Erindi kl. 10:50

Til að taka þátt í málstofunni skal smella á viðeigandi mynd í dagskránni á forsíðu

Athugið að málstofurnar (kynningar og umræður) verða teknar upp og stefnt er að því að þær verði aðgengilegar í 72 klst í gegnum tengla á vefsíðu Höfuð í bleyti. Upptökurnar verða geymdar inn á Microsoft Stream og Google Drive og eytt eftir 72 klukkutíma. Þátttakendum er í sjálfvald sett hvort þeir hafi kveikt á vefmyndavélum og/eða taki þátt í umræðum í gegnum spjallglugga eða með því að kveikja á hljóðnema.

Dagskrá kl. 10:50

KL. 10:50
Vaxandi

Starfsárið 2019-2020 þá hófst innleiðing Vaxandi sem að starfsmenn Tjarnarinnar hafa notað til að innleiða hæfniþætti menntastefnu Reykjavíkurborgar. Meginmarkið Vaxandi ganga út á valdeflingu starfsmanna, barna og unglinga, að auka fagmennsku, minnka streitu og auka samstarf á milli fagaðila. Vaxandi byggir á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði og innleiðingin var unnin í góðu samstarfi við Háskóla Íslands sem stýrðu 10 vinnustofum. Þar fengu starfsmenn fræðslu og aðstoð við að búa til verkfæri til að efla félags- og tilfinningarhæfni hjá sjálfum sér og til að nota í starfið. Vaxandi er ætlað að styðja við formlegt skólastarf og uppeldisumhverfi barna út frá hæfniþáttum menntastefnu. Í kynningunni verður farið yfir innleiðinguna. Verkefnið hefur nú fengið styrk úr þróunarsjóði menntastefnu fyrir starfsárið 2020-2021.

Guðrún Kaldal, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar

KL. 10:50
Rafíþróttaver í Gleðibankanum

Félagsmiðstöðin Gleðibankinn, frístundaheimilið Eldflaugin og Hlíðaskóli var úthlutað styrk til að setja upp rafíþróttaver. Hugmyndafræðin bakvið að setja upp rafíþróttaver í félagsmiðstöðinni miðast að því að nútímavæða kennsluaðferðir óformlegs náms og huga að því að mæta öllum börnum óháð stöðu þeirra og áhuga. Mikilvægt er að efla sjálfsmynd og heilbrigði barna og ungmenna í gegnum starf á þeirra áhugasviði. Það samrýmist því vel hugmyndum tómstundamenntunnar um að mæta áhuga þeirra sem spila tölvuleiki á þeirra forsendum og það er mikil nútímavæðing í kennsluaðferðum að efla sjálfsmynd þeirra gegnum tækni og leik. Í rafverinu eru þrír opnir klúbbar, einn sértækur klúbbur, valgrein innan skólans og einnig er rafverið opið öllum á almennum opnunum. Í málstofunni verður farið yfir niðurstöður kannana á líðan þátttakenda, upplifun foreldra og skóla á verkefninu, almenn virkni í öðru starfi og hvaða reynslu aðrar starfsstöðvar geta nýtt sér.

Gunnlaugur V. Guðmundsson, forstöðumaður í félagsmiðstöðinni Gleðibankanum.

KL. 10:50
Lopputal - virkni með dýrum

Í Fjósinu er hátt hlutfall barna með fatlanir, greiningar og raskanir. Dag hvern er leitast við að draga úr áreiti, árekstrum og uppákomum til að koma til móts við þarfir sem flestra og öllum líði sem best. Þjónustu- og meðferðardýr hafa orðið æ vinsælli fyrir börn með sérþarfir. Rannsóknir sýna að virkni með dýrum veita félagsskap, tilfinningalegan stuðning og efla félagslega hæfileika. Þau aðstoða börn við að byggja upp sjálfsálit og ábyrgð, aðstoða við að stjórna kvíða og móta viðeigandi hegðun.

Karen Rún Helgadóttir, forstöðumaður Fjóssins.

KL. 10:50
Bræðralagið – nýjar upplifanir og út fyrir þægindarammann

8. bekkjarstrákar fengu rými til að taka sér pláss og fara út fyrir þægindarammann. Ímynd karlmannsins var brotin niður og ekki einungis skilgreind sem líkamleg heldur líka tilfinningaleg. Strákarnir komu saman og mynduðu með sér bræðralag. Farið verður yfir hvernig sértæka hópastarfið var sett upp. Hvaða markmið voru sett, hvað gekk vel, hvaða aðferðir urðu til þess að það gekk vel, þær grunnreglur sem voru settar innan hópsins og hvaða afþreying var valin og af hverju. Hetjusögur verða sagðar og vonandi finnið þið öll eitthvað til að taka með ykkur úr þessari kynningu.

Bjarki Þórðarson, aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöðinni 100og1.

KL. 10:50
Draumasviðið

Á dögum þar sem félagslegu öryggi okkar er ekki einungis ógnað í raunheimum heldur einnig á netinu þróa unglingar með sér óraunhæfar kröfur til lífs sín, hvernig þau ,,eiga” að líta út, hvað er eðlilegt í samskiptum og hver vinnan er að bak sigrunum. Oft eru þessar raddir ráðandi í lífi barna og unglinga og því þurfa þau leiðsögn við að læra gagnrýna hugsun, sjálfseflingu og samkennd. Draumasviðið var samstarfsverkefni frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar, Austurbæjarskóla og menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem hlaut B-hlutastyrk úr þróunar- og nýsköpunarsjóði skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur. Markmið verkefnisins var að þróa ákveðið mótsvar við þessum áskorunum í lífi unglinga í gegnum „Draumasviðið“ leiklistaráfanga sem boðið var upp á sem val fyrir 8.-10. bekk í Austurbæjarskóla. Í málstofunni verður farið yfir hvernig samsköpunarvinna leiðir að markmiðum áfangans. Forsendur áfangans voru að listin væri rannsóknarleiðangur þar sem unnið var með spurningar og forvitni þátttakenda virkjuð. Mikilvæg niðurstaða verkefnisins var að unglingar fengju vettvang til að kynnast aðferðum og leiðum til að skapa sjálfstætt, vinna í hópi og leiða hópavinnu. Í samsköpunarvinnu (e. devised) í sviðslistum hefur hver og einn mikilvægu ábyrgðarhlutverk að gegna við að framfylgja sýn hópsins. Í gegnum ferlið og þátttöku í áfanganum teljum við að unglingarnir hafi tekist þá ábyrgð á hendur sem um leið hafði áhrif á trú þeirra á eigin getu og efldi sjálfstraust þeirra.

Eva Halldóra Guðmundsdóttir, forstöðumaður í félagsmiðstöðinni 100og1.