UTís er viðburður haldinn á Sauðárkróki fyrir kennara og skólafólk af öllu landinu.

UTís er haldið af fólki á gólfinu fyrir fólkið á gólfinu en er ekki sölusýning fyrirtækja.

UTís er fyrir okkar fremsta skólafólk til þess að ræða saman í næði um skólaþróun og upplýsingatækni og deila því sem það telur, af eigin reynslu, vera best fyrir nám og kennslu.

Aðeins eru 126 sæti í boði

Verð kr. 34.990.-

Innifalið er hádegismatur báða dagana, kaffi og meðlæti allan tímann, hátíðarkvöldverður á föstudegi, ómetanlegt tengslanet, vinnustofur og fyrirlestrar.

Gisting er bókuð í gegnum UTís þegar nær dregur en öll gisting hefur verið frátekin.

UTís 2018 verður 9-10.nóvember

Hvernig var UTís 2017