, dönsku og íslensku, skrifa leikrit og setja upp skemmtun. Nemendur halda utan um vinnu sína í vinnuskjali sem getur verið á pappír eða rafrænt. Námsefnið er sett fram sem efni eða amboð. Nemendur geta líka valið sér sitt eigið efni eða ítarefni. Allt þemað er óháð ákveðnu námsefni. Í þessu verkefni er gert ráð fyrir að nemendur noti aðeins endurnýtt efni í leikmuni, skreytingar og búninga. Gott er að kennarar taki til það námsefni sem til er í skólanum og leggi fram, svo það sé aðgengilegt nemendum í kennslustofunni.
Þetta er samþætt verkefni þar sem erlend tungumál fá að njóta sín. Nemendur læra um hrekkjavökuna og undirbúa sameiginlega skemmtun fyrir stigið eða allan skólann.
Meginmarkmið þessa þema eru að þjálfa nemendur í sjálfstæðum og skapandi vinnubrögðum, efla enskukunnáttu þeirra, kynna þeim sögu hrekkjavökunnar, styrkja sjálfstraust og bæta bekkjaranda og samheldni.
Verkefnið er til fyrir öll stig.
Hæfnviðmið: 15 - 18 (fer eftir stigum)
Verkefni: 9
Í þessu þema líta nemendur inn á við og velta fyrir sér stórum spurningum um sig, námið, markmiðum og fyrirmyndir. Þemað er jafnframt ritunarverkefni þar sem nemendur skrifa heila bók um sig. Útfærslan er örlítið ólík eftir stigum.
Bókin er lögð til grundvallar í nemendastýrðu viðtali við foreldra eða forsjárfólk þegar ferlinu lýkur. Í gegnum ferlið læra nemendur meðal annars að setja sér markmið, vinna texta út frá kaflaheitum (beinagrind) og að undirbúa og standa fyrir nemendastýrðu viðtali.
Ólæsir nemendur geta tekið þátt og unnið bókina sína eins og aðrir með því að nota teikningar í stað texta og með munnlegum skilum.
Áætluð lengd: 20 til 25 kennslustundir
Hæfniviðmið: Um það bil 20-26 hæfniviðmið eru tengd verkefninu, fer eftir aldri.
Námsgreinar: Lykilhæfni, íslenska, samfélagsfræði, náttúrufræði, upplýsinga- og tæknimennt og list- og verkgreinar.
Námsmarkmið: Meginmarkmið þessa þema er að hver nemandi undirbúi nemendastýrt viðtal við foreldra eða forsjárfólk, með því að búa til bók um sjálfan sig. Í bókinni skoðar nemandinn meðal annars sérkenni sín og styrkleika og setur sér markmið. Bókin myndar grunn að fyrsta nemendastýrða viðtalinu.
Námsferlið gengur út á að gefa nemendum tækifæri til að huga að umhverfi sínu og að hafa áhrif á það um leið og þeir læra í gegnum skapandi og praktískt ferli. Í þessu námsferli munu nemendur á miðstigi (5.-7. bekkur) taka fyrstu skrefin í að skilja hönnun umhverfis síns.. Ferlið felur í sér skoðun, rannsóknir, samvinnu og sköpun, sem öll eru miðuð við að þróa færni nemenda í hönnunarhugsun og að efla hæfni í tæknilegum útfærslum. Námsferlið veitir nemendum tækifæri til að velta námsumhverfi sínu fyrir sér á persónulegan hátt og læra um mikilvægi samstarfs, skipulagningar og umhverfisábyrgðar. Með því að taka þátt í þessu ferli öðlast þeir ekki einungis verðmæta reynslu heldur einnig færni sem nýtist þeim í námi, starfi og daglegu lífi.
Námsgreinar: Lykilhæfni, verkgreinar, samfélagsgreinar, íslenska, náttúrugreinar og stærðfræði
Tímalengd: 9-11 kennslustundir
Grunnþáttur: Lýðræði og mannréttindi
Stig: Miðstig
Þetta verkefni er ferli sem var skrifað fyrir nemendur í Valgreinaskólanum. Markmið var að nemendur sem eru að æfa íþróttir myndu læra að efla hæfni sína í íþróttinni, velta fyrir sér langtímamarkmiðum, næringu og öðru sem tengist framförum. Þetta er leið fyrir nemendur sem eru mikið á æfingum að fá þjálfuna metna miðað við áherslur aðalnámskrár.
Hæfniviðmið: 27
Námsgreinar: Lykilhæfni, íslenska, samfélagsfræði, náttúrufræði, upplýsinga- og tæknimennt og list- og verkgreinar.
Verkefni: 14
Nemendur eru að vinna með jól, hefðir og jólahald í Danmörku og á öðrum Norðurlöndum í fortíð og nútíð. Þeir vinna með uppskriftir, lestur, áhorf, söng, texta og upptökur.
Lokaafurð er jólaveisla þar sem nemendur hafa útbúið góðgæti, æft lög, föndrað og geta frætt um hátíðarhöld. Snjallt er að bjóða til dæmis yngri nemendum og skapa þannig eftirvæntingu fyrir dönskunáminu.
Námsgreinar: Danska, UT, lykilhæfni, list- og verkgreinar
Tímalengd: 8-10 kennslustundir
Grunnþáttur: Læsi - Sköpun
Stig: 3. stig
Í verkefninu er einblínt á grunnþáttinn jafnrétti og unnið með bækurnar Jólin koma eftir Jóhannes frá Kötlum á öllum stigum og bók Hallgríms Helgasonar Koma jól? á elsta og miðstigi. Nemendur fara í gegnum greiningu á textum bókanna og vinna margvísleg verkefni þar sem jafnrétti er útgagnspunktur. Nemendur þjálfast í samvinnu, tjáningu og að kynna eigin verkefni. Þeir fá tækifæri til listsköpunar og að nota eigin styrkleika og áhugasvið í verkefnavinnunni.
Hæfniviðmið: 31
Verkefni: 11
Einföld leið til þess að koma nemendum af stað með áhugasviðsverkefni.
Nemendur kenna kennaranum sínum eitthvað sem þau kunna fyrir.
Markmiðið er að nemendur geti gert kennslumyndbönd og unnið eftir einfaldri verkáætlun sem þau gera sjálf.
Þetta er einföld leið til þess að koma krökkum af stað með áhugasviðsvinnu, skapa traust og læra vinnubrögðin. Hér skiptir í raun engu máli hvert viðfangsefnið er - aðal málið er að gengið sé útfrá því að nemandinn velji eitthvað sem hann kann og útbúi kennslumyndband með texta. Mikilvægt er að halda ferlinu að nemendum og það að útkoman (sjálft myndbandið) sé í raun jafn mikilvægt og að halda utanum ferlið sjálft, skrifa dabók og vinna með verk- og tímaáætlun.
Kenndu mér er heildstætt ferli - ef kennarar ákveða að gera breytingar á ferlinu þá er gott að renna yfir allt ferlið fyrst áður en einstökum verkefnum er breytt í ferlinu.
11 verkefni
20 hæfniviðmið
Íslenska, UT, lykilhæfni og náttúrugreinar
Hugmyndir af verkefnum sem hægt er að gera þegar börn eru á ferðalögum um heiminn. Ferlið er á hugmyndastigi en er aðgengilegt á namsgagnatorg.is
Nemendur læra helstu handbrögðin við kvikmyndagerð eins og handritagerð, gerð söguborða, sviðsetningar og margt annað. Efnið er nýtanlegt í allri vinnu nemenda og hægt að tengja við hvaða grunnþátt sem er.
6 verkefni
19 hæfniviðmið
Íslenska, UT, lykilhæfni, samfélagsgreinar, listgreinar (leiklist) og náttúrugreinar
Þetta verkefni er stutt landafræðiverkefni. þar sem nemendur kynna sér land að eigin vali, útbúa og flytja kynningu, búa til spurningar upp úr eigin kynningu og taka þátt í spurningakeppni.
Eftri hvern verkefnahluta eiga nemendur að meta sjálfir hvort þeir hafið uppfyllt viðmið um árangur.
Námsgreinar: Lykilhæfni, samfélagsgreinar, íslenska, náttúrugreinar og UT
Tímalengd: 5 kennslustundir
Grunnþáttur: Læsi
Stig: Mið- og elsta stig
Verkefnið Landkönnuðir er námsferli með 12 skylduverkefnum og 5 valverkefnum. Námsferlið er samþætt náttúrugreinum, samfélagsgreinum, íslensku, stærðfræði og lykilhæfni og er tengt við 30 hæfniviðmið.
Verkefnið er til fyrir öll þrjú sig grunnskóla með stigvaxandi kröfum.
Allir nemendur gera verkefnin í námsferlinu (skylduverkefni) í hópavinnu en valverkefnin er hægt að vinna bæði einstaklinglega og í hóp. Hugmyndin er að nemendur velji a.m.k. 3 valverkefni en mega að sjálfsögðu gera fleiri. Kennarar geta ákveðið að leyfa samvinnu innan sömu hópanna í valverkefnum.
Nemendur vinna með eftirfarandi hugtök:
Flóra
Fána
Lengdar- og breiddargráða
Þéttbýli
kennileiti
Í ferlinu byrja nemendur á því að velja sér land sem þau vinna með í þeim tilgangi að undirbúa að kynna landið sitt og ákveðin áhersluatriði sem allir hópar eiga sameiginlega. Þar fyrir utan mega hóparnir finna aðrar upplýsingar sem nemendur kjósa að bæta við verkefnið, finnist þeim að þær upplýsingar geri verkefnið þeirra dýpra, áhugaverðara eða sérstakara.
Verkefnið er hannað til að efla hæfni nemenda á fjölbreyttan hátt. Í gegnum ferlið fá nemendur tækifæri til að eflast í samvinnu þar sem þau rannsaka, safna upplýsingum og kynna svo það sem þau hafa lært. Þau eru að eflast í gagnrýnni hugsun, sjálfstæðum vinnubrögðum, samvinnuhæfni og með því að nota stafrænar lausnir, fá þau tækifæri til að efla eigið tæknilæsi.
Mjög spennandi þema þar sem nemendur skipuleggja keppnisferðalag landsliðs eða einstaklings að eigin vali. Í þemanu útbúa nemendur meðal annars ítarlega ferðaáætlun, reikna út kostnað, halda utan um hann í töflureikni, skrifa ferðasöguna og halda kynningu. Nemendur velja hvort þeir vilja vinna í hóp eða ekki.
Í þessu þema er gert ráð fyrir því að nemendur vinni með landslið eða afreksfólk í íþróttum. Það er þó ekkert því til fyrirstöðu að nemendur velji afreksfólk af öðru tagi. Það má til dæmis skipuleggja kórferðalag, ferðalag hljómsveitar eða annað.
Í lokin eru öll verkefni þemans sett upp á sýningu og metin af sérstakri matsnefnd. Kennari þarf að ákveða tímanlega, gjarna með nemendum, hverjir eiga að sitja í matsnefndinni og hafa samband við viðkomandi. Matsnefndin notar eyðublaðið Lokamat - Matskvarðar fyrir matsnefnd sem er í amboðum.
Það þarf einnig að huga tímanlega að gestalista fyrir kynninguna í lokin.
Hæfniviðmið: 25
Verkefni: 11
Þemaverkefnið Lykilinn sem er samþætt þemaverkefni sem inniheldur einnig stórt einstaklingsverkefni þar sem nemendur fara í gegnum hönnunarferli til að búa til afurð að eigin vali.
Í námsferlinu skrifa nemendur fréttir og vinna sérfræðingaverkefni sem snúast um grunnþáttinn sköpun. Þeir fara í gegnum hönnunarferli og vinna eitt stórt einstaklingsverkefni þar sem nemendur geta stofnað fyrirtæki eða samtök út frá hugmyndum sínum.
Í fyrsta hluta þemans fjalla nemendur um hugtökin lýðræði og mannréttindi, læra að skrifa fréttir og ljúka ferlinu með blaðaútgáfu. Næsti hluti einkennist af upphitunarverkefnum fyrir hönnunarhugsun þar sem nemendur búa til leikþátt og vinna með textíl. Þriðji hlutinn er sjálfur Lykillinn, stórt einstaklingsverkefni sem samanstendur af 12 verkefnum þar sem nemendur grípa til aðgerða til að efla mannréttindi í heiminum. Nemendur ákveða viðfangsefnið, gera verk- og tímaáætlun, ákveða hverja þeir þurfa að fá til liðs við sig til að verkefnið verði að veruleika, ígrunda vinnuna og skrifa ítarlega skýrslu. Í lokin halda nemendur kynningu á verkefninu sínu, lýsa ferlinu og útskýra hvernig hægt er að ljúka því. Eins konar matsnefnd metur verkefnið út frá verkefnalýsingu sem nemendur hafa sjálfir útbúið. Í Lyklinum er ferlið aðalatriðið og í sjálfu sér geta nemendur stjórnað viðfangsefnum sínum sjálfir. Einstaklingsverkefnið Lykillinn getur verið viðfangsefni sem nær yfir langan tíma, allt upp í heila önn. Lyklinum fylgir Fyrirtækjaverkefni fyrir þá nemendur sem vilja skapa vörur sem mögulegt er að markaðssetja og stofna fyrirtæki um. Að lokum eru 7 valverkefni sem auðvelt er að laga að áhugasviðum nemenda og hægt er að nýta eftir þörfum.
Verkefnin eru þrjátíu og sex þar af er átta valverkefni og eitt STEAM verkefni.
Hæfniviðmiðin sem liggja að baki eru hundrað þrjátíu og sjö.
Tími: Lykillinn er þemaverkefni sem getur náð yfir heilan vetur af vinnu sé það tekið sem ein heild með nemendum eða í minni ferlum yfir styttri tíma. Þemað sparar kennurum gríðarlega mikinn undirbúningstíma!
Námsgreinar: íslensku, enska list- og verkgreinum, lykilhæfni, náttúrugreinar, samfélagsgreinar, stærðfræði og upplýsinga- og tæknimennt.
Námsmarkmið og viðmið um árangur: Öll verkefni þemans eru tengd hæfniviðmiðum aðalnámskrár. Hverju verkefni fylgja námsmarkmið og ítarleg viðmið um árangur fyrir nemendur.
Grunnþættir: Verkefnaferlið er unnið út frá grunnþættinum lýðræði og mannréttindi en verkefnin uppfylla einnig markmið grunnþáttanna læsis og sköpunar.
Matarvagnar er spennandi samþættingarverkefni fyrir nemendur á öllum aldursstigum. Nemendur læra ferli hönnunar, þjálfast í samvinnu og kynnast mörgum hliðum fyrirtækjareksturs.
Í námsferlinu vinna nemendur saman í litlum hópum og kynna sér forsendur reksturs, meðal annars með því að, gera viðskiptalíkan, útbúa matseðil, hanna matarvaginn, gera kynningarefni og markaðskönnun.
Hóparnir kynna hugmyndir sínar fyrir samnemendum og velja í sameiningu verkefni til að raungera að eins miklu leyti og hægt er. Nemendur skiptast þá í hópa eftir áhugasviði. Í þessu þema gefast mörg tækifæri til að vinna eftir fjölbreyttum leiðum sem nýta styrkleika og áhugasvið nemenda.
Matvagnar er samþætt heildstætt þemaverkefni fyrir elsta stig sem oft er unnið á 4 vikum.
Verkefnin eru tuttugu og tvö.
Hæfniviðmiðin sem liggja að baki eru tuttugu og fjögur.
Tími: Matarbílar er þemaverkefni sem getur sem hentar í um fjögurra vikna vinnu með nemendum og sparar kennurum gríðarlega mikinn undirbúningstíma!
Námsgreinar: Erlend tungumál, listgreinar, verkgreinar, lykilhæfni, náttúrugreinar, stærðfræði, upplýsinga- og tæknimennt.
Námsmarkmið og viðmið um árangur: Öll verkefni þemans eru tengd hæfniviðmiðum aðalnámskrár. Hverju verkefni fylgja námsmarkmið og ítarleg viðmið um árangur fyrir nemendur.
Grunnþættir: Verkefnaferlið er unnið út frá grunnþættinum sköpun en verkefnin uppfylla einnig markmið grunnþáttarins læsis.
Verkefnið er til fyrir miðstig og yngsta stig líka en heita öðrum nöfnum. Miðstigverkefnið er Mathöll og yngsta stigið Veitingahús.
Á namsgagnatorgid.is eru tveir ferlar sem hægt að skoða og nýta efni úr, ásamt öðru efni. Hvorugur ferillinn er þó full kláraður en getur gefið kennurum hugmyndir af verkefnum fyrir nemendur á grunn- og fyrsta stigi í íslenskuknáminu.
Þemaverkefnið Lykilinn sem er samþætt þemaverkefni sem inniheldur einnig stórt einstaklingsverkefni þar sem nemendur fara í gegnum hönnunarferli til að búa til afurð að eigin vali.
Í námsferlinu skrifa nemendur fréttir og vinna sérfræðingaverkefni sem snúast um grunnþáttinn sköpun. Þeir fara í gegnum hönnunarferli og vinna eitt stórt einstaklingsverkefni þar sem nemendur geta stofnað fyrirtæki eða samtök út frá hugmyndum sínum.
Í fyrsta hluta þemans fjalla nemendur um hugtökin jafnrétti, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, læra að skrifa og taka upp fréttir á ensku og lesa bók. Næsti hluti einkennist af upphitunarverkefnum fyrir hönnunarhugsun þar sem nemendur gera tilraunir og læra skýrslugerð. Þriðji hlutinn er sjálfur Matsverkefnið, stórt einstaklingsverkefni þar sem nemendur grípa til aðgerða til að bæta samfélögin í kringum sig. Nemendur ákveða viðfangsefnið, gera verk- og tímaáætlun, ákveða hverja þeir þurfa að fá til liðs við sig til að verkefnið verði að veruleika, ígrunda vinnuna og skrifa ítarlega skýrslu. Í lokin halda nemendur kynningu á verkefninu sínu, lýsa ferlinu og útskýra hvernig hægt er að ljúka því.
Matsviðmið úr stærðfræði, dönsku og íþróttum eru síðustu hlutar verkefnisins
Í Matsverkefninu er ferlið aðalatriðið og í sjálfu sér geta nemendur stjórnað viðfangsefnum sínum sjálfir.
Verkefnin byggjast á flestum matsviðmiðum aðalnámskrár grunnskólanna við lok 10. bekkjar og tekur verkefnið 6 til 8 vikur.
Námsferlið er til fyrir elsta stig.
Markmið verkefnisins er að kenna nemendum að taka þátt í samræðum um fjölbreytt samfélagsmál með virðingu og kurteisi að leiðarljósi. Þátttakendur gera reglur sem eru fylgt í samræðum og velja nemendur þær fréttir eða umræðuefni sem þau vilja ræða um fyrir tímann. Umræðurnar sem eru settar upp í þessu ferli snúast um efni eins og loftslagsbreytingar, tækni, mannréttindi og fleira. Námið býður upp á virka þátttöku nemenda og stuðlar að aukinni samfélagsvitund þeirra.
Námsgreinar: Lykilhæfni, íslenska, samfélagsgreinar, náttúrugreinar, UT, skólaíþróttir, listgreinar (og eitt hæfniviðmið úr stærðfræði).
Tímalengd: 1-2 tímar á viku í eina önn (gæti hentað sem valfag)
Grunnþáttur: Allir
Stig: Elsta stig
Námsmarkmið: Nemendur læra að mæla lengdir, þyngd og rúmmál. Þeir nota mælitæki eins og reglustikur, vogir og mál og einnig náttúruleg efni eins og steina, mold og plöntur. Nemendur nota hæfni í stærðfræði til að skapa og hanna verkefni sem innihalda hugtök úr náttúrugreinum.
Námsgreinar: Stærðfræði, náttúrugreinar og lykilhæfni
Tímalengd: 5-7 kennslustundir
Grunnþáttur: Læsi - sjálfbærni
Stig: Yngsta stig
Hlutdeild nemenda í námsmati er jafn mikilvægt og námið sjálft. Best er ef nemendur taki fullan þátt í að meta hvort að þau hafi náð að vinna að þeim markmiðum eða viðmiðum sem þau sjálf hafa sett sér eða þeim námsmarkmiðum sem verið er að vinna að. Í þessum námsmatsviðtölum er gert ráð fyrir að staldrað sé við og lagt heildarmat á þátttöku nemenda í verkefnum á tímabilinu, utanumhald um verkefni og framförum sem byggja á skýrum viðmiðum. Nemendur taka þátt í að útbúa vitnisburðarskírteini um frammistöðu á tímabilinu og undirbúa kynningu sem fram fer í nemendastýrðu foreldraviðtali við lok tímabilsins.
Nemendastýrðum viðtölum er alfarið stýrt af nemandanum sjálfum - nemendur sjá um upphaf og endi viðtalsins. Það er eðlilegt að það taki nemendur einhvern tíma að venjast hlutverkinu og þess vegna er mikilvægt að ferlið sé endurtekið til dæmis fjórum til sex sinnum yfir veturinn til þess að bæði nemendur og kennarar þjálfist í vinnulaginu.
Námsgreinar: Íslenska, lykilhæfni og UT
Tímalengd: 3-4 kennslustundir + viðtalstími
Grunnþáttur: Allir ef að viðtalið er eftir hvert grunnþáttarþema
Stig: Elsta stig
Markmið þessa námsferlis er að efla hæfni nemenda í sænsku eða norsku en verkefnið má nota í öðru tungumálamáli, ásamt því að dýpka skilning þeirra á grundvallarhugtökunum lýðræði og mannréttindi. Námsferlinu er skipt í fjögur þrep. Hvert þrep snýr að tilteknum þætti tungumálsins og skilningi á lýðræði og mannréttindum, sem hvert um sig byggir á fyrri þekkingu og færni nemenda. Samræður og samvinnuverkefni eru hönnuð til að örva gagnrýna hugsun og dýpka skilning, meðan einstaklingsverkefni leyfa nemendum að sýna persónulegan skilning og sköpunargáfu. Stærsti hluti ferlisins er samvinnuverkerkefni en lokaafurðin er einstaklingsverkefni.
Kennari mun meta framvindu nemenda með reglulegu millibili, með áherslu á samskiptahæfni á markmálinu, sem og skilning og beitingu á hugtökunum lýðræði og mannréttindi. Verkefnið tengist markmiðum Evrópska tungumálarammans varðandi samskipti. Lokaverkefnið er hátíð nemenda, þar sem þeir deila þekkingu sinni og skilningi í formi skapandi framsetningar, hvort sem er í gegnum ljóð, lag, myndasögur, kynningar, eða myndbönd, sem endurspeglar persónulega ferð þeirra í gegnum námskeið.
Allt ferlið eflir lesskilning og gagnrýna hugsun nemenda um leið og þau fá tækifæri til að efla samvinnufærni sína, munnlega og skriflega tjáningu, skapandi hugsun og ekki síst er hæfni í tungumálinu efld. Verkefnið er hluti af verkefnabanka Tungumálaskólans.
Námsgreinar: Erlend tungumál, samfélagsgreinar og lykilhæfni
Tímalengd: 5-7 kennslustundir
Grunnþáttur: Lýðræði og mannréttindi
Stig: 3. stig
Verkefnið er fyrir 5 kennslustundir (einu sinni í viku) í norsku eða sænsku en má nota í öðrum faggreinum, sérstaklega þeim sem tengjast öðrum erlendum tungumálum. Ferlið inniheldur líka heimavinnuverkefni.
Ferlið er á 3. stigi (fyrir lok 10. bekkjar).
Ferlið er tengt við 14 hæfniviðmið í erlendum (norrænum) tungumálum og lykilhæfni en líka íslensku og upplýsinga- og tæknimennt. Ferlið er bókmenntaverkefni þar sem nemendur lesa bók, útbúa samtal um bókina, gera handrit og taka upp hlaðvarp. Verkefnið er líka tengt við Evrópska tungumálaramman þar sem samskiptahæfni nemenda er metin.
Grunnþættir verkefnisins eru Læsi og Sköpun.
Newton var uppfinningamaður, stærðfræðingur, eðlisfræðingur, efnafræðingur, stjörnufræðingur og almennt mjög forvitinn.
Nemendur fræðast um Newton ásamt því að:
gera hugarkort,
fara í heimildaöflun,
gera tilraunir,
læra stærðfræði,
skrifa handrit,
vinna með leiklist,
gera upptökur,
og margt fleira
Kennari þarf að passa að öll séu með þau verkfæri sem þarf til að vinna verkefnin áður en lagt er af stað.
Nemendur gefa að lokum út verkefnin sín og kennari birtir.
Verkefnin eru sjö.
Hæfniviðmiðin sem liggja að baki eru tuttugu og þrjú.
Tími: Miðað er við að vinnan taki í kringum 20 kennslustundir en tími fer oft eftir stærð hóps og utan að komandi þátta svo gott er að miða við 15 til 25 kennslustundir.
Námsgreinar: Íslenska, list- og verkgreinar, lykilhæfni, náttúrugreinar, enska, samfélagsgreinar, stærðfræði og upplýsinga- og tæknimennt. STEM er samþætt inn í námsferlið.
Námsmarkmið og viðmið um árangur: Öll verkefni þemans eru tengd hæfniviðmiðum aðalnámskrár. Hverju verkefni fylgja viðmið um árangur fyrir nemendur.
Grunnþættir: Verkefnaferlið er unnið út frá grunnþættinum sköpun en verkefnin uppfylla einnig markmið læsis.
Þetta þema er skrifað fyrir unglingastig og eru nemendur að vinna með hugtakið nýlenda. Nemendur velja sér eina nýlendu að eigin vali til að vinna með, rannsaka og skrifa um. Allir nemendur skrifa kafla um sína nýlendu og verða svo allir kaflarnir settir saman í eina bók sem gefin verður út.
Verkefnin eru sautján
Hæfniviðmiðin sem liggja að baki eru tuttugu og fjögur
Námsgreinar: Íslenska, lykilhæfni, upplýsinga- og tæknimennt og samfélagsgreinar
Námsmarkmið og viðmið um árangur: Öll verkefni þemans eru tengd hæfniviðmiðum aðalnámskrár. Hverju verkefni fylgja námsmarkmið og ítarleg viðmið um árangur fyrir nemendur.
Grunnþættir: Verkefnaferlið er unnið út frá grunnþáttunum læsi, sköpun og lýðræði og mannréttindi.
Nemendur hanna og útfæra sinn eigin óróa með líkindareikningi, nota algebru til að finna jafnvægispunkt og meta sjálf hönnun og byggingu óróans.
Þetta verkefni er á hugmyndastigi
Nemendur á mið- og unglingastigi hanna og baka piparkökuhús í gegnum samþætt námsferli sem byggir á hönnunarhugsun. Nemendur fara í gegn um hönnunarferli þar sem nemendu vinna að skemmtilegri, fallegri og vonandi ætri afurð. Ferlið endar á keppni á milli afurða.
Nemendur á yngsta stigi skipuleggja og framkvæma piparkökuboð fyrir gesti sem þau undirbúa sjálf.
Hæfniviðmið: 15 - 24 hæfniviðmið eru tengd verkefninu, fer eftir stigum.
Námsgreinar: íslenska, lykilhæfni, stærðfræði, heimilisfræði, sjónlistir, hönnun og smíði
Námsmarkmið: Meginmarkmið þessa þema er að nemendur nemendur læri hönnunarferli.
Uppbygging námskrárinnar: Þessi námskrá skiptist í þrjá hluta. Í fyrsta hlutanum fást nemendur við skáldaða texta af ýmsu tagi, svo sem sögugerð, ljóð, ferskeytlur, leikrit og fleira. Í öðrum hluta skrifa nemendur upplýsandi texta svo sem leiðbeiningar, uppskriftir, sannfærandi texta og fleira. Í þriðja hlutanum er lögð áhersla á fræðitexta, þó aðrar textategundir komi einnig við sögu. Þar kynnast nemendur heimildavinnu og skrifa meðal annars um dýr, hringrásir og heilbrigði.
Birting: Í lok hvers hluta taka nemendur saman verk sín í rafrænt tímarit eða fréttabréf. Þannig að eftir veturinn hafa nemendur sett saman bókmenntatímarit, fréttabréf og fræðitímarit. Það er mikilvægt að nemendum sé þetta ljóst frá upphafi.
Fastir liðir: Hver vika hefst á mánudagsritun, þar sem nemendur skrifa í dagbók. Nemendur lesa bækur að eigin vali allan veturinn og vinna ritunarverkefni þeim tengd reglulega, um það bil annan hvern föstudag.
Ferli á hugmyndastigi en er aðgengilegt á namsgagnatorgid.is
Námsferlið byrjar á því að nemendur læra um ólíka hagsmunahópa, velja sér hóp eða búa til sinn eigin. Nemendur læra að þekkja og skilja birtingarmyndir áróðurs, æsifrétta og falsfrétta, læra um smellihrelli, myndlæsi og áreiðanleika vefmiðla. Nemendur kynna sér hvernig óprúttnir aðilar nota netið til að vinna gegn hagsmunum annarra, í pólitískum tilgangi, ábataskyni eða af öðrum ástæðum. Í síðari hluta námsferilsins reyna nemendur að vernda hagsmunahópinn sinn með því að útbúa fræðsluvefsíðu sem fjallar um netöryggi, ábyrga netnotkun, áróður, falsfréttir og fleira.
Verkefni þemans reyna meðal annars á gagnrýnið hugarfar og miðlalæsi. Nemendur þjálfast í að greina upplýsingar og skoða hegðun fólks. Þemaverkefnið er spennandi og skemmtileg leið til að efla stafræna borgaravitund barna og unglinga.
Satt eða logið er samþætt heildstætt þemaverkefni sem oft er unnið á 4 vikum.
Verkefnin eru fimmtán.
Hæfniviðmiðin sem liggja að baki eru þrjátíu og fjögur
Tími: Satt eða logið er þemaverkefni sem hentar í um fjögurra vikna vinnu með nemendum og sparar kennurum gríðarlega mikinn undirbúningstíma!
Námsgreinar: Íslenska, upplýsinga- og tæknimennt, samfélagsfræði, lykilhæfni, stærðfræði, list-og verkgreinar.
Námsmarkmið og viðmið um árangur: Öll verkefni þemans eru tengd hæfniviðmiðum aðalnámskrár. Hverju verkefni fylgja námsmarkmið og ítarleg viðmið um árangur fyrir nemendur.
Grunnþættir: Verkefnaferlið er unnið út frá grunnþættinum læsi en verkefnin uppfylla einnig markmið grunnþáttarins sköpunar.
Sjálfbært samfélag er samþættur þemapakki þar sem nemendur læra um mismunandi þætti sjálfbærni og búa til eigin afurð í lokin þar sem þeir fræða önnur um það sem þeir hafa lært.
Í fyrsta hlutanum eru upplýsingar um verkefnið og forþekkingarvinna. Þá tekur við annar hluti Hreint vatn, þar sem nemendur kynna sér vatn og vatnsskort, rýna í eigin vatnsnotkun og kynna sér aðstæður fólks sem býr við vatnsskort. Þriðji hlutinn nefnist Maturinn okkar. Þar velta nemendur fyrir sér innflutningi til Íslands fyrr og nú, finna leiðir til þess að nýta mat betur og matreiða úr mat sem annars hefði farið í ruslið. Í fjórða hlutanum sem nefnist Kolefnisfótspor velta nemendur fyrir sér hvað lönd þurfa að gera til að verða kolefnishlutlaus og huga að sínu eigin kolefnisspori. Í fimmta hlutanum Orku læra nemendur um orku, auðlindir og orkuskipti ásamt því að útbúa sinn eigin orkugjafa. Í sjötta hlutanum Hvað getum við gert íhuga nemendur það sem þeir hafa lært, búa til fræðslu/kynningu og sýna. Sjöundi og síðasti hlutinn eru tvö val- og aukaverkefni sem hægt er að grípa til eftir þörfum. Þess má geta að valverkefni þemans Betra Líf henta einnig með þessu þema.
Verkefnin eru þrjátíu og átta
Hæfniviðmiðin sem liggja að baki eru fimmtíu og sjö
Tími: 40 - 55 kennslustundir
Námsgreinar: Íslenska, lykilhæfni, upplýsinga- og tæknimennt, samfélagsgreinar, náttúrugreinar, list- og verkgreinar og stærðfræði.
Námsmarkmið og viðmið um árangur: Öll verkefni þemans eru tengd hæfniviðmiðum aðalnámskrár. Hverju verkefni fylgja námsmarkmið og ítarleg viðmið um árangur fyrir nemendur.
Grunnþættir: Verkefnaferlið er unnið út frá grunnþættinum sjálfbærni en uppfyllir líka grunnþáttinn sköpun.
Ferli á hugmyndastigi en er aðgengilegt á namsgagnatorgid.is
Nemendur gefa út skólablað og gefa það út. Í námsferlinu læra nemendur meðal annars ferilsritun og æfa sig að skrifa villulausan texta með því að skrifa fréttir og greinar af ýmsu tagi. Í námsferlinu er sérstaklega gert ráð fyrir mögulegri verkaskiptingu. Þannig má til dæmis fela hluta hópsins ritstjórn, öðrum myndvinnslu og svo framvegis. Skólablaðið er námsferli sem þjálfar margar tegundir ritunar. Það er hægt að endurtaka námsferlið oft með minni háttar breytingum, til dæmis með því að nota önnur tungumál, breyta efnisvalinu, gefa út blað um afmarkað efni eða stunda rannsóknarblaðamennsku með rannsóknarspurningum. Lokaútgáfan getur líka verið fréttastofa með útvarpsfréttum, sjónvarpsefni eða vefútgáfa.
Á námskeiðinu verður einnig farið yfir það hvernig þemaverkefnið Skólablaðið getur nýst til að kortleggja fimm hliðar læsis á öllum skólastigum.
Skólablaðið er samþætt heildstætt þemaverkefni sem er hugsað sem verkefni fyrir 2-4 vikur. Hægt er að breyta, bæta og endurtaka verkefnið með fjölmörgum einföldum leiðum. Skólablaðið er gagnleg, einföld og skemmtileg leið fyrir kennara til að eflast í leiðsagnarnámi í gegnum verkefni sem auðvelt er að skilja og framkvæma.
Verkefnin eru fimmtán
Hæfniviðmiðin sem liggja að baki eru sextán Í verkefninu eru tengingar við læsisstefnuna Læsi er lykillinn.
Tími: Skólablaðið er verkefni sem tekur um það bil 2-4 vikur í vinnu með nemendum og sparar kennurum gríðarlega mikinn undirbúningstíma!
Námsgreinar: Íslenska, lykilhæfni og upplýsinga- og tæknimennt.
Námsmarkmið og viðmið um árangur: Öll verkefni þemans eru tengd hæfniviðmiðum aðalnámskrár. Hverju verkefni fylgja námsmarkmið og ítarleg viðmið um árangur fyrir nemendur.
Grunnþættir: Verkefnaferlið er unnið út frá grunnþættinum sköpun en uppfyllir líka grunnþáttinn læsi.
Verkefnið snýst um að nota algebru á unglingastigi í raunverulegu verkefni. Verkefnið byggir á því að nemendur hafi grunn í algebru eða fái kennslu í henni samhliða verkefninu.
Verkefnið snýst um að nemendur gera fjárhagsáætlun fyrir skólaferðalag með því að nota jöfnur.
Verkefnin eru sex
Hæfniviðmiðin sem liggja að baki eru tuttugu og tvö
Námsgreinar: Stærðfræði, lykilhæfni og upplýsinga- og tæknimennt.
Námsmarkmið og viðmið um árangur: Öll verkefni þemans eru tengd hæfniviðmiðum aðalnámskrár. Hverju verkefni fylgja námsmarkmið og ítarleg viðmið um árangur fyrir nemendur.
Grunnþættir: Verkefnaferlið er unnið út frá grunnþáttunum sköpun og læsi
Stig: Elsta stig
Þessi námslota er samþætting heimilisfræði og dönsku. Hana má nota fyrir önnur tungumál eða bara til að samþætta heimilisfræði við aðrar greinar en þá þarf að skipta út hæfniviðmiðum.
Í námsferlinu læra nemendur ýmis orð tengd mat á dönsku en líka um danska matarmenningu. Þau læra að matreiða danska rétti og bjóða til veislu með samnemendum.
Markmið verkefnisins er að uppfylla viðmið í heimilisfræði og að tengja það við dönskuna.
Þetta ferli er á hugmyndastigi
Verkefnið býður upp á alls konar eflingu á hæfni nemenda eins og tæknilegri hæfni þar sem verkefnið er unnið í stafrænu umhverfi, það eflir lestur og ritun á dönsku og þannig eykst bæði lesskilningur og orðaforði nemenda.
Nemendur læra að skrifa sögu og fylgja ferli sem hjálpar þeim í allri ritun óháð námsgrein og eflir sjálstæði í sköpun. Nemendur þurfa að passa málfar og stafsetningu sem styrkir líka grunnþekkingu á dönsku og með því að endurskrifa og endurskoða eigið ferli eru nemendur að efla gagnrýna hugsun.
Námsferlið eru 4 verkefni sem eru tengd við 13 hæfnviðmið í dönsku, lykilhæfni, samfélagsgreinar og UT.
Námsferlið er líka tengt við evrópska tungumálarammann og geta kennarar metið ritun og frásögn skv. þeim markmiðum.
Í námsferlinu eru nemendur að læra um seinni heimstyrjaöldina út frá vinklum sem tengjast þeirra áhugasviðum. Þeir geta valið að gera verkefnið um tískuna á tímabilinu, helstu sögulega atburði eða annað sem vekur áhuga þeirra.
Verkefnið er til fyrir bæði miðstig og unglingastig. Lotan sem er ekki námsferli heldur safn verkefna sem er hægt að nota einstaklingslega eða bæta við lotur í Askinum, hvort sem það eru námsferlar sem eru tilbúnir á opnu svæði eða námsferlar sem kennarar hafa sjálfir búið til.
Markmið verkefnanna er að auka tjáningarhæfni nemenda, rökhugsun, gagnrýna hugsun og lausnamiðun.
Verkefnið samanstendur af 7 hæfniviðmiðum í íslensku og lykilhæfni en er hægt að tengja við fleiri hæfniviðmið eftir því sem tilefni þykir til og miðað við það þema sem það tengist. Sömu hæfniviðmið og viðmið um árangur fylgja öllum verkefnunum þannig að það er líka hægt að gefa nemendum val um verkefni út frá áhugasviði.
Nemendur fá 10 fullyrðingar og 10 spurningar sem tengjast þeim til að dýpka svör sín. Bæði er að finna í kennsluleiðbeiningum í Askinum (sjá Skýringar).
Verkefnin má nota til að auka hæfni einstakra nemenda eða nota sem verkefni fyrir námsfélaga.
Verkefnin eru:
Enski boltinn
Landafræði
Bílar og farartæki
Almenningssamgöngur á Íslandi
Dungeons and Dragons (D&D)
Ferðlög/að ferðast
Íslenski hesturinn
Dýravernd í Afríku
Listsköpun
Matvæli (aðeins til fyrir elsta stig í Askinum)
Grunnþáttur: Læsi
Námsferli þar sem farið yfir og kynnt þessi undirstöðuatvinnugrein íslendinga út frá tækninni sem nýtt hefur verið, störfunum sem tengjast atvinnugreininni og framtíðinni, m.a. hvernig atvinnugreinin þróast í gegnum nýsköpun. Ferlið býður upp á góðan inngang þar sem nemendur fá verkfæri til að vinna sem mest sjálfstætt sem gerir þeim kleift að nýta eigin styrkleika og áhugasvið til að vinna að gerð metnaðarfullrar lokaafurðar.
Stig: Elsta stig (en verður til fyrir yngri stig síðar)
Grunnþáttur: Læsi, sköpun og sjálfbærni (gæti fléttast inn í fleiri ef verkefni nemenda uppfylla þau).
Lengd: Gott verkefni fyrir 6 vikna lotu
Faggreinar: Íslenska, lykilhæfni, samfélagsgreinar, upplýsinga- og tæknimennt og fleiri, allt eftir vali nemenda.
Markmið verkefnisins er að nemendur læri um mismunandi tónlistarstíla geti tengt tónlist við persónur og tilfinningar og gert grein fyrir vali sínu.
Hægt er að vinna meira með verkefnin og hægt að vinna þau oft og skoða þá breytingar á hvernig nemandinn tengir tónlist við sjálfið. Einnig er hægt að fara í leiki út frá verkefninu og eru dæmi um það í kennsluleiðbeiningum.
Hægt er að vinna öll verkefnin eða gefa nemendum val en mælt er með að öll taki tilfinningaverkefnið og fá svo að velja um hvort þau túlki sig eða aðra manneskju.
Áður en verkefnið hefst er mikilvægt að skoða skilning nemenda á hugtökum eins og tónlistarstíll og tilfinningar.
Mikið af kveikjum fylgja verkefninu en kennari ræður hvað er spilað fyrir nemendur og bætir við eða tekur úr eins og hann telur þörf á.
Reynum að fara á dýptina í verkefninu og munum að gera vel og klára snemma á ekki alltaf samleið.
Hæfniviðmið: 13 hæfniviðmið eru tengd verkefninu.
Námsgreinar: Lykilhæfni, menningarlæsi og tónmennt
Stig: Elsta stig
Í þemaverkefninu kynna sér tækni í umhverfi sínu í gegnum heildstætt námsferli og skoða jafnframt áhrif tækninnar á daglegt líf þeirra og annarra. Mikið er lagt upp úr samvinnu og samstarfi nemenda og vinnu með lykilhæfni. Markmiðið er að nýta samvinnuna til þess að styrkja félagsfærni, efla samkennd og auka virðingu fyrir samnemendum.
Í námsferlinu kanna nemendur áhrif tækni á daglegt líf, finna lausnir, skipuleggja heimsreisu, velta fyrir sér þróun farartækja og líta til framtíðar. Verkefnin tengist heilsumarkmiðum og þemað endar á tæknisýningu. Þemanu er skipt í fimm hluta. Í fyrsta hlutanum er unnið með hugtökin og þau fest í huga nemenda með skemmtilegum verkefnum. Þá tekur Tækni í umhverfi okkar við, þar sem fjallað er um tækni í daglegu lífi. Nemendur skoða tæknina í kringum sig, útbúa líkan af tæki sem þeim finnst mikilvægt og velta fyrir sér áhrifum tækninnar á sig og sitt nánasta umhverfi. Þriðji hlutinn nefnist Samgöngur og tækni. Þar skoða nemendur þróun samgangna út frá bókinni „Around the World in 80 days” og læra þannig um tækni og samgöngur á ensku. Í fjórða hlutanum Híbýli og tækni búa nemendur meðal annars til líkan af draumaherbergi og tengja saman stærðfræði og líkanagerð. Nemendur ígrunda framtíðina og velta fyrir sér framtíðartækni á heimilum. Í fimmta hlutanum Heilsu og tækni læra nemendur að búa til sína eigin hreyfibraut. Í lokin setja nemendur upp sýningu á afurðum þemans.
Tækni er samþætt heildstætt þemaverkefni sem er hugsað sem verkefni fyrir heilan skólavetur (t.d. 2 tímar á viku í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt) eða þéttar yfir styttri tíma. Hér er hægt að fara mjög fjölbreyttar leiðir við útfærslu verkefna, ekki síst með eldri nemendum, svo sem að vinna með Minecraft, 3D prentun og sýndarveruleika
Verkefnin eru tuttugu og átta þar af er eitt sem inniheldur valverkefni og eitt STEAM verkefni.
Hæfniviðmiðin sem liggja að baki eru fimmtíu og átta.
Tími: Tækni er þemaverkefni sem getur náð yfir heilan vetur af vinnu sé það tekið sem ein heild með nemendum. Þemað sparar kennurum gríðarlega mikinn undirbúningstíma!
Námsgreinar: Íslenska, list- og verkgreinar, lykilhæfni, náttúrugreinar, enska, samfélagsgreinar, stærðfræði og upplýsinga- og tæknimennt. STEM er samþætt inn í námsferlið.
Námsmarkmið og viðmið um árangur: Öll verkefni þemans eru tengd hæfniviðmiðum aðalnámskrár. Hverju verkefni fylgja námsmarkmið og ítarleg viðmið um árangur fyrir nemendur.
Grunnþættir: Verkefnaferlið er unnið út frá grunnþættinum sköpun en verkefnin uppfylla einnig markmið flestra grunnþátta aðalnámskrár.
Nemendur eiga að geta dregið upp mynd af því hvernig menntun, þjálfun, starfsval og áætlanir um eigið líf tengjast breytingum á umhverfi og tækni. Skýrt með dæmum hvernig náttúruvísindi, tækni, menning, heimsmynd mannsins og náttúran hafa áhrif hvert á annað. Notað hugtök og táknmál stærðfræðinnar til að setja fram, tákna og leysa hversdagsleg og fræðileg vandamál, rætt um lausnir og nýtt margvísleg hjálpartæki til stærðfræðilegra verka, þar með talin tölvutækni.
Hæfniviðmið: 15 hæfniviðmið eru tengd verkefninu.
Námsgreinar: Lykilhæfni, náttúrugreinar, íslenska, samfélagsgreinar og upplýsinga- og tæknimennt,
Stig: Elsta stig
Þetta verkefni er á hugmyndastigi
Nemendur skipuleggja og kynna eigin útihátíð með því að rýna í gögn, draga ályktanir út frá niðurstöðum og vinna saman . Nemendur vinna með líkindareikning, skipanir í töflureikni sem og lesa úr gögnum.
Hæfniviðmið: 19 hæfniviðmið eru tengd verkefninu.
Námsgreinar: Lykilhæfni, stærðfræði og upplýsinga- og tæknimennt,
Stig: Elsta stig
Valdatafl er stórt samþættingarverkefni í fjórum hlutum. Hlutana má til dæmis vinna samfellt með öllum nemendum eða taka fyrsta hlutann sameiginlega og skipta hinum hlutunum á milli hópa eða bekkja. Í fyrsta hlutanum læra nemendur að þekkja hugtökin sem Valdatafl hverfist um, en þau eru: jafnrétti, launamisrétti, kvenréttindabarátta, staðalímyndir og mannréttindi með jafnréttissjónarmiðum. Nemendur læra jafnframt að skrifa heimildaritgerð út frá rannsóknarspurningu. Efni hinna hlutanna er í stórum dráttum:
Listaverk, Nemendur túlka hugtökin í listaverkum, efna til kappræðna um launamisrétti og stofna baráttusamtök
Kvikmyndagerð. Nemendur skrifa handrit, vinna söguborð, undirbúa tökur og taka upp kvikmynd þar sem söguþráðurinn tengist a.m.k. einu af lykilhugtökum þemans.
Stjórnmálaflokkur. Nemendur stofna stjórnmálaflokk sem berst fyrir að minnsta kosti einu af lykilhugtökum þemans, auglýsa stjórnmálaflokkinn og taka þátt í þingstörfum svo eitthvað sé nefnt.
Valdatafl er samþætt heildstætt þemaverkefni sem getur náð yfir heilt skólaár (t.d. 2 tímar á viku í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt) eða verið unnið þéttar og á styttri tíma. Eins og í öllum öðrum verkefnum Ásgarðs hafa verkefnin verið tengd hæfniviðmiðunum og viðmið um árangur og námsmarkmið fylgja til að auðvelda leiðsagnarnámið.
Verkefnin eru þrjátíu og átta þar af eru sjö valverkefni og eitt STEAM verkefni.
Hæfniviðmiðin sem liggja að baki eru hundrað og ellefu.
Tími: Valdatafl er þemaverkefni sem getur náð yfir heilan vetur af vinnu sé það unnið sem ein heild með nemendum. Þemað sparar kennurum gríðarlega mikinn undirbúningstíma!
Námsgreinar: Íslenska, list- og verkgreinar, lykilhæfni, náttúrugreinar, enska, samfélagsgreinar, stærðfræði og upplýsinga- og tæknimennt. STEM er bæði samþætt inn í námsferlið og svo fylgja viðbótarverkefni með í lokin. Athugið að þennan verkefnapakka er auðvelt að laga að öllum bóklegum greinum.
Námsmarkmið og viðmið um árangur: Öll verkefni þemans eru tengd hæfniviðmiðum aðalnámskrár. Hverju verkefni fylgja námsmarkmið og ítarleg viðmið um árangur fyrir nemendur.
Grunnþættir: Verkefnaferlið er unnið út frá grunnþættinum jafnrétti en verkefnin uppfylla markmið allra grunnþátta aðalnámskrár.
Samþættingarpakkinn veður og vísindi er skrifað fyrir unglingastig.
Þetta verkefni snýst um að efla vísindalæsi nemenda út frá veðurfræði. Nemendur fá tækifæri til að kafa djúpt ef að þau vilja eða geta og hinir sem geta minna, geta líka unnið verkefnið. Með þessu ferli eru svo aukaefni fyrir þau sem vilja kafa enn dýpra eða nálgast verkefnið frá öðrum sjónarhóli.
Verkefnið er hugsað fyrir alla nemendur, hvort sem þau tala íslensku eða ekki, því að ÍSAT nemendur geta vel skoðað efni á eigin móðurmáli þó að þau skili verkefnum til kennara á íslensku ef að gerð er krafa um slíkt.
Í verkefninu fá nemendur líka tækifæri til að yfirfæra það sem þau læra og þannig sýna skilning á aðferðum sem þau eru að nota.
Ef að hægt er, væri gagnlegt fyrir verkefnið ef að hægt væri að redda mælitækjum fyrir þessi verkefni, þ.e. mælitæki sem snúast um mælingar á veðri eins og hitamælir, loftvog, vindmælir, rakamæli eða annað sem auðvelt er að nálgast.
Þetta verkefni er enn á hugmyndastigi
Samþættingarpakkinn women power er skrifað sem enskuverkefni fyrir unglingastig.
Hæfniviðmið: 17 hæfniviðmið eru tengd verkefninu.
Námsgreinar: íslenska, lykilhæfni, heimilisfræði, sjónlistir, samfélagsgreinar.
Námsmarkmið: Meginmarkmið þessa þema er að nemendur styrkist í ensku og læri um sögu kvenna og jafnrétti í iðnaði.
Nemendur á yngsta- og miðstigi læra um lýðræði og taka þátt í þingstörfum á jafnréttisgrundvelli. Verkefnið snertir á mörgum hæfniþáttum eins og samvinnufærni, samskiptafærna, ábyrgð nemenda á eigin námi og valdeflingu þeirra. Það eflir gagnrýna hugsun og kennir nemendum um skipulag og að framkvæma eigin hugmyndir og annarra. Þau nota skapandi hugsun og lausnamiðun og verkefnið hjálpar nemendum að þekkja sig sjálf og efla eigin styrkleika og gildi. Þar fyrir utan þjálfar verkefnið samfélagslega ábyrgð þar sem nemendum er kennt hvernig þau geta haft jákvæð áhrif á nærsamfélagið sitt og ferlið hjálpar nemendum að læra að læra. Öll þessi markmið tengjast bæði markmiðum Aðalnámskrá grunnskóla og mikilvægum alþjóðlegum menntamarkmiðum sem snúa að því að búa nemendur undir að taka virkan þátt í samfélagi 21. aldarinnar.
Nemendur á elsta stigi geta tekið þinghlutann úr Valdataflinu.
Hæfniviðmið: 19 hæfniviðmið eru tengd verkefninu.
Námsgreinar: íslenska, lykilhæfni, menningarlæsi, samfélagsgreinar og stærðfræði
Námsmarkmið: Meginmarkmið þessa þema er að nemendur eflist í samvinnu, lýðræ'i og að koma skoðunum sínum á framfæri.