Appsmakk, Menntabúðir og AppHraðstefnumót

AppSmakk Fös.21.00

AppSmakk er skemmtileg keppni á föstudagskvöldinu þar sem 8-16 þátttakendur kynna verkfæri, flýtileið, verkefni, viðbót eða hvað sem er á max. 2 mínútum.

Sigurvegari er kosinn í hverju einvígi og keppir í næstu umferð þangað til aðeins einn stendur eftir. Að hámarki 3-4 umferðir og því þurfa þátttakendur að vera klárir með örfá 'trikk'.

Verðlaun á sigurvegara AppSmakks.

Menntabúðir Lau.9.00

Á Menntabúðum gefst fólki tækifæri á að kynna hvað þau eru að gera og vekja athygli á sínu starfi, verkefni, appi eða hverju sem er.

Gott er að muna að Menntabúð þarf ekki að þýða tilbúin kynning heldur einfaldlega spurning eða umræðuefni sem við viljum nálgast.

Fólk má alls ekki halda að það að vera með Menntabúð þýði að þú vitir allt um efnið, heldur einfaldlega að þú hafir spurningu eða áhugavert umræðuefni sem þú vilt fá fleiri með þér að ræða án þess að ÞÚ sért endilega með öll svörin. Svörin geta komið frá þeim sem mæta.

AppHraðstefnumót Lau.11.15

Þar kynna aðilar eitt app/verkfæri/lausn á meðan aðrir þátttakendur ganga hring. Verður líklega í tveimur hlutum þannig að þeir sem kynna, fá að sjá hinn hlutann. Gefinn er tími til að ræða við aðra um hvað þeir sáu.

Fyrri hluti

Seinni hluti