Höfuð í bleyti er uppskeruhátíð frístundamiðstöðvanna í Reykjavík þar sem starfsfólk segir sögur af þróunar- og nýsköpunarverkefnum í frístundastarfi. Þemað í ár er Heilbrigði, einn af grunnþáttum menntastefnu Reykjavíkurborgar, Látum draumana rætast. Þar segir að vellíðan barns í daglegu lífi leggi grunninn að virkri þátttöku, aukinni færni og árangri í skóla- og frístundastarfi.

Á uppskeruhátíðinni verða afhent Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs fyrir framsækið frístundastarf á liðnu starfsári.

Athugið að málstofurnar og erindi á Höfuð í bleyti 2020 eru ekki lengur aðgengileg. Þau voru aðeins aðgengileg í 72 klst eftir ráðstefnuna.

Finna má nokkur erindi tengd B-hluta verkefnum í þróunarsjóði skóla og frístundaráðs á vef menntastefnunnar.