8:30 Opnað verður fyrir fjarfund í Microsoft Teams.
8:50 Leggjum höfuðið í bleyti
Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála SFS - S
9:00 Afhending Hvatningarverðlauna skóla- og frístundaráðs
9:20 Heili í mótun
Um þroska heilans, það sem breytir honum og tengsl við draumaveröldina
Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum
10:00 Hressing og teygjur
10:20 Málstofur hefjast (sjá fyrir neðan)
Málstofur verða haldnar um áhugaverð þróunarverkefni á vettvangi frístundastarfsins. Flest verkefnin hafa fengið styrk úr þróunar- og nýsköpunarsjóði skóla- og frístundaráðs, en forsenda styrkveitingar er að verkefnin byggi á Menntastefnu Reykjavíkurborgar ,,Látum draumana rætast“.
Athugið að málstofurnar (kynningar og umræður) verða teknar upp og stefnt er að því að þær verði aðgengilegar í 72 klst í gegnum tengla á vefsíðu Höfuð í bleyti. Upptökurnar verða geymdar inn á Microsoft Stream og Google Drive og eytt eftir 72 klukkutíma. Þátttakendum er í sjálfvald sett hvort þeir hafi kveikt á vefmyndavélum og/eða taki þátt í umræðum í gegnum spjallglugga eða með því að kveikja á hljóðnema.
Með því að smella á myndaflís hér fyrir neðan munt þú fá upptöku af viðkomandi erindindi. Hér er hægt að sjá yfirlit yfir allar málstofurnar