Ingvi Hrannar Ómarsson er kennari auk þess að vera með M.Sc. gráðu frá Háskólanum í Lundi í nýsköpun og frumkvöðlafræðum.
Hann er fyrsti og eini Apple Distinguished Educator á Íslandi sem er æðsta viðurkenning Apple til kennara um allan heim, veitt á tveggja ára fresti.
Hann leiddi fyrsta 1:1 verkefni á Íslandi árið 2012 þegar bekkurinn hans í Árskóla á Sauðárkróki fékk iPad á hvern nemanda
Ingvi Hrannar er fyrsti og eini Google for Education Certified Innovator sem er æðsta viðurkenning Google á nýsköpun og færni kennara í skólastarfi.
Auk þess er hann einnig eini Google for Education Certified Trainer á landinu og hefur gráður frá Google í þjálfun með Google vörur eins og G Suite for Education og þá sérstaklega með iPad og Mac.
Ingvi Hrannar er í 18 manna hópi svokallaðra 'Sphero Heroes' sem er fremsti hópur Sphero EDU í forritunarkennslu í skólum á heimsvísu.
Ingvi Hrannar er eini Breakout EDU Authorized Trainer á Íslandi
Ingvi Hrannar er eini Nearpod PioNear á Íslandi, en það er æðsti hópur kennara sem nota Nearpod.
Þetta þýðir þjálfun, möguleika á því að koma með úrbætur á Nearpod og tengls við aðra kennara um allan heim sem nota Nearpod á hverjum degi í kennslu.
Book Creator Ambassador eru sendiherrar Book Creator um allan heim. Þeir fá aðgang að fræðsluefni ásamt samskiptum við hönnuði og starfsmenn Red Jumper Studios.
Ingvi Hrannar er einn þeirra.