Uppgangur popúlisma ýtir undir mismunun gegn minnihlutahópum og vilja til að takmarka réttindi þeirra og sýnileika. Aðildarríki ESB hafa sett lög í trássi við stefnu sambandsins að virða beri mannréttindi, þ.m.t. hinsegin fólks.
Ákveðin ríki standa í vegi fyrir baráttu hinsegin fólks með skilgreindum svæðum án hinseginleika. Tilvist hinsegin fólks er ekki álítamál en á þessum svæðum er bannað að sýna eða tjá nokkuð sem talist getur hinsegin. Skólum er bannað að fjalla um hinseginleika þannig að skólakerfisins getur ekki varið tilvist og réttindi hinsegin fólks.
Einar Kárason er margverðlaunaður íslenskur rithöfundur. Hann talar um að slaufunarmenningu og hatursherferð gegn öðrum rithöfundi (manneskju í forréttindastöðu) sem hefur ítrekað lýst yfir andúð sinni og jafnvel hatri á trans fólki.
Tjáningarfrelsi eru réttindi sem eru ekki yfir allt hafin, þú hefur frelsi til þess að tjá þig en réttur fólks til að verða ekki fyrir hatursorðræðu er ríkari. Dómstólar hafa viðurkennt að takmarka megi tjáningarfrelsi til að tryggja öryggi annarra á grundvelli hagsmunamats. Persónulegir hagsmunir Einars Kárasonar er barátta fyrir viðgangi bókmennta. En hann vegur hagsmuni til frjálsrar tjáningar ríkari en baráttu fólks að biðja J.K. Rowling um að hætta að smána trans fólk og efast um tilverurétt þess.
Í allri sanngirni verður að teljast skiljanlegt, að benda Einari Kárasyni á að setja sig í spor trans fólks...
Trans fólk glímir enn við fordóma. Enn hljóma raddir sem ekki vilja viðurkenna tilvist trans fólks.
Uppgangur populisma hefur kynnt undir orðræðu sem vill takmarka réttindi og sýnileika hinsegin fólks.
Hvers vegna fer það fyrir brjóstið á fólki hvernig annað fólk skilgreinir kyn sitt eða skilgreinir það jafnvel ekki? Hvernig er tilvist trans fólks... fyrir sís fólki?
Mörk eðlilegrar umræðu færast úr stað, mörkin sem verja tilvist og réttindi hinsegin fólks. Að það sé í lagi að hafa þá „skoðun“ að trans fólk sé með ranghugmyndir. Að það sé samþykkt að vinna gegn tilvist og réttindum trans fólks.