Mars Proppé er eðlisfræðinemi við Háskóla Íslands og á sama tíma aktívisti sem hefur vakið athygli að undanförnu fyrir baráttu sína fyrir auknum sýnileika og réttindum kynsegin fólks.
Þessi tilfinning, að passa ekki inn í fyrir fram ákveðin box samfélagsins, vakti upp róttæknina í Mars og gerði hán að grjóthörðum femínista sem hán er auðvitað enn í dag þó að forsendurnar hafi örlítið breyst eftir að hán áttað sig betur á hvað það væri að vera kynsegin.“
Mars fjarlægði kynjamerkingar af klósettum Háskóla Íslands m.a. til að vekja athygli á aðgerðarleysi skólayfirvalda í jafnréttismálum. Uppátækinu var ekki tekið betur en að breyta þeim strax í fyrra horf.
Hán segir afstöðu skólayfirvalda eina af birtingarmyndum þess að jafnréttisstefna háskólans sé sýndarmennska?
Elín, Sigga og Beta Eyþórsdætur taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir hönd Íslands. Söngvakeppnin er send út í sjónvarpi í öllum þátttökulöndum þannig að þær ná eyrum fólks víða um heim með flutningnum.
Flutninginn tileinka þær nýrri kynslóð, sérstaklega transbörnum og hugrekki þeirra. Þær vilja vekja athygli á því að trans börn þurfi að stíga stór skref og eru með því í að breyta samfélaginu til hins betra. Þær senda trans börnum sterk skilaboð um að þau séu ekki ein og segja:
🏳️⚧️ Við erum með ykkur 🏳️⚧️
Fjölmiðlar bera ábyrð, þeir geta gefið hinsegin fólki platform og rödd til þess vekja athygli á baráttunni í stað þess að gefa fólki sviðið sem breiðir út fordómum undir formerkjum tjáningarfrelsis.
Regn nýtti sér samskiptamiðilinn Twitter til að koma hugmynd sinni um Kváradaginn á framfæri. Hugmyndina viðraði hán 21. janúar og fékk góð viðbrögð. Viðbrögðin voru 253 læk og 14 deilingar á miðlinum.
Regn nær með frumkvæði sínu og auka sýnileika kynsegin fólks. Fréttin sýnir kynsegin fólk á jákvæðan og skemmtilegan hátt. Fréttin er jafnframt afar góð kynning á orðinu kvár en með sýnileika má festa orðið betur í sessi.