UTís mini

Hvað er UTís mini?

UTís mini eru djúpar, fámennar helgarvinnustofur um tækni, skólaþróun og nýsköpun.

Flestar vinnustofur, menntabúðir eða námskeið fara um víðan völl. Fjöldinn er of mikill til þess að fólk fái einstaklingsmiðaða aðstoð og viðfangsefnin eru of mörg.

Á UTís mini, sem er sprottið af UTís ráðstefnunni (nóvember ár hvert), er aðeins eitt viðfangsefni er tekið fyrir og unnið með það í 2 daga og kafað djúpt í það frekar en að fara um víðan völl.

Auk þess er tími til þess að kynnast öðrum, deila því besta sem er að gerast og mynda tengslanet við aðra kennara um allt land.

Aðeins 8-12 sæti eru á hverju námskeiði og fyrstur kemur, fyrstur fær.

Ef fleiri en 12 hafa áhuga er búinn til biðlisti.

Vinnustofuhelgar 2018-19 (Aðeins 12 sæti á hverri)

2019:

FULLT - 9-10.febrúar: Bókmenntir og tækni (Biðlisti)

Nokkur sæti laus - 2-3.mars: iPad + myndlist & margmiðlun (Skráning)

Nokkur sæti laus - 6-7.apríl: MakerSpace (Biðlisti)

Nokkur sæti laus - 4-5.maí: Sýndarveruleiki í skólastarfi (Skráning)

Kostnaður

Námskeiðin verða haldin á Sauðárkróki.

Kostnaður er 39.900 á mann á hvert námskeið og innifalið er:

  • Námskeið laugardag og sunnudag
  • Hádegismatur báða dagana
  • Sund á laugardegi
  • Kvöldmatur á laugardegi.
  • Kaffi og meðlæti báða dagana.
  • Tengslanet við kennara um allt land.
  • og fleira óvænt...

Gisting

Gisting er á eigin ábyrgð en þessir staðir eru í samstarfi við 'UTís mini' og bjóða upp á afslátt af gistingu til þátttakenda.

Hótel Tindastóll / Arctic Hotels - 10% afsláttur fyrir UTís mini - 453-5002 - info@arctichotels.is

Puffin Palace Guesthouse - 10% afsláttur (afsláttarkóði: utismini á bókunarsíðu) - 690-7200 - info@puffinpalace.is - www.fb.com/puffinpalace

Grand-inn Bar & Bed - 10% afsláttur fyrir UTís mini - 844-5616 - grandinnbandb@gmail.com - www.fb.com/grandinnbarandbed

Drangey Guesthouse - Kr.8.500.- fyrir tveggja manna herbergi (1 eða 2 gestir) - 897-9192 - drangeyguesthouse@gmail.com - www.fb.com/drangeygueshouse

Tilkynnið við bókun að þetta sé vegna UTís mini til þess að fá afslátt.

Drög að dagskrá

Fös (valfrjálst)

21.00 Hittingur á Grand-inn bar fyrir þátttakendur

Laugardagur:

9.00 Vinnustofa - 1.hluti

12.30 Hádegismatur

14.00 Vinnustofa - 2.hluti

17.00 Frjáls tími

19.00 Kvöldmatur

Sunnudagur:

9.00 Vinnustofa - 3.hluti

13.00 Hádegismatur

14.00 Heimferð